Hjólreiðar á Íslandi

 ... í fortíð, nútíð og framtíð.

 Aðrir vefir: Umferðarvefur Íslenska fjallahjólaklúbbsins og  Ábendingar Elavars Arnar Reynissonar

22. des. 2006.  Þó Samgönguráðuneytið sólundi almannafé í að breyta Reykjanesbraut í hraðbraut fyrir vélknúna umferð þá hefur ráðuneytið ekki gert ráð fyrir því að sumir fara ekki um á manndrápshraða á mengandi vélum. Og þar sem þetta "vélamálaráðuneyti" er ekki allra, þá þurftu aðrir að sjá um lagningu hjólabrautar milli Hafnarfjarðar og Álversins í Straumsvík.

31. des. 2005. Fyrsta aðgreinda hjólreiðabraut Íslendinga varð loks að veruleika á Laugaveginum í Reykjavík síðla árs 2005. Gerð hennar var pólitísk ákvörðun Árna Þórs Sigurðssonar borgarfulltrúa Vinstri grænna hjá R listanum.  Því miður fyrir hann, borgarbúa og landsmenn alla gerðist þetta fullum tólf árum of seint. Árni Þór er þó fyrsti borgarfulltrúinn til að viðurkenna að hafa gert mistök í valdatíð sinni  t.d. með færslu Hringbrautar.  Batnandi mönnum er því best að lifa og takk fyrir framtakið Árni!

17. des. 2005. Því miður hefur Reykjavíkurborg ekki haft rænu á því að leggja mikilvægustu stíga sem skemmstan veg milli staða Aog B. Borgin virðast fyrst og fremst vera leggja stígana til útivistar ef þeir eru á annað borð kláraðir. Bygging mislægra gatnamóta við Stekkjarbakka voru afglöp inni í miðri byggð. Stígarnir voru ekki lagðir á réttum stöðum enda var ekki haft samráð við samtök þeirra sem nota stígana.

29. nov. 2005.  Glöggt er gests augað. Útlendingum sem til landsins koma rekur oft í roga stans þegar þeir kynnast landanum. Eitt af því sem einkennir okkur íslendinga frá flestum vesturlandabúum er virðingaleysi gagnvart lögum og reglum, ekki síst í umferðini. Það breytist ekki einu sinni þó við stígum úr bílnum. Hér er viðfangsefni einhvers Svíja bílastöður okkar Íslendinga viðsvegar um Reykjavík. Hér sést glöggt vað þetta virðingaleysi getur bitnað á gangandi og hjólandi vegfarendum. Myndasafn 1 og  myndasafn 2

27. apríl. 2003.  Núverandi stjórnvöld Reykjavíkurborgar og ríkis hafa lagt ofurkapp á að auka veg einkabílsins í Reykjavík sem og víðar. Hundruði hektara er miskunarlaust fórnað undir gífurlega víðáttumikil bílamannvirkin. Fórnarlömb þessarar þróunar eru einkum þeir sem kjósa að ferðast með vistvænum hætti þá sérstaklega gangandi og hjólandi vegfarendur. Á mótum  Stekkjarbakka og Breiðholtsbrautar er nú verið að reisa mislæg gatnamót. Þar var mikilvægasti göngustígur Breiðhyltinga eytt í upphafi framkvæmda.

28. des. 2002.  Nú er framkvæmdin við gatnamót Laugarnestanga og Sæbraut lokið.  Það er nokkuð ljóst að enn og aftur var farið í framkvæmdir sem fyrst og fremt þjóna hagsmunum akandi vegfarenda  Það er lika ljóst að hjólreiðar til samgangna eða hjólreiðabrautir eru ekki á dagskrá hjá Reykjavíkurborg.

25. des. 2002.  Í hvert skiptið sem borgin hreyfir skóflu eða annað verkfæri á götum borgarinnar þykir nauðsynlegt að fjalla um það í Útvarpi.  En þegar kemur að samgöngum hjólandi og gangandi skiptir það ekki máli þó helsta samgönguæðin sé sundurskorin með slysagildrum vikum saman eins og við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar

21. nóv. 2002.  Það er hjólreiðamönnum nokkuð ljóst að Reykjavíkurborg leggur ekki metnað í að bæta aðgengi vistvænnar umferðar.  En stundum er hugsunar- og skilningsleysið slíkt að það þykir alveg sérstaklega eftirtektarvert eins og á Laugarnesvegi

3. nóv. 2002  Það er ekki beinlínis hægt að segja að göngustígarnir séu öruggur staður fyrir hjólreiðafólk. Allt skipulag og hönnun þeirra er ómarkviss og umferðareglur óljósar. Hér er saga um slys sem átti sér stað 25. júní 2000

17. okt 2002  LOKSINS! 30 ára bið á enda. Um 200 metra stígakafli malbikaður í september 2002 á einni mikilvægustu leið Árbæinga. Slysagildrur voru þó skildar eftir á þessari leið þó svo að það hefði ekki kostað mikinn tíma eða fyrirhöfn að bæta það.

25. maí 2002.  Í tilefni sveitastjórnakosninga sendi ÍFHK frá sér skýrslu um átstand hjólamála í Reykjavík. Það er nokkuð greinilegt að R-listin hefur ekki áhuga á því að efna það sem lofað hefur verið í ræðum og riti.
26. febrúar 2002  Þó litill snjór hafi verið til þessa í Reykjavík þá geta vinnubrögð Reykjavíkurborgar er varða snjóruðninga ekki talist til fyrirmyndar 
16. september 2001.  Þann 12 sept. s.l. merktu borgarstarfsmenn  hjólaræmu á göngustíginn við Sæbraut. En þar leynast slysagildrur.

  28. janúar 2001.  Myndir af Miklubrautarklúðrinu. Ekki batnar ástandið!  

8. janúar 2001.  Fylgist með Miklubrautarklúðrinu. Ætli Reykjavíkurborg sé að bæta aðstöðu hjólreiðamanna?

 

28. september 2000.  Landsamtök hjólreiðamanna og Íslenski fjallahjólaklúbburinn stóðu fyrir talningu hjólreiðamanna á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

6. september 2000.  Íslenski fjallahjólaklúbburinn birti nýjar myndir á vef sínum af stígum borgarinnar árið 2000. Þar sést skírt að borgin hefur engan áhuga á því að bæta aðgengi hjólreiðafólks hvað þá að bæta fúskið við framkvæmdir í borgini.

Allt frá 1992 hafa hjólreiðamenn tekið myndir af stígakerfi borgarinnar. Þar má sjá ótrúlegt agaleysi í framkvæmdum og áhugaleysi stjórnvalda í því að bæta aðgengi gangandi og hjólandi. Sumt hefur batnað frá árinu 1992 en það er ekkert samanborið við þann kraft sem lagt er í vinnu akvega. Myndirnar eru geymdar á Umferðarvef  ÍFHK

 

Hjólreiðar á Íslandi í 100 ár.

    Hér er á ferðinni BA ritgerð Óskars Dýrmundar Ólafssonar sem skráði sögu hjólreiða á Íslandi milli árana 1890 til 1993. Alltaf má við þessa sögu bæta til að hún verði sem best úr garði gerð. Vefstjóri Náttúru óskar eftir gömlum myndum þar sem reiðhjól sjást að meira og minna leiti. Ferðasögur eða einstakar frásagnir eða tilvísanir í frásagnir í bókum eru líka vel þegnar. Vinsamlegast sendið póst til Náttúru .

Fálkinn hf  á sér merka iðnaðar- og verslunarsögu á Íslandi. Þá sögu má lesa á heimasíðu þeirra. 

ATHUGIÐ! Allt efni um þína hjólreiðareynslu er vel þegið hversu "litilfjörlegt" sem þér þykir það vera. Myndir eða sögur.

 

 

Aðgengi hjólreiðafólks

    Helsta vandamál hjólreiðafólks á Íslandi er að Hjólreiðastígar eru ekki í vegalögum eins og í nær öllum nágrannalöndum. Þetta er eitt mikilvægasta öryggis- og aðgengismál íslenskra hjólreiðamanna, þá sérstaklega þegar átroðningur einkabíla á umhverfi og gatnakerfi verður sífelt meiri ári til árs. Því miður hafa þingmenn ekki sýnt hjólreiðum skilning eða áhuga enda eru þeir eins og flestir íslendingar afskaplega illa upplýstir um ágæti reiðhjólsins. Þegar þetta er skrifað þá er það vonandi að breytast enda leggja bæði ÍFHK og LHM áherslu á að ná eyrum þingmanna. Þá fyrst geta hjólreiðastíga milli sveitarfélaga orðið að veruleika.

      Allt frá árinu 1992 hafa meðlimir Íslenska fjallahjólaklúbbsins safnað og tekið myndir af stígakerfi borgarinar. Ýmislegt hefur farið á betri veg enda stóð borgin að endurbótum á stígakerfinu, að mestu leiti á árunum 1996 til 1997. Var það gert í þágu sjónskerta og þeirra sem nota hjólastóla. Það nýttist svo ágætlega byrjendum hjólreiða.  Ýmsir sem ekki höfðu þorað að nota reiðhjólið vegna torfæra stíga þorðu nú að draga fram reiðhjólið án þess að falla af himinháum köntum í veg fyrir bíla eða skella á þeim,  sprengja dekk eða brjóta gjarðir. Borgin hefur hinsvegar ekki sýnt því nokkurn áhuga að koma upp nothæfu hjólreiðastígakerfi sem nýst gæti til samgangna. Reykjavíkurborg er aðili að Álaborgarsáttmálanum og Car free city club. Bæði þessi sáttmáli og þessi klúbbur hvetja aðildarborgir til að hægja á flæði einkabíla enn þess í stað að auka almenningssamgöngur og HJÓLREIÐAR. Ekki hefur borgin sýnt því áhuga að koma upp nothæfu hjólreiðastígakerfi heldur þvert á móti stuðlað enn frekar að aukinni einkabílavæðingu. Með uppbyggingu víðáttumikilla umferðamannvirkja hafa vegalengdir gangandi og hjólandi aukist til muna þar sem sú umferð fær alltaf að víkja fyrir umferðamannvirkjunum. Eina vísbendingin sem sjá má að Reykjavíkurborg hafi munað eftir hjólreiðafólki er að láta þeim í té 1/3 af einum göngustíg sem einn og sér getur ekki nýst sem samgöngukerfi hjólreiða í Reykjavík. Frá Ægissíðu upp í Víðidal. Sá stígur og fleiri verða sýndir á þessari síðu í máli og myndum þar sem fjallað verður um kosti þeirra og gall.