Við tímamót
Flest erum við meðvituð um að viðhorf okkar og það sem við leggjum til, skiptir verulegu máli hvað varðar afkomu okkar. Dugnaður og eljusemi fara þar fremst í flokki, því sá sem ekki leggur sig fram mun uppskera samkvæmt því.
Biblían er mjög skýr hvað varðar sáningu og uppskeru.
Í Lúkas 6:37-38 segir: Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða. 38Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.
Með þeim mæli sem við mælum, mun okkur aftur verða mælt. Þannig að því sem við sáum, það munum við uppskera. Ef við sáum illsku og hatri, þá munum við uppskera illsku og hatur, en ef við sáum gæsku og góðvild, þá munum við uppskera gæsku og góðvild og þannig gæti ég haldið áfram í upptalningunni.
Í þessu sambandi langar mig aðeins að nefna fyrirgefninguna. Mikilvægi fyrirgefningarinnar er mjög mikið. Því ef við berum biturleika í hjarta okkar, að ég tali nú ekki um hatur til einhvers sem hefur gert á hluta okkar, þá mun það ekki aðeins menga okkar eigið líf, heldur einnig annarra í kringum okkur og við uppskerum í samræmi við það.
Því er afar mikilvægt að við fyrirgefum þeim sem hafa gert á hluta okkar, sjálfra okkar vegna. Sýknum eins og segir í Lúkas 6. Stundum hefur verið brotið á okkur það alvarlega að við eigum erfitt með að fyrirgefa í eigin mætti. Þá þurfum við að biðja Guð um hjálp og hann mun senda okkur hjálparann, Heilagann Anda, sem mun, ef við leitum hans í eignlægni, hjálpa okkur að fyrirgefa þeim sem brotið hafa á okkur. En biðjum í trú og stígum inn í bænasvarið og tölum út fyrirgefninguna frammi fyrir Guði og að lokum munum við finna að gæska Guðs mun græða sárin og fylla tilveru okkar friði.
Þegar við nú horfum fram á veginn, eigum við eflaust öll það sameiginlegt að vilja góða tíð fyrir okkur sjálf, fjölskyldu okkar og land. En margir kunna að finna til vanmáttar gagnvart þeim kringumstæðum sem þeir standa frammi fyrir og trúlega gætir meiri svartsýni hjá fólkinu í landinu okkar gagnvart framtíðinni en oft áður.
Við kringumstæður sem ég hef ekki ráðið við, hefur mér reynst best að leita leiðsagnar Guðs. Að fara fram fyrir Hann og leggja ráðaleysi mitt í hans hendur og biðja hann um hjálp.
Guð hefur alltaf mætt kringumstæðum mínum þó oft hafi bænasvörin komið á annan hátt en ég hugði og eða svo hljóðlega að ég vart veitti því eftirtekt fyrr en síðar.
Í Fil. 4:6-7 segir: Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.
Í stað hugsýkinnar, þ.e. kvíðans og óttans sem stundum fyllir huga okkar þegar við ráðum ekki við kringumstæðurnar, þá leitum við Guðs.
Við þekkjum það flest að þegar við erum í kvíðanum og óttanum, þá náum við ekki að hugsa skýrt, sem aftur getur komið í veg fyrir að við sjáum tækifærin eða lausnirnar sem eru allt í kringum okkur. Þegar við gerum í öllum hlutum óskir okkar kunnar Guði, þ.e. leggjum ráð okkar í hans hendur, þá er hans fyrirheiti að þá muni friður hans varðveita hugsanir okkar. Með öðrum orðum, ef Guð gætir hugsana okkar og fyllir huga okkar friði sem er ofar öllum skilningi, þá er ekki pláss fyrir kvíða og ótta og sýn okkar verður skýr.
Ég týndi eitt sinn lykli sem ég þurfti mjög á að halda. Ég snéri öllu við heima hjá mér og um leið og ég leitaði þá stundi ég öðru hvoru upp, Drottinn viltu hjálpa mér að finna lykilinn en ekkert gerðist og ég fann ekki lykilinn. Ég settist niður og hugsaði með mér, ég veit að Guð getur hjálpað mér, ég verð bara að leggja við hlustir.
Ég fór inn í svefnherbergi okkar hjóna, setti rólega lofgjörðartónlist á og kom mér vel fyrir og bað Heilagan Anda um að fylla alla tilveru mína og leyfði huga mínum að kyrrast. Síðan setti ég upp fallega mynd af Jesú í huga mér og einbeitti sýn minni á samfélagið við hann og bar upp spurninguna hvar lykillinn væri. Eftir tiltölulega stuttan tíma þar sem friður Guðs fyllti huga minn og hjarta birtist mér sýn af mjög afmörkuðu svæði á gólfi geymsluherbergis í íbúðinni okkar. Samstundis vissi ég að þar væri lykilinn að finna. Eftirvæntingarfullur hentist ég upp og inn í geymsluherbergið. Á þessu litla afmarkaða svæði sem ég sá í sýninni var poki og undir pokanum var lykillinn.
Ef að Guð var tilbúinn að sýna mér hvar ómerkilegur lykill var falinn, hversu miklu fremur mun hann ekki hjálpa okkur í annarskonar og erfiðari kringumstæðum. Allt of oft er það sem skortir að við gefum Guði tíma til þess að hlusta eftir því sem hann vill við okkur tala. Allt of oft leggjum við traust okkar á okkur sjálf eða aðra menn í stað það að leggja allt okkar traust á Guð.
Mér verður stundum að orði að ég geri eins vel og ég geti en láti Guði eftir það sem ég ræð ekki við. Fel verk mín í hans hendur og bið hann um að leiða mig og opinbera sinn vilja í lífi mínu og starfi.
Oft hef ég þurft að bíða lengi eftir bænasvörum en þá vil ég hafa í huga Sálm 1 en þar segir í versum 1-3: Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði, heldur hefir yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt. Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt er hann gjörir lánast honum.
Ég veit að ef okkur ber gæfa til þess að leita Guðs og gætum þess að láta ekki biturleika yfirtaka hjarta okkar, heldur bíðum hans leiðsagnar, þá mun hann svara okkur á réttum tíma, ekki okkar tíma, heldur sínum tíma.
Davíð Ísaíson var smaladrengur sem smurður var til konungs af spámanni Guðs. Svo hélt hann áfram að vera smaladrengur en hefur alveg áreiðanlega velt því fyrir sér hvernig það mætti vera að hann, smaladrengurinn, yrði konungur heillar þjóðar. Eitt sinn er hann var sendur af föður sínum með mat til bræðra sinna sem voru í hernaði, bar svo til að hann felldi risa úr liði óvinarins með slöngvuvaði einum saman. Þáverandi konungur sem hét Sál, heillaðist af þessu unga hraustmenni og setti hann við hirð sína. Brátt varð Davíð einn af hans helstu samstarfsmönnum, giftist dóttur hans og saman unnu þeir sigra á óvinum Ísraels. Brátt varð Davíð fræknari en Sál en við það breyttust viðhorf Sáls til Davíðs og hann tók að hata hann og leitast við að drepa hann. Brátt varð Davíð ekki vært við hirðina og flúði til fjalla og bjó um sig í helli.
Ég er þess nokkuð viss að þegar Davíð var við hirð konungs, þá hefur hann vafalítið hugsað með sér, já, það er svona sem ég mun verða konungur. Svo er hann skyndilega kominn í útlegð og býr í helli. Við þessar kringumstæður hefði hann haft allan rétt á því að hugsa sem svo að menn hefðu komið í veg fyrir að hann yrði konungur og svo að leyfa hatrinu og biturðinni heltaka hjarta sitt. En það gerði Davíð aldrei, heldur fól Guði áhyggjur sínar og friður Guðs varðveitti hjarta hans. Davíð varð svo seinna konungur eins og Guð hafði gert áætlun um en hefði hann þreyst á því að bíða eftir svari Guðs og leyft biturðinni heltaka hjarta sitt og ganga fram í blindni, þá hefði hann líklega aldrei orðið konungur.
Það eina sem getur komið í veg fyrir uppfyllingu áætlunar Guðs með líf okkar, eða að við upplifum bænasvör, er það að við leyfum biturð og sársauka ná tökum á okkur sem veldur því svo að við göngum fram í blindni og biturleika. Því er það engin nema við sjálf sem komum í veg fyrir að áætlun Guðs með líf okkar, því það erum við sjálf sem ákveðum hvort við gætum að hjarta okkar, hvort við bíðum Guðs og hvort við gefum okkur tíma til þess að leita leiðsagnar hans og bíða eftir svari. Davíð konungur gætti alls þessa, enda var umsögn Guðs um Davíð að hann hefði hjarta eftir hans hjarta og þrátt fyrir að Davíð gerði mörg mistök varð hann farsælasti konungur Ísraels í sögunni.
Nú þegar við horfum fram á veginn, leitum Guðs og höfum í huga orð Páls postula í Galatabréfinu 6:9: Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er, því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp.
Kæri lesandi, ég vil óska þér og þínum gleðilegs árs og bið þess að nýtt ár færi þér og þínum, gleði og blessun Guðs.
Biblían er mjög skýr hvað varðar sáningu og uppskeru.
Í Lúkas 6:37-38 segir: Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða. 38Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.
Með þeim mæli sem við mælum, mun okkur aftur verða mælt. Þannig að því sem við sáum, það munum við uppskera. Ef við sáum illsku og hatri, þá munum við uppskera illsku og hatur, en ef við sáum gæsku og góðvild, þá munum við uppskera gæsku og góðvild og þannig gæti ég haldið áfram í upptalningunni.
Í þessu sambandi langar mig aðeins að nefna fyrirgefninguna. Mikilvægi fyrirgefningarinnar er mjög mikið. Því ef við berum biturleika í hjarta okkar, að ég tali nú ekki um hatur til einhvers sem hefur gert á hluta okkar, þá mun það ekki aðeins menga okkar eigið líf, heldur einnig annarra í kringum okkur og við uppskerum í samræmi við það.
Því er afar mikilvægt að við fyrirgefum þeim sem hafa gert á hluta okkar, sjálfra okkar vegna. Sýknum eins og segir í Lúkas 6. Stundum hefur verið brotið á okkur það alvarlega að við eigum erfitt með að fyrirgefa í eigin mætti. Þá þurfum við að biðja Guð um hjálp og hann mun senda okkur hjálparann, Heilagann Anda, sem mun, ef við leitum hans í eignlægni, hjálpa okkur að fyrirgefa þeim sem brotið hafa á okkur. En biðjum í trú og stígum inn í bænasvarið og tölum út fyrirgefninguna frammi fyrir Guði og að lokum munum við finna að gæska Guðs mun græða sárin og fylla tilveru okkar friði.
Þegar við nú horfum fram á veginn, eigum við eflaust öll það sameiginlegt að vilja góða tíð fyrir okkur sjálf, fjölskyldu okkar og land. En margir kunna að finna til vanmáttar gagnvart þeim kringumstæðum sem þeir standa frammi fyrir og trúlega gætir meiri svartsýni hjá fólkinu í landinu okkar gagnvart framtíðinni en oft áður.
Við kringumstæður sem ég hef ekki ráðið við, hefur mér reynst best að leita leiðsagnar Guðs. Að fara fram fyrir Hann og leggja ráðaleysi mitt í hans hendur og biðja hann um hjálp.
Guð hefur alltaf mætt kringumstæðum mínum þó oft hafi bænasvörin komið á annan hátt en ég hugði og eða svo hljóðlega að ég vart veitti því eftirtekt fyrr en síðar.
Í Fil. 4:6-7 segir: Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.
Í stað hugsýkinnar, þ.e. kvíðans og óttans sem stundum fyllir huga okkar þegar við ráðum ekki við kringumstæðurnar, þá leitum við Guðs.
Við þekkjum það flest að þegar við erum í kvíðanum og óttanum, þá náum við ekki að hugsa skýrt, sem aftur getur komið í veg fyrir að við sjáum tækifærin eða lausnirnar sem eru allt í kringum okkur. Þegar við gerum í öllum hlutum óskir okkar kunnar Guði, þ.e. leggjum ráð okkar í hans hendur, þá er hans fyrirheiti að þá muni friður hans varðveita hugsanir okkar. Með öðrum orðum, ef Guð gætir hugsana okkar og fyllir huga okkar friði sem er ofar öllum skilningi, þá er ekki pláss fyrir kvíða og ótta og sýn okkar verður skýr.
Ég týndi eitt sinn lykli sem ég þurfti mjög á að halda. Ég snéri öllu við heima hjá mér og um leið og ég leitaði þá stundi ég öðru hvoru upp, Drottinn viltu hjálpa mér að finna lykilinn en ekkert gerðist og ég fann ekki lykilinn. Ég settist niður og hugsaði með mér, ég veit að Guð getur hjálpað mér, ég verð bara að leggja við hlustir.
Ég fór inn í svefnherbergi okkar hjóna, setti rólega lofgjörðartónlist á og kom mér vel fyrir og bað Heilagan Anda um að fylla alla tilveru mína og leyfði huga mínum að kyrrast. Síðan setti ég upp fallega mynd af Jesú í huga mér og einbeitti sýn minni á samfélagið við hann og bar upp spurninguna hvar lykillinn væri. Eftir tiltölulega stuttan tíma þar sem friður Guðs fyllti huga minn og hjarta birtist mér sýn af mjög afmörkuðu svæði á gólfi geymsluherbergis í íbúðinni okkar. Samstundis vissi ég að þar væri lykilinn að finna. Eftirvæntingarfullur hentist ég upp og inn í geymsluherbergið. Á þessu litla afmarkaða svæði sem ég sá í sýninni var poki og undir pokanum var lykillinn.
Ef að Guð var tilbúinn að sýna mér hvar ómerkilegur lykill var falinn, hversu miklu fremur mun hann ekki hjálpa okkur í annarskonar og erfiðari kringumstæðum. Allt of oft er það sem skortir að við gefum Guði tíma til þess að hlusta eftir því sem hann vill við okkur tala. Allt of oft leggjum við traust okkar á okkur sjálf eða aðra menn í stað það að leggja allt okkar traust á Guð.
Mér verður stundum að orði að ég geri eins vel og ég geti en láti Guði eftir það sem ég ræð ekki við. Fel verk mín í hans hendur og bið hann um að leiða mig og opinbera sinn vilja í lífi mínu og starfi.
Oft hef ég þurft að bíða lengi eftir bænasvörum en þá vil ég hafa í huga Sálm 1 en þar segir í versum 1-3: Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði, heldur hefir yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt. Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt er hann gjörir lánast honum.
Ég veit að ef okkur ber gæfa til þess að leita Guðs og gætum þess að láta ekki biturleika yfirtaka hjarta okkar, heldur bíðum hans leiðsagnar, þá mun hann svara okkur á réttum tíma, ekki okkar tíma, heldur sínum tíma.
Davíð Ísaíson var smaladrengur sem smurður var til konungs af spámanni Guðs. Svo hélt hann áfram að vera smaladrengur en hefur alveg áreiðanlega velt því fyrir sér hvernig það mætti vera að hann, smaladrengurinn, yrði konungur heillar þjóðar. Eitt sinn er hann var sendur af föður sínum með mat til bræðra sinna sem voru í hernaði, bar svo til að hann felldi risa úr liði óvinarins með slöngvuvaði einum saman. Þáverandi konungur sem hét Sál, heillaðist af þessu unga hraustmenni og setti hann við hirð sína. Brátt varð Davíð einn af hans helstu samstarfsmönnum, giftist dóttur hans og saman unnu þeir sigra á óvinum Ísraels. Brátt varð Davíð fræknari en Sál en við það breyttust viðhorf Sáls til Davíðs og hann tók að hata hann og leitast við að drepa hann. Brátt varð Davíð ekki vært við hirðina og flúði til fjalla og bjó um sig í helli.
Ég er þess nokkuð viss að þegar Davíð var við hirð konungs, þá hefur hann vafalítið hugsað með sér, já, það er svona sem ég mun verða konungur. Svo er hann skyndilega kominn í útlegð og býr í helli. Við þessar kringumstæður hefði hann haft allan rétt á því að hugsa sem svo að menn hefðu komið í veg fyrir að hann yrði konungur og svo að leyfa hatrinu og biturðinni heltaka hjarta sitt. En það gerði Davíð aldrei, heldur fól Guði áhyggjur sínar og friður Guðs varðveitti hjarta hans. Davíð varð svo seinna konungur eins og Guð hafði gert áætlun um en hefði hann þreyst á því að bíða eftir svari Guðs og leyft biturðinni heltaka hjarta sitt og ganga fram í blindni, þá hefði hann líklega aldrei orðið konungur.
Það eina sem getur komið í veg fyrir uppfyllingu áætlunar Guðs með líf okkar, eða að við upplifum bænasvör, er það að við leyfum biturð og sársauka ná tökum á okkur sem veldur því svo að við göngum fram í blindni og biturleika. Því er það engin nema við sjálf sem komum í veg fyrir að áætlun Guðs með líf okkar, því það erum við sjálf sem ákveðum hvort við gætum að hjarta okkar, hvort við bíðum Guðs og hvort við gefum okkur tíma til þess að leita leiðsagnar hans og bíða eftir svari. Davíð konungur gætti alls þessa, enda var umsögn Guðs um Davíð að hann hefði hjarta eftir hans hjarta og þrátt fyrir að Davíð gerði mörg mistök varð hann farsælasti konungur Ísraels í sögunni.
Nú þegar við horfum fram á veginn, leitum Guðs og höfum í huga orð Páls postula í Galatabréfinu 6:9: Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er, því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp.
Kæri lesandi, ég vil óska þér og þínum gleðilegs árs og bið þess að nýtt ár færi þér og þínum, gleði og blessun Guðs.