|
|
1. Kafli. Nafn félagsins og félagssvæði:
|
Upp. |
1. grein.
|
|
1.1. Félagið heitir
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir og er fagfélag
bifreiðastjóra með aukin ökuréttindi.
1.2. Heimili og varnarþing þess er í
Reykjavík.
1.3. Félagið er landsfélag allra bifreiðastjóra
á Íslandi. Félagsfundur getur ákveðið
aðild að einstökum samtökum, ef það
er talið til hagsbóta fyrir félagsmenn.
1.4. Félagssvæði þess er landið
allt. |
|
2. Kafli. Tilgangur félagsins
og markmið:
2.grein.
|
|
2.1. Að sameina alla launþega
sem starfa við stjórn fólksflutninga- og annara
bifreiða þar sem krafist er aukinna ökuréttinda
við akstur.
2.2. Að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum
félagsmanna svo sem með því að semja
um kaup og kjör, bættan aðbúnað við
vinnu og gæta þess að ekki sé gengið
á rétt þeirra.
2.3. Að hafa nána og vinsamlega samvinnu við
önnur verkalýðsfélög.
2.4. Að vinna að fræðslu- og menningarmálum
eftir því sem aðstæður leyfa. |
|
3. Kafli. Félagsađild: |
Upp. |
3. grein.
|
|
Inngöngu í félagið
geta þeir fengið sem:
3.1. Uppfylla skilyrði greinar 1.1.
3.2. Standa ekki í óbættum sökum
við félagið. |
|
4. grein.
|
|
Ákvæði um aðild:
4.1. Til að verða fullgildur félagsmaður
þarf skrifleg umsókn að hafa borist félaginu
og hljóta samþykki stjórnar og trúnaðamannaráðs.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa sótt skriflega
um aðild að félaginu og þar með ekki
hlotið samþykki stjórnar og trúnaðarmannaráðs
um aðild, hafa málfrelsis- og tillögurétt
en ekki kjörgengi né atkvæðisrétt.
Stjórn og trúnaðarmannaráði er
þó skylt að veita þeim félagsmönnum
inngöngu sem ekki brjóta í bága við
grein 3.
4.2. Í sérstökum tilfellum getur stjórn
félagsins kallað til trúnaðarráð
og veitt einstaklingum undanþágu frá 6 mánaða
reglunni ef um hópinngöngu er að ræða
frá einu fyrirtæki. Skal slík undanþága
færð í bækur félagsins, ásamt
ástæðum til undanþágunnar. |
|
5.grein.
|
|
5.1. Ef félagsmaður
hættir í félaginu, telst hann að 6 mánuðum
liðnum, ekki lengur fullgildur félagsmaður.
5.2. Enginn getur sagt sig úr félaginu
eftir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun
hefur verið auglýst, eða ákvörðun
um vinnustöðvun hefur verið tekin af félaginu
eða trúnaðarráði og þar til
vinnustöðvuninni hefur verið formlega aflýst.
5.3. Einnig er óheimilt að segja sig úr
félaginu til þess að taka upp störf félagsmanna
í öðru félagi, er lagt hefur niður
störf vegna vinnudeilna.
5.4. Félagsmaður getur sagt sig úr
félaginu með 3 mánaða fyrirvara. Úrsögn
skal vera skrifleg og miðast við mánaðamót.
Félagsmaður sem hefur sagt sig úr félaginu,
nýtur frá þeim degi ekki atkvæðisréttar
né kjörgengis. |
|
4. Kafli. Réttindi og
skyldur félagsmanna, félagsgjöld, réttindamissir
og brottrekstur:
|
6. grein.
|
Réttindi félagsmanna eru eftirfarandi:
6.1. Málfrelsi, tillögu- og atkvæðisréttur
á félagsfundum svo og kjörgengi.
6.2. Réttur á styrkjum úr sjóðum
félagsins, svo sem nánar er ákveðið
í reglugerðum sjóðanna.
6.3. Réttur til að vinna eftir þeim
kjörum sem samningar félagsins ákveða
hverju sinni.
6.4. Réttur til aðstoðar félagsins
vegna vanefnda atvinnurekenda á samningum. |
|
7. grein.
|
Upp. |
Skyldur félagsmanna eru:
7.1. Að hlíta lögum félagsins,
fundarsköpum, fundarsamþykktum og samningum í
öllum greinum.
7.2. Að greiða félagsgjöld á
réttum gjalddögum.
7.3. Að gegna trúnaðarstörfum fyrir
félagið. Þó getur starfandi stjórnarmaður,
sem verið hefur 3 ár eða lengur í stjórn
félagsins samfellt, skorast undan endurkosningu í
jafnlangan tíma. Hafi félagsmaður gegnt
trúnaðarstarfi fyrir félagið í
3 ár eða lengur getur hann skorast undan endurkjöri.
7.4. Að stuðla að því að
ófélagsbundnir menn gangi í félagið.
|
|
8. grein.
|
|
Ákvæði um félagsgjöld
og réttindamissir:
8.1. Félagsgjöld eru ákveðin
á aðalfundi.
8.2. Hver sá félagsmaður sem skuldar
lögboðin gjöld til félagsins fyrir 6
mánuði eða meir nýtur ekki fullra félagsréttinda,
svo sem atkvæðisrétt, kjörgengis né
styrkja úr sjóðum félagsins. Félagsréttindi
öðlast hann ekki á ný fyrr en skuldin
er að fullu greidd.
8.3. Stjórn félagsins getur heimilað
eftirgjöf á félagsgjaldi vegna sérstakra
aðstæðna félagsmanna. Slík eftirgjöf
gildir einungis í eitt ár í senn.
8.4. Þeir félagsmenn sem náð
hafa 65 ára aldri og hafa greitt til félagsins
samfellt í 10 ár eða meira skulu undanþegnir
félagsgjöldum, en halda þó öllum
þeim réttindum sem fullgildir félagsmenn
væru. Þessi undanþága nær þó
ekki til lögboðinna gjalda atvinnurekenda í
sjúkra- og orlofssjóð félagsins.
|
|
9. grein.
|
|
Brottrekstur:
9.1. Ef félagsmaður er sakaður um brot
á lögum félagsins skal málið
tekið fyrir á stjórnarfundi, sem ákveður
hvort veita skuli áminningu, beita fésektum
eða víkja félagsmanni brott úr félaginu,
með einföldum atkvæðameirihluta. Skjóta
má þeim úrskurði til félagsfundar.
9.2. Hver sá maður er rækur úr
félaginu í lengri eða skemmri tíma,
sem að áliti félagsfundar hefur unnið
gegn hagsmunum félagsins, bakað því
tjón eða gert því eitthvað til
vansa, sem ekki er álitið að bætt verði
með fé, svo og hver sem ekki hlýðir
lögum Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis
eftir gefna áminningu félagsfundar eða stjórnar.
9.3. Félagsfundur getur áminnt einstaka
félagsmenn eða brottvikið félagsmanni
úr félaginu. Félagsmaður getur vísað
úrskurði félagsfundar til aðalfundar
félagsins sem tekur lokaákvörðun um
niðurstöðu félagsfundar. Úrskurður
félagsfundar gildir þar til að aðalfundur
ákveður annað.
9.4. Hafi félagsmanni verið vikið úr
félaginu, á hann ekki afturkvæmt í
félagið nema inntökubeiðni hans hafi verið
samþykkt á lögmætum félagsfundi.
|
|
5. Kafli. Stjórn og trúnađarráđ: |
|
10 grein.
|
|
Stjórn:
10.1. Stjórn félagsins skipa fimm (5) menn
og tveir (2) til vara, formaður, varaformaður, ritari,
gjaldkeri og 1 meðstjórnandi. Stjórnin skiptir
með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.
Kjörtímabil stjórnar- og varastjórnar
er samkvæmt grein 14.4. og 14.5.
10.2. Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn
allra félagsmála milli félagsfunda. Stjórnin
boðar félagsfundi sbr. 12. grein. Hún ræður
starfsmenn félagsins, ákveður laun þeirra
og vinnuskilyrði. Stjórnin ber sameiginlega ábyrgð
á eignum félagsins. Skylt er stjórn félagsins
að stuðla að því að allt er varðar
sögu félagsins sé sem best varðveitt.
Láti félagsmaður af trúnaðarstörfum
er hann gegnir fyrir félagið er honum skylt að
skila af sér öllum gögnum er trúnaðarstarf
hans varðaði.
10.3. Formaður félagsins boðar til stjórnarfunda
er þörf krefur eða óski fjórir
eða fleiri stjórnarmenn þess. Formaður
undirritar gerðabækur félagsins og gætir
þess að allir stjórnarmenn geri skyldu sína.
Hann hefur eftirlit með starfsemi félagsins og með
því að lögum þess og samþykktum
sé fylgt. Varaformaður starfar með formanni og
gegnir öllum störfum formanns í forföllum
hans.
10.4. Ritari ber ábyrgð á að gerðabækur
félagsins séu haldnar og færðar í
þær allar fundargerðir og lagabreytingar. Hann
undirritar gerðabækur félagsins ásamt
formanni. Heimilt er að hljóðrita fundi félagsins.
10.5. Gjaldkeri hefur á hendi eftirlit með
fjárreiðu og innheimtu félagsins og bókfærslu,
eftir nánari fyrirmælum stjórnarinnar. |
|
11. grein.
|
|
Trúnaðarráð:
11.1. Trúnaðarráð skal vera starfandi
í félaginu.
11.2. Ráðið skipa stjórn félagsins
og tveir (2) fullgildir félagsmenn sem kosnir eru í
ráðið eftir sömu reglum og gilda um stjórn.
Einn (1) varamaður skal kosinn í trúnaðarráð
um leið og aðalmenn eru kosnir.
11.3. Formaður félagsins skal vera formaður trúnaðarráðs
og ritari félagsins ritari þess.
11.4. Formaður kveður trúnaðarráð
til funda með þeim hætti er hann telur heppilegast.
Skylt er formanni að boða til trúnaðarráðsfundar
ef þriðjungur trúnaðarráðs óskar
þess og tilgreinir fundarefni.
11.5. Trúnaðarráðsfundur er löglegur
ef meirihluti ráðsmanna mætir. Ákvarðanir
um að hefja vinnustöðvun eða aflétta
henni eru löglegar og bindandi fyrir félagið
og félagsmenn þess, ef þær hafa verið
samþykktar með a.m.k. 3/4 hluta greiddra atkvæða
á lögmætum trúnaðarráðsfundi.
Formaður getur í nafni félagsstjórnar
kallað saman trúnaðarráð stjórninni
til aðstoðar, þegar ýmis önnur félagsleg
vandamál ber að höndum og ekki eru tök
á að ná saman félagsfundi, og ræður
úrslitum í slíkum málum einfaldur
meirihluti fundar. |
Upp. |
6. Kafli. Fundir stjórnarkjör
og afgreiðsla kjarasamninga:
|
|
12. grein.
|
|
Félagsfundir:
12.1. Félagsfundir skulu haldnir þegar
félagsstjórn álítur þess
þörf eða minnst 1/10 hluti fullgildra félagsmanna
óskar þess við stjórn félagsins
og tilgreinir fundarefni.
12.2. Fundir skulu boðaðir með minnst viku
fyrirvara með auglýsingu í útvarpi
og/eða á vinnustöðum. Þó
má í sambandi við vinnudeilur og verkfallsboðanir
boða fund með skemmri fyrirvara. Fundur er lögmætur
ef löglega er til hans boðað. Fundum félagsins
skal stjórnað eftir almennum fundarsköpum.
Ágreiningsatriði um fundarsköp úrskurðar
fundarstjóri hverju sinni með rökstuddum úrskurði.
12.3. Óski félagsmaður eftir skriflegri
atkvæðagreiðslu á félagsfundi
er fundarstjóra skylt að verða við þeirri
ósk.
|
|
13. grein.
|
|
Aðalfundir:
13.1. Aðalfundur félagsins skal haldinn
í apríl ár hvert. Aðalfund skal boða
með dagskrá, með 14 daga fyrirvara og er hann
lögmætur ef löglega er til hans boðað.
13.2. Reikningar félagsins og lagabreytingatillögur,
skulu liggja frammi á skrifstofu félagsins 14
dögum fyrir aðalfund.
13.3. Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi
mál:
1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir
fram til afgreiðslu.
3. Lagabreytingar ef fyrir liggja.
4. Kosning stjórnar og varastjórnar samkvæmt
10. og 14. grein laga félagsins.
5. Kosning trúnaðarráðs samkvæmt
11. gr. laga félagsins.
6. Kosning stjórnar og varastjórnar sjúkrasjóðs
samanber 11. gr. reglugerðar sjúkrasjóðs.
7. Kosning stjórnar og varastjórnar orlofsheimilasjóðs
samanber 2. gr. reglugerðar orlofssjóðs.
8. Kosning 2 endurskoðenda og 1 til vara fyrir sjóði
félagsins.
9. Ákvörðun félagsgjalda.
10. Önnur mál.
|
|
14. grein.
|
|
14.1. Trúnaðarráð
félagsins skal gera tillögur um menn í
stjórn, varastjórn og aðal- og varamenn
í trúnaðarráð samanber 11. og
14. grein þessara laga og í aðrar trúnaðarstöður
hjá félaginu.
14.2. Skulu tillögur trúnaðarráðs
liggja frammi hjá formanni og á skrifstofu félagsins
10 dögum fyrir aðalfund. Komi ekki aðrar tillögur
fram, studdar 1/10 hluta fullgildra félagsmanna 7 dögum
fyrir aðalfund eða krafa um allsherjaratkvæðagreiðslu
eru tillögur trúnaðarráðs sjálfkjörnar
og kjöri lýst á aðalfundi.
14.3. Komi fram krafa um allsherjaratkvæðagreiðslu
skal farið eftir 15. grein þessara laga. Ákveði
trúnaðarráð að gera ekki tillögur
til aðalfundar skal kjósa á aðalfundi
óhlutbundinni kosningu.
14.4. Kjósa skal sérstaklega formann
til tveggja (2) ára í senn.
14.5. Meðstjórnendur skal einnig kjósa
til tveggja (2) ára, þó þannig að
á aðalfundi 2005 skulu tveir (2) meðstjórnendur
kosnir til eins árs en að öðru leyti skal
kosið í heild í hverja stjórn, nefnd
eða ráð sem um getur í lögum þessum.
14.6. Varastjórnarmenn skulu kosnir til eins
árs í senn og í ákveðinni
röð. Geri trúnaðarráð tillögu
um varamenn gildir hið sama.
14.7. Forfallist stjórnarmaður eða hættir
störfum í stjórninni, skal formaður
kveðja til varamann eftir þeirri röð sem
þeir voru kosnir.
|
|
7. Kafli. Atkvæðagreiðslur:
|
|
15. grein.
|
|
Um atkvæðagreiðslu
og afgreiðslu nýrra kjarasamninga félagsins
gilda eftirfarandi reglur:
15.1. Boða skal til félagsfundar innan 7 daga
frá undirritun samninga og atkvæðagreiðslu
um kjarasamning skal lokið innan 21. dags frá undirritun.
Atkvæðagreiðslan skal vera leynileg og öllum
fullgildum félagsmönnum gefinn kostur á þátttöku.
15.2. Sé póstatkvæðagreiðsla
viðhöfð um kjarasamninga skal hún fara þannig
fram að öllum fullgildum félagsmönnum skulu
sendar í pósti, breytingar á kjarasamningi,
ásamt tveimur umslögum. Annað umslagið skal
númerað og frímerkt, stílað á
Bifreiðastjórafélagið Sleipni og annað
umslag ómerkt með kjörseðli.
15.3. Kjörskrá skal liggja frammi meðan
á atkvæðagreiðslu stendur og einnig skal
skýrt koma fram hvenær atkvæðagreiðslu
lýkur. |
|
|
|
16. grein.
|
|
16.1. Af tekjum félagsins skal
greiða öll útgjöld þess, skatt
til viðkomandi sambanda og annan kostnað, er stafar
af samþykktum stjórnar eða félagsfunda.
Við meiriháttar ráðstafanir á
eigum félagsins þarf samþykki félagsfundar.
16.2. Tveir endurskoðendur skulu yfirfara reikninga
félagsins fyrir liðið reikningsár og
gera athugasemdir telji þeir þess þörf.
Endurskoðendur eru kosnir á aðalfundi.
16.3. Sjóðir félagsins skulu vera:
1. Félagssjóður.
2. Sjúkrasjóður.
3. Orlofsheimilasjóður.
16.4. Heimilt er að stofna aðra sjóði
svo sem: Vinnudeilusjóð, fræðslusjóð.
Allir sjóðir félagsins aðrir en félagssjóður,
skulu hafa sérstaka reglugerð samþykkta á
aðalfundi. Reglugerðum sjóðanna má
aðeins breyta á aðalfundi. Reglugerð hvers
sjóðs skal tilgreina hlutverk sjóðsins,
hverjar tekjur hans skuli vera, hvernig verja skuli fé
hans og hvernig honum er stjórnað. Félagssjóður
greiðir allan kostnað af starfsemi félagsins.
Sjóðir félagsins skulu ávaxtaðir
á tryggan hátt svo sem í ríkisskuldabréfum,
í ríkistryggðum skuldabréfum, í
bönkum, í sparisjóðum og í skuldabréfum
tryggðum með veði í fasteign. Tekjur félagsins
skiptast milli sjóðanna samkvæmt ákvæðum
í reglugerðum þeirra.
|
|
9. Kafli. Lagabrerytingar:
|
Upp. |
17. grein.
|
|
17.1. Lögum þessum
má breyta á aðalfundi félagsins enda
hafi breytingatillagnanna verið getið í fundarboði.
17.2. Einnig er heimilt að breyta lögum á
félagsfundi, hafi breytingatillögur áður
verið ræddar á félagsfundi og þeirra
getið í fundarboði.
17.3. Til þess að breyting nái fram
að ganga, verður hún að hljóta samþykki
2/3 hluta greiddra atkvæða á lögmætum
aðalfundi eða verið samþykkt á tveimur
félagsfundum í röð.
17.4. Tillögur um breytingar á lögum
félagsins skulu hafa borist félaginu fyrir 1.
mars.
17.5. Breytingar á lögunum koma strax til
framkvæmda er aðalfundur félagsins hefur samþykkt
þær. |
|
|
|
|
|
18.1. Félaginu verður ekki
slitið nema 3/4 hluti fullgildra félagsmanna samþykki
það að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu
samanber grein 15 (um afgreiðslu kjarasamninga). Verði
samþykkt að leggja félagið niður,
skulu eignir þess seldar og skipt upp jafnt milli þeirra
sem greitt hafa til félagsins undangengna 6 mánuði
frá því að ákvörðun
er tekin um að leggja það niður og teljast
fullgildir félagsmenn.
18.2. Um sameiningu félaga skal fjallað
á sama hátt og félagsslit samkvæmt
grein 15.
18.3. Verði stjórn félagsins óstarfhæf
einhverra hluta vegna, skal boðað til félagsfundar
hið fyrsta og skal á þeim fundi kosin bráðabirgðastjórn,
sem fer með mál félagsins fram að næsta
aðalfundi.
Lög félagsins þannig samþykkt
á aðalfundi félagsins 27. nóvember
2009.
|
|