LOKSINS! 30 ára bið á enda.

Um 200 metra stígakafli malbikaður í september 2002 á einni mikilvægustu leið Árbæinga. Trérampurinn er farinn.

 

Trérampurinn farin fyrir fullt og allt. Takk Reykjavík  Möl og malbik er slétt að hitaveitustokknum. Stígurinn er án kanta og með vegöxl.

En ekkert er svo fullkomið að á því sé ekki galli. Þá á allavega alltaf við þegar stígar og Reykjavík eru annars vegar. Allar framkvæmdir við stígana eru eins og plástrar á fílsrassi. Reykjavíkurborg fer ekki eftir heilsteyptri áætlun við stígagerð sem tekur mið af samgöngum. Því fer oft eins og hér. Stígurinn tekur aðeins mið af umferð sem kemur ofan úr dalnum en ekki frá göngunum (til vinstri) Að öllum líkindum eiga einhverjir eftir að hrasa í þessari kröppu beygju í hálkutíð. Stígurinn hallar út úr beygjunni svo fólk gæti eins endað út í Elliðaá.  Þegar eru farin að myndast hjólför í moldarsvaðinu þar sem malbikið hefði þurft að ná.

 Síðan liggur stígurinn meðfram háu moldarbarði þar sem gæti orðið fremur snjóþungt. Tíminn á eftir að leiða það í ljós hvort þarna verði mikill klaki.

Á meðan myndatöku stóð varð árekstur á Breiðholtsbrautinni með miklu tjóni. Var gatan of bein og greið, eða eru bílarnir bara svona misheppnuð tæki?

Líklega var veðrið of gott fyrir bíleigendur....

....en trommusólóið endaði með 11 bíla árekstri. Minnti það einna helst á tónverk eftir Philip Glass

Stígagerðin var svo vel úr garði gerð að hugsað hafði verið fyrir því að yfirborðsvatn gæti runnið undir stíginn. en ekki yfir hann að vanda. Líklega aðeins vegna þess að það hentaði betur aðkomunni að þessu jarðhýsi

En þegar á hitaveitustokkin var komið þá blöstu við óbreyttar slysagildrur

Með óuppfylltum skurði sem skapa óöryggi vegfarenda. Hér er eitt þeirra dæma sem fær almenning ofan af því að ferðast vistvænt.

Subbuleg slysagildra. Á þessum stað er 3 metar hátt fall ofan í grýtta jörð. Há sina er það eina sem eykur öryggiskennd vegfarenda.

Er ekki einhver tilbúinn til að drífa í þessu og hálsbrjóta sig á þessum stað. Það gæti verið til þess að ekki þurfi að bíða önnur 30 ár eftir úrbótum milli Elliðaáa

Er einhver sem heldur því fram að Reykjavíkurborg stuðli að auknum hjólreiðum?