Verum í næringunni.
Ég var í morgun á samkomu í Fíladelfíu. Ester Karin Jacobsen forstöðumannsfrú, prédikaði og sagði m.a. sögu frá uppeldisárum sínum í Noregi:
Móðir hennar ræktaði og hlúði að eplatrjám í garðinum þeirra, með þeim árangri að á hverju ári báru trén ávexti er glöddu og mettu fjölskylduna. Eitt af því sem móðir hennar lagði að henni og systkinum hennar var að fara varlega í kringum trén er þau léku sér í garðinum og gættu þau þess vel.
Nágrannakona þeirra ræktaði einnig epli í sínum garði. Hún átti kraftmikla drengi sem léku sér oft á tíðum í fótbolta í garðinum hennar. Hún áminnti þá um að gæta sín við trén sem og þeir reyndu. En eitt sinn gleymdu þeir sér og boltinn small í einu trénu með þeim afleiðingum að nokkur epli smullu í jörðina. Nú voru góð ráð dýr, hvað skyldi nú til bragðs taka? Og drengirnir dóu ekki ráðalausir. Þeir náðu í girni, bundu í sprotann í eplunum og festu þau við tréð aftur. Og allt leit vel út og móðir þeirra komst ekki að neinu.
Nú liðu nokkrir dagar og þá fór nokkuð að koma í ljós. Eplin fóru að skorpna og missa lit sinn og allt komst upp.
Hvers vegna? Jú vegna þess að þau voru ekki fest við stofninn og tóku því ekki til sín næringu. Í fyrstu leit allt vel út og engin komst að neinu en sannleikurinn leyndi sér ekki þegar á leið og eplin dóu.
Þannig er það einnig með okkur. Ef við erum ekki fest við stofninn, Jesúm Krist, þá mun kannski í fyrstu allt líta vel út og engin verða var við breytingu frá því er við vorum við stofninn. En sannleikurinn mun fljótt koma í ljós og við deyja andlegum dauða.
Jesús sagði: ,,Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört." Jóhannes 15. 4-5.
Móðir hennar ræktaði og hlúði að eplatrjám í garðinum þeirra, með þeim árangri að á hverju ári báru trén ávexti er glöddu og mettu fjölskylduna. Eitt af því sem móðir hennar lagði að henni og systkinum hennar var að fara varlega í kringum trén er þau léku sér í garðinum og gættu þau þess vel.
Nágrannakona þeirra ræktaði einnig epli í sínum garði. Hún átti kraftmikla drengi sem léku sér oft á tíðum í fótbolta í garðinum hennar. Hún áminnti þá um að gæta sín við trén sem og þeir reyndu. En eitt sinn gleymdu þeir sér og boltinn small í einu trénu með þeim afleiðingum að nokkur epli smullu í jörðina. Nú voru góð ráð dýr, hvað skyldi nú til bragðs taka? Og drengirnir dóu ekki ráðalausir. Þeir náðu í girni, bundu í sprotann í eplunum og festu þau við tréð aftur. Og allt leit vel út og móðir þeirra komst ekki að neinu.
Nú liðu nokkrir dagar og þá fór nokkuð að koma í ljós. Eplin fóru að skorpna og missa lit sinn og allt komst upp.
Hvers vegna? Jú vegna þess að þau voru ekki fest við stofninn og tóku því ekki til sín næringu. Í fyrstu leit allt vel út og engin komst að neinu en sannleikurinn leyndi sér ekki þegar á leið og eplin dóu.
Þannig er það einnig með okkur. Ef við erum ekki fest við stofninn, Jesúm Krist, þá mun kannski í fyrstu allt líta vel út og engin verða var við breytingu frá því er við vorum við stofninn. En sannleikurinn mun fljótt koma í ljós og við deyja andlegum dauða.
Jesús sagði: ,,Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört." Jóhannes 15. 4-5.
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim