Treystum.
Í framhaldi af frábærum biblíulestri hjá Kidda vini mínum syni Birgis, þá var ég að hugsa um hversu oft maður getur dottið í þá gryfju að vera vanþakklátur.
Kiddi dró upp myndina af Ísraelsmönnum í eyðimörkinni, hvernig þeir mögluðu og kvörtuðu yfir því að fá alltaf brauð, svo mjög að þeir töldu jafnvel betra að snúa aftur í þrældóminn í Egyptalandi. En þrátt fyrir að Guð vissi að þeir yrðu áfram vanþakklátir, sendi hann þeim slatta af kjúkling, sem þeir borðuðu að sjálfsögðu með bestu lyst og héldu svo áfram að væla.
Er þetta ekki stundum svona með okkur? Við vælum og kvörtum yfir því hvernig við höfum það og leyfum okkur jafnvel að horfa til baka með löngunaraugum á mun verri kringumstæður en við höfum í dag. Segjum svo, ef ég aðeins ætti betri bíl, ef ég aðeins ætti stærra húsnæði..... o.s.frv. Erum alveg eins og Ísraelsmenn, gleðjumst á því augnabliki sem við fáum eitthvað (eins og þeir er þeir fengu kjúklinginn) en förum strax að kveina um leið og við ?rennum niður síðasta bitanum?. Vitum samt að framundan er fyrirheitna landið en teljum okkur trú um að það sé svo langt þangað að betra sé að labba til baka.
Ef þú hefur gefið líf þitt Guði, treystu honum til að leiða þig áfram. Hann veit mikið betur en við!
Kiddi dró upp myndina af Ísraelsmönnum í eyðimörkinni, hvernig þeir mögluðu og kvörtuðu yfir því að fá alltaf brauð, svo mjög að þeir töldu jafnvel betra að snúa aftur í þrældóminn í Egyptalandi. En þrátt fyrir að Guð vissi að þeir yrðu áfram vanþakklátir, sendi hann þeim slatta af kjúkling, sem þeir borðuðu að sjálfsögðu með bestu lyst og héldu svo áfram að væla.
Er þetta ekki stundum svona með okkur? Við vælum og kvörtum yfir því hvernig við höfum það og leyfum okkur jafnvel að horfa til baka með löngunaraugum á mun verri kringumstæður en við höfum í dag. Segjum svo, ef ég aðeins ætti betri bíl, ef ég aðeins ætti stærra húsnæði..... o.s.frv. Erum alveg eins og Ísraelsmenn, gleðjumst á því augnabliki sem við fáum eitthvað (eins og þeir er þeir fengu kjúklinginn) en förum strax að kveina um leið og við ?rennum niður síðasta bitanum?. Vitum samt að framundan er fyrirheitna landið en teljum okkur trú um að það sé svo langt þangað að betra sé að labba til baka.
Ef þú hefur gefið líf þitt Guði, treystu honum til að leiða þig áfram. Hann veit mikið betur en við!