Veiðiferðin
Ég gerði frábæra ferð í Þórisvatn á dögunum ásamt vini mínum og frænda, Erling Magnússyni. Ég kom heim með 25 úrvals urriða allt fiskar á milli 3 og 5 pund.
Í tilefni ferðarinnar orti Erling þessa vísu en andinn kom yfir hann er hann varð vitni að veiðimennsku minni:
Já kraftaverkin gerast enn
er "strákar" verða veiði menn.
Í Þórisvatni bænasvarið rættist
yfir veiðinni hann kættist
Ekki er það þvættingur
en segja frá því verðum
hann tæplega hálfdrættingur
er minn í veiðiferðum.
Það verður þó að teljast gott
þekkjandi mig sjálfan.
Heiðari sjálfum finnst það flott
að jafnast á mig hálfan.
Höfundur: Erling Magnússon
Já það er rétt að í veiðiferðinni góðu veiddi Erling að mig minnir 53 fiska, eða rétt rúmlega helmingi meira en ég. Rétt er þó að taka fram að ég veiddi fyrsta fiskinn og tók það strax fram að nú yrði tónninn gefinn. Sömuleiðis veiddi ég síðasta fiskinn og tók það þá strax fram að þetta væri síðasti fiskurinn, þetta væri orðið gott og góður endir á góðri ferð. Finnst einnig rétt að geta þess að á meðan ég þurfti að sofa (þurfti vegna þess að ég þurfti að aka heim á meðan hinn gat sofið), var Erling með 2 færi í vatninu. Téður Erling var því með færið í vatninu einum 3 tímum lengur en ég. Einnig var hann með 2 stangir um tíma í vatninu á meðan ég hafði eina.
Lesendur vefsins geta þá bara getið sér þess til hver hefði verði hálfdrættingur, hefðu jafnmargar stangir verið í vatninu allan tímann, sem og hefðum við félagarnir staðið jafnlengi við vatnið.
Og hana nú ! :)
Í tilefni ferðarinnar orti Erling þessa vísu en andinn kom yfir hann er hann varð vitni að veiðimennsku minni:
Já kraftaverkin gerast enn
er "strákar" verða veiði menn.
Í Þórisvatni bænasvarið rættist
yfir veiðinni hann kættist
Ekki er það þvættingur
en segja frá því verðum
hann tæplega hálfdrættingur
er minn í veiðiferðum.
Það verður þó að teljast gott
þekkjandi mig sjálfan.
Heiðari sjálfum finnst það flott
að jafnast á mig hálfan.
Höfundur: Erling Magnússon
Já það er rétt að í veiðiferðinni góðu veiddi Erling að mig minnir 53 fiska, eða rétt rúmlega helmingi meira en ég. Rétt er þó að taka fram að ég veiddi fyrsta fiskinn og tók það strax fram að nú yrði tónninn gefinn. Sömuleiðis veiddi ég síðasta fiskinn og tók það þá strax fram að þetta væri síðasti fiskurinn, þetta væri orðið gott og góður endir á góðri ferð. Finnst einnig rétt að geta þess að á meðan ég þurfti að sofa (þurfti vegna þess að ég þurfti að aka heim á meðan hinn gat sofið), var Erling með 2 færi í vatninu. Téður Erling var því með færið í vatninu einum 3 tímum lengur en ég. Einnig var hann með 2 stangir um tíma í vatninu á meðan ég hafði eina.
Lesendur vefsins geta þá bara getið sér þess til hver hefði verði hálfdrættingur, hefðu jafnmargar stangir verið í vatninu allan tímann, sem og hefðum við félagarnir staðið jafnlengi við vatnið.
Og hana nú ! :)