Lög og reglur
Lög
Reglugerđ sjúkrasjóđs
Reglugerđ orlofssjóđs
Stjórnir og ráđ
Ađalstjórn
Trúnađarmannaráđ
Endurskođendur
Stjórn sjúkrasjóđs
Stjórn orlofssjóđs
Samninganefnd
Kjarasamningar
Laun
Vinnutími
Neyslutímar
Orlof
Forgangsréttur til vinnu
Fyrirtćkjaţáttur
Um Vinnuslys
Vinnu - og hlífđarföt
Sjóđir
Félagsgjöld
Uppsagnarfrestur
Trúnađarmenn
Ágreinismál
Gildistími og uppsagnarfrestur
Kynnisferđir
Guđmundur Jónasson
Fréttir
Fréttayfirlit
Eldrifréttir
Fyrirspurnir/Umsóknir
Spurningar
e-mail
Fyrir Orlofshús
Aðildarumsókn að Sleipni
Myndaalbúm
Húsnæði Sleipnis
Frá samningafundum
Orlofshúsaferð
Gamlar Myndir
Frá félagsfundum
Frá verkfallinu árið 2000
Hótel Geysir vígt árið 1986
Rútur
 
2. KAFLI Um vinnutíma.
   
 
Vinnufyrirkomulag. Helgidagar.
Dagvinna. Skráning vinnutíma.
Vaktavinna. Hvíldartími bifreiðastjóra.
 

2.1.

Vinnufyrirkomulag.
Upp.  

 

Vinnufyrirkomulag, þar með talið fyrirkomulag yfirvinnu, skal ákveðið við ráðningu starfsmanns.

Vinnutími bifreiðastjóra skal vera 40 klukkustundir á viku, 8 klukkustundir á dag og skal vinnutíma hagað sem segir í grein 2.2. eða grein 2.3.

 

2.2.

Dagvinna.
Upp.  
 

Klukkan 08.00 til kl. 17.00 mánudaga til og međ föstudaga.

 

 

 

Upphafstími dagvinnu getur veriđ breytilegur frá klukkan 8:00 til klukkan 10:00 á virkum dögum, yfirvinna tekur viđ eftir ađ átta klukkustunda dagvinnu er lokiđ. Bifreiđastjóra ber ađ sinna yfirvinnu ađ minnsta kosti ţriđju hverja helgi sé ţess óskađ.

 

 

 

Á tímabilinu 1. október til 31. mars er heimilt ađ láta taka frí á virkum dögum í stađ vinnu um helgar ţó ekki nema tvćr helgar í mánuđi, öll vinna umfram ţađ skal skilyrđislaust gerđ upp mánađarlega međ yfirvinnukaupi.

 

2.3.

Vaktavinna.
Upp.  

2.3.1.

Vaktavinna er heimil allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Vöktum skal hagað þannig að eftir hverja vaktasyrpu komi a.m.k. tveir samfelldir frídagar. Með vöktum í samningi þessum er átt við fyrirfram ákveðna vinnutilhögun. Vaktir skulu ákveðnar fyrir mánuð í senn og skal vaktaskrá liggja frammi þar sem bifreiðastjórar eiga greiðan aðgang að henni.

Vakt skal eigi vera lengri en 12 klukkustundir og eigi skemmri en 4 klukkustundir. Hver vakt skal unnin í samfelldri heild. Þeir sem vinna á reglubundnum vöktum eða vinna hluta af vikulegri vinnuskyldu sinni utan dagvinnutímabils skulu fá vaktaálag fyrir þann tíma sem fellur utan venjulegs dagvinnutíma.

 

 

2.3.2.

Vaktaálag reiknast á mánaðalaunataxta.
33,3% álag á tímabilinu kl. 16.00 - kl. 00.00 mánudaga til föstudaga.
45,5% álag á tímabilinu kl. 08.00 - kl. 00.00 svo og laugardaga og sunnudaga.

 

 

2.3.3.

Þeir bifreiðastjórar sem ekki hafa sérstaka kaffitíma, skulu til uppfyllingar vikulegri vinnuskyldu fá 35 mínútur aukalega umfram raunverulegra viðveru fyrir hverja 8 klukkustunda vakt. Ekki er greitt sérstaklega vegna neysluhléa sem ekki nást í yfirvinnu, útköllum eða á aukavakt.

 

 

 

2.4.

Helgidagar.
Upp.

 

2.4.1.

Helgidagar teljast allir helgidagar ţjóđkirkjunnar, svo og sumardagurinn fyrsti, 1. maí, og fyrsti mánudagur í ágúst. Á ađfangadag jóla og gamlársdag skal dagvinnu lokiđ klukkan 12:00.

 

2.4.2.

Öllum bifreiđastjórum skal greiđa međ yfirvinnukaupi tilheyrandi aldursflokks fyrir alla vinnu á skírdag, 2. páskadag, sumardaginn fyrsta, 1. maí, uppstigningardag, 2. hvítasunnudag, fyrsta mánudag í ágúst og 2. jóladag.

 

2.4.3.

Stórhátíðardagar teljast nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní, jóladagur svo og frá kl. 12:00 aðfangadag jóla og gamlársdag.

 

2.5.

Skráning vinnutíma.
 

2.5.1.

Vinnutími bifreiðastjóra telst frá því hann mætir í vinnu samkvæmt kvaðningu verkstjóra eða vinnuveitenda og þar til hann hættir vinnu að frádregnu matarhléi á tímabilinu klukkan 12:00 til klukkan 14:00.

 

2.5.2.

Bifreiðastjórar skrái vinnutíma sinn sjálfir ef óskað er og með þeim hætti er verkstjóri ákveður. Ef bifreiðastjóri dvelst fjarri heimili sínu í ferð, sem tekur tvo daga eða meira skal hann fá greiddar minnst 10 klukkustundir á dag, nema á laugardögum og sunnudögum greiðast minnst 8 klukkustundir.

 

2.5.3.

Biðtími milli ferða telst til vinnutíma.

 

2.5.4.

Eigi er bifreiðastjóri skyldur til að vinna umframvinnu, nema um sé að ræða að ljúka ferð eða uppfylla áætlun. Sjá þó grein 2.2. Vinna í matar- og kaffihléum skal greidd međ yfirvinnukaupi, án skerđingar á dagvinnulaunum.

 

 

2.5.5.

Heimilt er að draga vanræktar vinnustundir frá mánaðarlaunum á yfirvinnukaupi.

 

 

2.5.6.

Yfirvinna telst öll vinna umfram 8 klukkustundir á dag samkvæmt vinnufyrirkomulagi grein 2.

 

 

2.5.7.

Vinna í matar- og kaffihléum skal greidd með yfirvinnukaupi, án skerðingar á dagvinnulaunum.

 

2.5.8.

Hefjist vinnutími bifreiðastjóra eða sé hann kallaður til vinnu á þeim tíma sem almenningsvagnar ganga innan þéttbýliskjarna, á þeim tíma sem þeir ganga ekki skal vinnuveitandi sjá honum fyrir fari á vinnustað á sinn kostnað, í allt að 7 kílómetra radíus frá starfsstöð fyrirtækisins. Flutningur til og frá vinnustað telst ekki til vinnutíma og skal ekið eftir strætisvagnaleiðum samkvæmt skipulagi vinnuveitanda. Ferðin skal skipulögð þannig að hún hefjist innan einnar klukkustundar fyrir upphaf vinnutíma.

Sama gildir um lok vinnutíma.

 

2.6.

Hvíldartími bifreiðastjóra.
Upp.  

 

Ákvæði þetta tekur til þeirra sem starfa við flutninga á vegum og falla undir reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna nr. 136/1995 eða sambærilegar reglur sem síðar kunna að verða settar.

 

2.6.1.

Dagleg lágmarkshvíld

 

Vinnutíma skal haga þannig að á sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld.

 

Heimilt er þrisvar í viku að stytta samfellda hvíld í allt að 9 klst. og veita uppbótarhvíld síðar.

 

2.6.2.

Frítökuréttur

 

 

Í þeim tilfellum sem starfsmaður nær ekki 11 klst. lágmarkshvíld á sólarhring skv. 8.gr. reglugerðar nr. 3820/85 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl., er heimilt í samráði við starfsmann að fresta hvíldinni og veita hana síðar í formi uppsafnaðs frítökuréttar utan annatíma í starfsemi fyrirtækisins. Í þessum tilfellum er frítökréttur starfsmanns 1,50 klst. (dagvinna) fyrir hverja klst. sem hvíld hefur verið skert um. Frítökuréttur skal koma fram á launaseðli og skal ónýttur frítökuréttur starfsmanns gerður upp við starfslok og teljast hluti ráðningartíma. Stefnt skal að því að starfsmaður ljúki úttekt á uppsöfnuðum hvíldartíma fyrir maílok ár hvert. Heimilt er að greiða út 0,5 klst (dagvinna) af frítökuréttinum óski starfsmaður þess hafi úttekt frítökuréttar ekki átt sér stað fyrir mai lok.