|
|
3. KAFLI Um matar- og kaffitíma. |
|
|
|
Matar- og kaffitímar. |
Fæðis og dvalarkostnaður. |
|
|
|
Matar- og
kaffitímar. |
upp. |
|
|
Matarhlé
í ferðum skal vera 1/2 klukkustund á tímabilinu klukkan 12:00
til klukkan 14:00 samkvæmt dagvinnu, en sem næst miðri vakt
í vaktavinnu og telst ekki til vinnutíma. Á útgerðarstað bifreiðar
skal tilhögun matarhléa vera sama og þar tíðkast.
|
|
|
|
Kaffitímar skulu vera tveir, 15 og 20 mínútur að lengd
á hverjum 8 klukkustunda vinnudegi.
|
|
|
|
Sé yfirvinna unnin fram yfir klukkan 21:00 skal vera matarhlé
1/2 klst. á tímabilinu klukkan 18:00 til klukkan 20:00 án
frádráttar á kaupi.
|
|
|
|
Nýtist daglegur vinnutími ekki að fullu, er heimilt að
telja hinn ónýtta tíma, sem greiðslu á kvöldmatarhléi.
|
|
|
|
Ennfremur verði matartími 1/2 klukkustund á tímabilinu
klukkan 03:00 til klukkan 04:00.
|
|
|
|
Í yfirvinnu skulu vera tvö 15. mínútna kaffihlé klukkan
23:00 og klukkan 05:00 án frádráttar á kaupi.
|
|
|
|
Matartímar í yfirvinnu sem falla inn í vinnutímabil,
reiknast sem vinnutímar, og séu þeir unnir skal greiða til
viðbótar vinnutímanum 1/2 klukkustundir fyrir hvern.
|
|
|
|
Fæðis- og dvalarkostnaður. |
upp. |
|
|
Allir bílstjórar, sem ekki ná til heimila sinna í ferðum
skulu fá frítt fæði og annan dvalar- og ferðakostnað.
|
|
|
|
Bifreiðastjórum í ferðum skal eftir föngum tryggð aðstaða
til hvíldar á hvíldartímum. Sé um að ræða ferð þar sem um
næturgistingu er að ræða skal bifreiðastjóra séð fyrir gistingu
í eins manns herbergi með uppbúnu rúmi.
|
|
Það telst til dæmis ekki fullnægjandi aðstaða að gista
í:
|
|
*Svefnpokaplássi.
*Tjaldi.
*Bifreið.
*Húsnæði sem að öðru jöfnu er ekki ætlað til gistingar.
|
|
|
|
Ef um er að ræða svefnpokagistingu í
sér herbergi skal greiða hálfan gistikostnað
samkvæmt neðanskráðu. Sé hvíldaraðstaða
ekki fullnægjandi skal bifreiðastjóri fá
greidda krónur 2.800.- ( júlí 2001) á
nóttina og tekur sú fjárhæð
sömu breytingum og verða á gistikostnaði
innanlands samkvæmt úrskurði Ferðakostnaðarnefndar
ríkisins.
|
|
|
|
Dagpeningagreiðslur til starfsmanna vegna ferða erlendis
fylgi ákvörðunum Ferðakostnaðarnefndar ríkisins hafi fyrirtæki
ekki sérstakar reglur um greiðslu ferðakostnaðar.
|