Í þeim tilvikum sem starfsmaður leggur
til viðbótarframlag í séreignarsjóð
greiðir vinnuveitandi framlag á móti með
eftirfarandi hætti:
Frá 1. júlí 2001 skal mótframlag
vinnuveitenda vera 1% gegn 2% framlagi starfsmanns.
Frá 1. janúar 2002 skal mótframlag
vinnuveitenda nema 2% gegn 2% framlagi starfsmanns.
Framlag á grundvelli laga nr. 113/1990 um tryggingagjald
telst ekki hluti greiðslna skv. gr. 9.2.
Hækkað framlag í lífeyrissjóði
Frá 1. janúar 2005 hækkar framlag
atvinnurekenda í samtryggingarlífeyrissjóð
í 7,0% og á sama tíma fellur niður
skylda til að greiða 1,0% fast í séreignasjóð
óháð framlagi starfsmanns. Frá 1.
janúar 2007 hækkar iðgjald atvinnurekenda
til samtryggingarlífeyrissjóðs í
8,0% samhliða 0,45% lækkun almenns tryggingagjalds.
|