Hvað þarf til nr. 3 (Óska eftir málefnalegri umræðu).
Að gefnu tilefni óska ég eftir því að þeir sem ekki treysta sér til að skrifa undir nafni, setji ekki fram skoðanir sínar fram hér á vefnum. Ég skrifa hér undir nafni og reyni af bestu getu að setja fram skoðanir mínar af heiðarleika en geri mér um leið jafnframt grein fyrir því að ekki er víst að allir séu sammála skoðunum mínum. Menn setja hér fram skoðanir sínar á málefnalegan hátt og ég reyni af bestu getu að svara þeim á sama hátt. Þeir sem ekki treysta sér til þess að virða þá reglu bið ég um að haldi að sér höndum hvað varðar skrif á mína heimasíðu.
Hvað varðar pistla mína um Hvað þarf til. Þá fannst mér nauðsynlegt, þar sem mátti lesa á milli línanna að ég væri að tala um stofnun kirkna að geta þess að svo væri ekki. Andsvörin hafa hins vegar litast mjög af því og leitaðist ég því við að svara þeim andsvörum í pistli 2.
Það sem ég er að draga fram er fyrst og fremst:
1. Það sem þarf fyrst og fremst að laða fólk til Krists er Kristur sjálfur en ekki mismunandi áherslur.
2. Það sem þarf fyrst og fremst að laða fólk til Krists er nærvera Heilags Anda og kraftur þeirrar nærveru en ekki mismunandi áherslur.
3. Eitt af því sem fær fólk til að trúa eru undur og tákn er fylgja þeim sem trúa en ekki mismunandi áherslur.
Ég er að tala um hvað það er sem laðar fólk til Krist. Er eitthvað erfitt að skilja að ég er ekki að tala um stofnun kirkna og eða mismunandi kirkjur, þó um það sé rætt í samhengi við að mismunandi áherslur? Mismunandi áherslur skipta ekki máli fyrr en kemur að því að fólk velji sér samfélag, því heyri fólk af undrum og táknum er fylgja þeim sem trúa, þá mun það ekki spá í hvernig tónlist er spiluð o.s.frv. En þegar kemur að því að fólk velji sér samfélag, þá gæti ég farið að tala um kirkjur og mismunandi áherslur, því þá skipta þær máli. T.d. mismunandi áherslur í tónlist, höfðar til t.d. mismunandi aldurshópa og við þurfum að mæta fólki eftir því hvar það er statt, til halda utan um það.
Ég hef oft heyrt fólk tala um að það fari í fyrsta skipti vegna t.d. tónlistarinnar, það er vel og að ég tali nú ekki um ef fólk frelsast í framhaldi af því, sbr. að margir í dag upplifa mikla nærveru Heilags Anda í lofgjörðinni og frelsast. En það sem ég er að reyna að segja er að ég vil sjá fólk koma hundruðum og þúsundum saman vegna þess að Heilagur Andi dregur það á samkomuna. Tónlistin eða eitthvað annað mun ekki gera það í þeim mæli, þó að það sé mjög gott að tónlist og annað dragi fólk að, það er hins vegar ljóst ef við lítum yfir flóruna í dag að meira þarf til. Og ég vil sjá meira en ég er að sjá í dag, ég vil sjá vakningu.
Þegar ég tala um að fólk sé blindað af mismunandi áherslum, þá er ég ekki síður að tala til sjálfs míns, því oft hefur maður horft of mikið á umgjörðina í stað þess að einblína á Krists og kraft Heilags Anda. En þá er ég ekki þar með að segja að umgjörðin skipti engu máli.
Til að hafa allt á hreinu, þá fagna ég því að fólk vilji láta til sín taka í boðun trúarinnar og þannig leggja sitt af mörkun til þess að uppfylla kristniboðsskipun Krists. Hvort það felur í sér stofnun nýrrar kirkju eða ekki, hlýtur fyrst og fremst að fara eftir því hvað Guð talar til viðkomandi en ekki hvað öðrum finnst. Ég er ekki á móti því og veit að ef við (hvítasunnumenn) gerum það ekki, þá munu aðrir gera það.
E.s. Og enn til að fólk lesi ekki á milli línanna og leggi aðra merkingu í skrif mín: :)
Nærvera Heilags Anda er rík í kirkjunum í dag, það sem ég er að tala um er sá kraftur sem einkenndi frumkirkjuna, boðun sem staðfest var með táknum og undrum.
Ég bendi einnig á pistil sem bróðir minn og vinur, Arnór Már Másson skrifar á heimasíðu sinni um það hvernig einstaklingur hafnar í söfnuði. Vek sérstaka athygli á því að í þeirri könnun sem hann vísar til kemur ekki fram það sem ég hef verið að tala um, sem rennir stoðum undir að það er það sem vantar. En einnig má læra af könnunum sem þeim, hvar áherslur ættu að vera, ef kraft frumkirkjunnar vantar (sem er einföldun, þar sem þær áherslur sem þar eru nefndar þurfa líka að vera til staðar).
Hvað varðar pistla mína um Hvað þarf til. Þá fannst mér nauðsynlegt, þar sem mátti lesa á milli línanna að ég væri að tala um stofnun kirkna að geta þess að svo væri ekki. Andsvörin hafa hins vegar litast mjög af því og leitaðist ég því við að svara þeim andsvörum í pistli 2.
Það sem ég er að draga fram er fyrst og fremst:
1. Það sem þarf fyrst og fremst að laða fólk til Krists er Kristur sjálfur en ekki mismunandi áherslur.
2. Það sem þarf fyrst og fremst að laða fólk til Krists er nærvera Heilags Anda og kraftur þeirrar nærveru en ekki mismunandi áherslur.
3. Eitt af því sem fær fólk til að trúa eru undur og tákn er fylgja þeim sem trúa en ekki mismunandi áherslur.
Ég er að tala um hvað það er sem laðar fólk til Krist. Er eitthvað erfitt að skilja að ég er ekki að tala um stofnun kirkna og eða mismunandi kirkjur, þó um það sé rætt í samhengi við að mismunandi áherslur? Mismunandi áherslur skipta ekki máli fyrr en kemur að því að fólk velji sér samfélag, því heyri fólk af undrum og táknum er fylgja þeim sem trúa, þá mun það ekki spá í hvernig tónlist er spiluð o.s.frv. En þegar kemur að því að fólk velji sér samfélag, þá gæti ég farið að tala um kirkjur og mismunandi áherslur, því þá skipta þær máli. T.d. mismunandi áherslur í tónlist, höfðar til t.d. mismunandi aldurshópa og við þurfum að mæta fólki eftir því hvar það er statt, til halda utan um það.
Ég hef oft heyrt fólk tala um að það fari í fyrsta skipti vegna t.d. tónlistarinnar, það er vel og að ég tali nú ekki um ef fólk frelsast í framhaldi af því, sbr. að margir í dag upplifa mikla nærveru Heilags Anda í lofgjörðinni og frelsast. En það sem ég er að reyna að segja er að ég vil sjá fólk koma hundruðum og þúsundum saman vegna þess að Heilagur Andi dregur það á samkomuna. Tónlistin eða eitthvað annað mun ekki gera það í þeim mæli, þó að það sé mjög gott að tónlist og annað dragi fólk að, það er hins vegar ljóst ef við lítum yfir flóruna í dag að meira þarf til. Og ég vil sjá meira en ég er að sjá í dag, ég vil sjá vakningu.
Þegar ég tala um að fólk sé blindað af mismunandi áherslum, þá er ég ekki síður að tala til sjálfs míns, því oft hefur maður horft of mikið á umgjörðina í stað þess að einblína á Krists og kraft Heilags Anda. En þá er ég ekki þar með að segja að umgjörðin skipti engu máli.
Til að hafa allt á hreinu, þá fagna ég því að fólk vilji láta til sín taka í boðun trúarinnar og þannig leggja sitt af mörkun til þess að uppfylla kristniboðsskipun Krists. Hvort það felur í sér stofnun nýrrar kirkju eða ekki, hlýtur fyrst og fremst að fara eftir því hvað Guð talar til viðkomandi en ekki hvað öðrum finnst. Ég er ekki á móti því og veit að ef við (hvítasunnumenn) gerum það ekki, þá munu aðrir gera það.
E.s. Og enn til að fólk lesi ekki á milli línanna og leggi aðra merkingu í skrif mín: :)
Nærvera Heilags Anda er rík í kirkjunum í dag, það sem ég er að tala um er sá kraftur sem einkenndi frumkirkjuna, boðun sem staðfest var með táknum og undrum.
Ég bendi einnig á pistil sem bróðir minn og vinur, Arnór Már Másson skrifar á heimasíðu sinni um það hvernig einstaklingur hafnar í söfnuði. Vek sérstaka athygli á því að í þeirri könnun sem hann vísar til kemur ekki fram það sem ég hef verið að tala um, sem rennir stoðum undir að það er það sem vantar. En einnig má læra af könnunum sem þeim, hvar áherslur ættu að vera, ef kraft frumkirkjunnar vantar (sem er einföldun, þar sem þær áherslur sem þar eru nefndar þurfa líka að vera til staðar).
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim