Víst hjóla einhverjir!!

Miðvikurdaginn 28. september árið 2000 stóðu Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) í samstarfi við Íslenska fjallahjólaklúbbinn (ÍFHK) fyrir talningu á hjólreiðamönnum. Talið var á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar milli klukkan 7.00 og 19.00, í björtu og stilltu veðri.

Á þessu tímabili fóru 320 hjólreiðamenn um gatnamótin og flestir urðu þeir 50 á einni klukkustund, sem gerðist þrisvar.

Í júní síðastliðnum var talið á nokkrum stöðum í Reykjavík milli klukkan 7.00 og 9.00. Það var gert til að fá hugmynd um þann fjölda sem notar reiðhjólið til að komast til og frá vinnu. Veðrið var með verra móti, rigning og rok svo ætla má að færri hafi hjólað þennan dag en ella. Á gatnamótum Hringbrautar og Snorrabrautar reyndist stærsta klukkustundin vera 33 hjólreiðamenn þrátt fyrir veðurofsann.

Niðurstaða þessara tveggja talninga er mikilvægt lóð á vogarskál hjólreiðamanna fyrir bættri aðstöðu. Það eru víst einhverjir sem hjóla!

 

Vefsíða Náttúru