|
Kjarasamningur þessi byggir á stöðuleikasamningum sem undirritaður var á milli SA og sambanda og félaga ASÍ í mars 2024. Meginmarkmið stöðuleikasamningsins er að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta, sem er mikið hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Jafnframt er markmið samningsins að auka kaupmátt launafólks, skapa fyrirsjáanleika í efnhagslífinu, draga úr verðbólguvæntingum og styrkja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Samningurinn kveður einnig á um framleiðniauka til alls launafólks, sem byggir á mældri framleiðni og kauptaxtaauka á kauptaxta karasamninga.
|