Lög og reglur
Lög
Reglugerđ sjúkrasjóđs
Reglugerđ orlofssjóđs
Stjórnir og ráđ
Ađalstjórn
Trúnađarmannaráđ
Endurskođendur
Stjórn sjúkrasjóđs
Stjórn orlofssjóđs
Samninganefnd
Kjarasamningar
Laun
Vinnutími
Neyslutímar
Orlof
Forgangsréttur til vinnu
Fyrirtćkjaţáttur
Um Vinnuslys
Vinnu - og hlífđarföt
Sjóđir
Félagsgjöld
Uppsagnarfrestur
Trúnađarmenn
Ágreinismál
Gildistími og uppsagnarfrestur
Kynnisferđir
Guđmundur Jónasson
Fréttir
Fréttayfirlit
Eldrifréttir
Fyrirspurnir/Umsóknir
Spurningar
e-mail
Fyrir Orlofshús
Aðildarumsókn að Sleipni
Myndaalbúm
Húsnæði Sleipnis
Frá samningafundum
Orlofshúsaferð
Gamlar Myndir
Frá félagsfundum
Frá verkfallinu árið 2000
Hótel Geysir vígt árið 1986
Rútur
 
   
Fyrirtækjasamningur: GJ ehf.
   
 

Samningur þessi er gerður á grundvelli fyrirtækjaþáttar kjarasamnings Sleipnis og SA, en sá kjarasamningur gildir í öllum öðrum atriðum en þeim sem hér greinir.

 

1.

Gildissvið.
upp.  

Samningur þessi nær til allra starfsmanna sem taka kjör skv. kjarasamningi Sleipnis og SA.

   
 

2.

Vinnufyrirkomulag.
upp.  

 

Frí í stað vinnu og mánaðarlegar greiðslur yfirvinnuálags:

 

Unnum yfirvinnustundum hjá fastráðnum "heilsársmönnum" hjá Guðmundi Jónassyni ehf. verður breytt í frí en í stað þess að greiða yfirvinnuálagið beint út er það greitt með jöfnum mánaðargreiðslum, sbr. 3. gr. Samkomulag er um að breyta 120 yfirvinnustundum á ári í frí og fastar mánaðargreiðslur en þó að hámarki 30 stundum á mánuði. Uppsafnað frí skal koma fram á launaseðli. Frí er veitt í heilum og hálfum dögum utan annatíma í starfsemi fyrirtækisins í samráði við viðkomandi starfsmann. Starfsmaður heldur dagvinnulaunum sínum í fríi í átta klst. á dag. Við starfslok skal ónotað frí gert upp.

 

 

 

Dæmi:

Mánaðarlaun starfsmanns eru kr. 229.798. Dagvinnukaup er þá kr. 1.325,78 og yfirvinnukaup kr. 2.386,45. Á tímabilinu apríl til september eru 120 yfirvinnutímar ekki greiddir út heldur breytt í frí auk fastrar mánaðargreiðslu, sbr. 3. gr. Uppsafnað frí er þá 120 dagvinnustundir. Þegar kemur að frítöku eru greiddar kr. 1.325,78 á klst.

 

 

 

 

 

3.

Laun.
upp.  

 

Laun skulu vera sem hér segir frá og með 1. febrúar 2024

 

Byrjunarlaun 478.535,37

 

Eftir 1 ár 483.320,24

 

Eftir 3 ár 490.579,47

 

Eftir 5 ár 500.381,95

 

 

 

 

 

Launataxtar GJ:

 

1. febrúar 2024.

Mánaðarlaun.

4,2% álag.

Tímakaup.

Yfirvinna.

Stórhátið.

Fyrsta árið

459.247

478.535

2.760,83
4.969,59
6.579,86

Eftir eins árs starf

463.839

483.320

2.788,44
5.019,28
6.645,65

Eftir 3. ára starf

470.797

490.570

2.830,27
5.094,57
6.745,34

Eftir 5. ára starf

480.213

500.382

2.886,87
5.196,47
6.880,25

 

 

 

 

1. janúar 2025.

Mánaðarlaun.

4,2% álag.

Tímakaup.

Yfirvinna.

Stórhátið.

Fyrsta árið

484.852

505.216

2.914,76

5.246,67

6.946,72

Eftir eins árs starf

489.701

510.268

2.943,91

5.299,14

7.016,19

Eftir 3. ára starf

497.047

517.923

2.988,07

5.378,63

7.121,44

Eftir 5. ára starf

506.988

528.282

3.047,84

5.486,20

7.263,87

 

 

 

 

 

 

1. janúar 2026.

Mánaðarlaun.

4,2% álag.

Tímakaup.

Yfirvinna.

Stórhátíð.

Fyrsta árið

510.455

531.894

3.066,68

5.523,72

7.313,54

Eftir eins árs starf

515.455

537.214

3.099,37

5.578,96

7.386,69

Eftir 3. ára starf

523.293

545.271

3.145,86

5.662,64

7.497,48

Eftir 5. ára starf

533.759

556.177

3.208,77

5.775,90

7.647,43

 

 

 

 

 

 

 

Vegna breytinga á yfirvinnu í frí og vegna hagræðis sem því fylgir greiðir Guðmundur Jónasson ehf. fastráðnum heilsársmönnum 4,2% álag á mánaðarlaun, alla mánuði ársins. Greiðslur þessar innifela orlof og mynda ekki stofn við útreikning vaktaálags og yfirvinnukaups.

 

 

 

Ofangreindir launataxtar innifela þær áfangahækkanir launa sem gert er ráð fyrir í kjarasamningi Bsf. Sleipnis og SA 11. apríl 2024.

 

 

 

4.

Afgreiðsla fyrirtækjasamnings.
upp.  

 

Samningurinn verður borinn undir alla þá sem samkomulaginu er ætlað að taka til í leynilegri atkvæðagreiðslu sem samninganefnd starfsmanna stendur fyrir á sama tíma og aðalkjarasamningur verður borinn upp.

 

Samningurinn telst samþykktur ef hann fær þá stuðning meirihluta greiddra atkvæða.

 

 

 

5.

Áhrif samningsins á ráðningarkjör og gildistími.
upp.  

 

Þau ráðningarkjör sem kveðið er á um í samningi þessum eru bindandi fyrir alla hlutaðeigandi starfsmenn, nema samið hafi verið um önnur kjör og betri kjör með ráðningarsamningi starfsmanns og fyrirtækis.

 

Fyrirtækjasamningur þessi hefur sama gildistíma og aðalkjarasamningur aðila. Hvor samningsaðili getur árlega óskað eftir viðræðum um efni fyrirtækjasamnings þessa.

 

 

Reykjavík, 11. apríl 2024.