Lög og reglur
Lög
Reglugerð sjúkrasjóðs
Reglugerð orlofssjóðs
Stjórnir og ráð
Aðalstjórn
Trúnaðarmannaráð
Endurskoðendur
Stjórn sjúkrasjóðs
Stjórn orlofssjóðs
Samninganefnd
Kjarasamningar
Laun
Vinnutími
Neyslutímar
Orlof
Forgangsréttur til vinnu
Fyrirtækjaþáttur
Um Vinnuslys
Vinnu - og hlífðarföt
Sjóðir
Félagsgjöld
Uppsagnarfrestur
Trúnaðarmenn
Ágreinismál
Gildistími og uppsagnarfrestur
Kynnisferðir
Guðmundur Jónasson
Fréttir
Fréttayfirlit
Eldrifréttir
Fyrirspurnir/Umsóknir
Spurningar
e-mail
Fyrir Orlofshús
Aðildarumsókn að Sleipni
Myndaalbúm
Húsnæði Sleipnis
Frá samningafundum
Orlofshúsaferð
Gamlar Myndir
Frá félagsfundum
Frá verkfallinu árið 2000
Hótel Geysir vígt árið 1986
Rútur
 
   
7. KAFLI Um vinnuslys, slysatryggingar, atvinnusjúkdóma og greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum.
 
Laun í veikindum. Veikindi barna og leyfi af óviðráðanlegum ástæðum.
Vinnuslys og atvinnusjúkdómar. Fæðingarorlof.
Launahugtök. Slysatryggingar.
Útborgun veikindalauna.
 

7.1.

Laun í veikindum..
upp.  
  Hvað varðar sjúkra- og flutningskostnað teljast slys á beinni leið til og frá vinnu til vinnuslysa.

 

Verkafólk skal á hverju 12 mánaða tímabili halda launum í slysa- og veikindaforföllum sem hér greinir:

7.1.1.
Á fyrsta starfsári hjá sama vinnuveitanda greiðast tveir dagar á staðgengislaunum fyrir hvern unninn mánuð.

 

 

7.1.2.
Eftir eins árs samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með staðgengislaunum.

 

 

7.1.3.
Eftir tveggja ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með staðgengislaunum og einn mánuður á dagvinnulaunum.

 

 

7.1.4.
Eftir þriggja ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með staðgengislaunum og tveir mánuðir á dagvinnulaunum.

 

 

7.1.5.
Eftir fimm ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda greiðist einn mánuður með staðgengislaunum, einn mánuður með fullu davinnukaupi (þ.e. dagvinnulaun, bónus og vaktaálög, sbr. gr. 7.3.2) og tveir mánuðir á dagvinnulaunum.

 

 

7.1.6.
Starfsmaður sem öðlast hefur 4 mánaða veikindarétt eftir fimm ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda og ræður sig innan 12 mánaða hjá öðrum vinnuveitanda heldur tveggja mánaða veikindarétti (einn mánuður á staðgengilslaunum og einn á dagvinnulaunum) enda hafi starfslok hjá fyrri vinnuveitanda verið með eðlilegum hætti og rétturinn sannreyndur. Betri rétt öðlast stafsmaður eftir þriggja ára samfellt starf hjá nýjum vinnuveitanda., sbr. gr. 7.1.4.

 

 

7.1.7.
Veikindarétturinn er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar sjúkdóms.
 
 

7.2.

Vinnuslys og atvinnusjúkdómar.
upp.  

7.2.1.

 

Auk þeirra réttinda, sem verkafólk nýtur skv. gr. 7.1., skal það ef forföll stafa af slysi við vinnu, á beinni leið til eða frá vinnu, eða vegna atvinnusjúkdóma, sem orsakast af henni, fá greidd laun fyrir dagvinnu í allt að þrjá mánuði, sbr. gr. 7.3.3.

 

 

7.2.2.

Dagpeningar frá Tryggingastofnun ríkisins vegna þessara daga gangi til vinnuveitanda. Ákvæði þessarar málsgreinar rýra ekki frekari rétt launþega sem þeir kunna að eiga samkvæmt lögum eða öðrum kjarasamningum.

 

 

7.2.3.

 

Við vinnuslys kostar vinnuveitandi flutning hins slasaða til heimilis eða sjúkrahúss og greiðir síðan eðlilegan sjúkrakostnað meðan hann nýtur launa annan en þann sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir. Hinn slasaði skilar kvittunum fyrir útlögðum kostnaði til vinnuveitanda og skal greiðsla fara fram jafnhliða launagreiðslum, sbr. gr. 7.4.

 

 

7.3.

Launahugtök.
upp.  

7.3.1.

Staðgengislaun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss önnur en álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu, erfiðis eða óþrifnaðar við framkvæmd sértilgreindra starfa og mætingabónus.

 

 

7.3.2.

Fullt dagvinnukaup eru föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.

 

 

7.3.3.

Dagvinnulaun eru föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna) fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.

 

 

 

7.4.

Útborgun veikindalauna.
upp.  
7.4.1.
Greiðslur launa í veikinda- og slysatilfellum skulu fara fram með sama hætti og á sama tíma og aðrar vinnulaunagreiðslur, enda hafi læknisvottorð borist í tæka tíð vegna launaútreikninga.
   
7.4.2.
Verði ágreiningur um bótaskyldu vinnuveitanda, skv. gr. 7.2. skal farið eftir því, hvort slysatrygging ríkisins telur skylt að greiða bætur vegna slyssins.
   
7.4.3..
Læknisvottorð
   
Vinnuveitandi getur krafist læknisvottorðs um veikindi verkamanns.
   
  Vinnuveitandi greiði læknisvottorð að því tilskildu að veikindi verði þegar tilkynnt til atvinnurekanda á fyrsta veikindadegi, og að starfsmönnum sé ávallt skylt að leggja fram læknisvottorð.
   
 

7.5.

Veikindi barna og leyfi af óviðráðanlegum ástæðum.
upp.  

7.5.1.

 

 

 

Foreldri skal, eftir fyrsta starfsmánuð, heimilt að verja samtals 7 vinnudögum á hverju 12 mánaða tímabili, til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið, og halda þá dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við. Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda er foreldrum með sama hætti heimilt að verja samtals 10 vinnudögum til aðhlynningar börnum sínum undir 13 ára aldri.

Með vísan til reglna um greiðslur vegna veikinda barna, er það sameiginlegur skilningur aðila, að með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann, sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris.

   

7.5.2.

 

Starfsmaður á rétt á leyfi frá störfum þegar um óviðráðanlegar (force majeure) og brýnar fjölskylduástæður er að ræða vegna sjúkdóms eða slyss sem krefjast tafarlausrar nærveru starfsmanns.

Starfsmaður á ekki rétt á launum frá atvinnurekanda í framangreindum tilfellum, sbr. þó ákvæði gr. 7.5.1.

 
 

7.6.

Fæðingarorlof.
upp.  
 

Um fæðingarorlof fer skv. gildandi lögum.

   

7.7.

Slysatryggingar.
upp.  

 

 

Samningsaðilar eru sammála um að fara í endurskoðun á slysatryggingarákvæðum kjarasamnings með það að markmiði að auka tryggingavernd starfsmanna. Stefnt er að því að vinnu þeirri verði lokið fyrir lok árs 2004 og koma þá ný ákvæði í stað þeirra sem í kafla þessum greinir.

Upphæðir í kafla þessum miðast við 1. júlí 2004

Skylt er vinnuveitendum að tryggja bifreiðastjóra þá, sem samningur þessi tekur til, fyrir dauða, varanlegri örorku eða tímabundinni örorku af völdum slyss í starfi eða á eðlilegri leið frá heimili til vinnustaðar og frá vinnustað til heimilis.

   

7.7.1.

 

Ef bifreiðastjóri hefur vegna starfs síns viðlegustað utan heimilis, kemur viðlegustaður í stað heimilis, en tryggingin tekur þá einnig til eðlilegra ferða milli heimilis og viðlegustaðar.

   

7.7.2.

Dánarslysabætur verða frá 01.07. 2004.

 

7.7.2.1.

Ef hinn látni var ókvæntur/ógift og lætur ekki eftir sig barn og hefur ekki séð fyrir öldruðu foreldri 67 ára og eldri, krónur 666.926.

 

7.7.2.2.

 

Ef hinn látni var ókvæntur/ógift en lætur eftir sig barn (börn) undir 17 ára aldri og/eða hefur sannanlega séð fyrir foreldri eða foreldrum 67 ára og eldri, krónur 2.306.293.

 

7.7.2.3.

Ef hinn látni var kvæntur/gift, bætur til maka, krónur 3.149.618.

 

7.7.2.4.

Ef hinn látni lætur eftir sig barn (kjörbarn, fósturbarn) innan 17 ára aldurs, fyrir hvert barn, krónur 606.235.

 

7.7.2.5.

 

Bætur greiðast aðeins samkvæmt einni af greinum 7.6.2.1. til 7.6.2.3. Til viðbótar með greinum 7.6.2.2. og 7.6.2.3. geta komið bætur samkvæmt grein 7.6.2.4.

 

7.7.2.6.

 

Rétthafar dánarbóta eru:
Lögerfingjar.
Viðkomandi aðilar að jöfnu.
Eftirlifandi maki.
Viðkomandi börn, en greiðist til eftirlifandi maka, ef hann er annað foreldri, ella til skiptaráðanda og/eða fjárhaldsmanns.

Með maka í skilningi 3. tl. er eins átt við einstakling í staðfestri samvist eða í skráðri óvígðri sambúð.

 

7.7.3.

 

Bætur vegna varanlegrar örorku:

Bætur vegna varanlegrar örorku greiðast í hlutfalli við vátryggingafjárhæðina krónur 5.511.132, þó þannig að hvert örorkustig 26-50% verkar tvöfalt og hvert örorkustig frá 51-100% verkar fjórfalt.

 

7.7.4.

Bætur vegna tímabundinnar örorku:
Dagpeningar krónur 12.526 per viku greiðist fjórum vikum frá því slys átti sér stað og þar til hinn slasaði verður vinnufær eftir slysið, en þó ekki lengur en 48 vikur. Við dagpeninga þessa bætist krónur 1.670 á viku fyrir hvert barn undir 17 ára aldri sem er á framfæri hins slasaða.

 

7.7.5.

Endurskoðun tryggingafjárhæða:
Tryggingafjárhæðir verði endurskoðaðar tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí og hækki þá sem nemur breytingum á vísitölu neysluverðs m.v. maí og nóvember ár hvert. Fjárhæðir eru miðaðar við vísitölu neysluverðs í maí 2004.

 

7.7.6.

Ákvæði þessi valda í engu skerðingu á áður umsömdum hagstæðari tryggingarétti launþega.

 

7.7.7.

 

Skilmálar:

Tryggingin tekur gildi um leið og tryggingarskyldur launþegi hefur störf (kemur á launaskrá) en fellur úr gildi um leið og hann hættir störfum (fellur af launaskrá).

 

7.7.8.

Skilmálar séu almennir skilmálar, sem í gildi eru fyrir atvinnuslysatryggingar launþega hjá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga, þegar samkomulag þetta er gert.

Slysatrygging launþega greiðir ekki bætur til starfsmanna þegar tjón hans fæst bætt úr lögboðinni ökutækjatrygging, þ.e. hvort heldur er úr ábyrgðartryggingu eða slysatryggingu ökumanns og eiganda.

 

7.7.9.

Verði vinnuveitandi skaðabótaskyldur gagnvart launþega, sem slysatryggður er samkvæmt samningi þessum, skulu slysabætur og dagpeningar sem greiddir kunna að vera til launþega samkvæmt ákvæðum samnings þessa koma að fullu til frádráttar þeim skaðabótum, er vinnuveitanda kann að verða gert að greiða. Dagpeningar greiðist til vinnuveitanda meðan kaupgreiðsla varir samkvæmt samningi.

 

7.7.10.

Samtök atvinnulífsins lýsa því yfir, að þau muni beita áhrifum sínum fyrir því, að félagsmenn þeirra tryggi alla launþega sína og haldi tryggingunni í gildi.