|
|
|
14. KAFLI Um meðferð ágreiningsmála.
|
|
|
|
Ágreiningsmál. |
|
|
|
Verði ágreiningur um yfirvinnu bifreiðastjóra,
skal vinnuveitenda skylt að veita fulltrúa Bifreiðastjórafélagsins
Sleipnis aðgang að vinnubókum bifreiða þeirra, sem viðkomandi
bifreiðastjóri ók ágreingingstímabilið. Slíkar upplýsingar
eru trúnaðarmál viðkomandi aðila.
|
|
|
|
Atvinnurekanda ber að láta fulltrúa Bifreiðastjórafélagsins
Sleipnis í té skrá yfir starfandi bifreiðastjóra er hjá honum
vinna, þegar þess er óskað.
|
|
|
|
Félag sérleyfishafa og Félag hópferðaleyfishafa
munu mæla með því við félagsmenn sína, að þeir gerist aðilar
að samningi þessum og virði hann.
|
|
|
|
Úrskurði launanefnd ASÍ og SA meiri hækkanir
launa en samningar þeirra kveða á um, skulu launatöflur samnings
þessa breytast í samræmi við það.
|
|
|
|
Lausn ágreiningsmála. |
|
|
|
Rísi ágreiningur
milli starfsmanns og vinnuveitenda skulu aðilar bera fram
kvörtun innan 30 daga við stjórn hins aðilans.
Skulu þær rannsaka ágreiningsatriðin
og ráða þeim til lykta ef unnt er. Hafi stjórnir
beggja aðila eigi komið sér saman um endanlega
lausn ágreiningsins innan tveggja sólarhringa
frá því kvörtunin er sett fram geta
aðilar með samþykki beggja, skotið málinu
til sáttaaðila sem báðir aðilar koma
sér saman um og hefur hann þá úrskurðarvald. |
|
|
|