Þetta er bara stígur!

Dæmigert skeytingaleysi í framkvæmdum við gatnamót Grensásvegar og Miklubraut.

27.okt. 2002 minntist Páll Guðjónsson á umræðuvef  ÍFHK á sundurtættan stíginn við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar. Þá var liklega ekki liðin vika frá því stígurinn hafði verið grafin upp. Þessi gröftur átti sér ekki stað aðeins á einum stað við gatnamótinn, heldur á öllum fjórum hornunum gatnamótana.

2. nóv. 2002 Skurðirnir voru enn óhreifðir og lítið að gerast á þessum stað. Öryggisborðarnir voru nú farin að fjúka burt. Skurðirnir voru því galopnir og biðu eftir fórnarlömbum.

12. nóv. 2002  Það leit út fyrir að verkamenn borgarinnar höfðu tekið sér orlof eða nokkuð langt matarhlé.

19. nóv. 2002 Nú hafði liklega einhver slasað sig því einhver hafði girt band umhverfis slysagildruna

23. nov. 2002  Hér voru liðnar nærri 4 vikur frá því framkvæmdin hófst og náttúruöflin farinn að vinna með vegfarendum. Drulla og annar malbikssalli af götuni var nú óðum að filla skurðinn. Það stefndi því allt í að mikilvægasti stígur borgarinnar yrði aftur fær eftir 2-3 ár. Hjólandi og gangandi vegfarendur hafa svo sem áður þurft að sýna slíka biðlund á Íslandi.

26. nov. 2002 Það var eins og einhverjar moldvörpur væru að vinna þarna. Mölin átti það til að hreyfast úr stað. Fyrir suma vegfarendur var þetta hreinasta helvíti og fullur mánuður liðin frá upphafi framkvæmda.

28. nóv. 2002 Úps! einhver komin úr kaffi. Skurðirnir fylltir af möl.

1. des. 2002. Sem betur fer þá fraus sandurinn fljótlega eftir að hann kom á svæðið því annars hefðu hjólreiðamenn geta endastungist í óþjappaðan sandinn.

7. des. 2002. Sko til, hér er byrjað að raða grjótinu, en hér voru þeir liklega farnir mat sem tók viku.

14. des. 2002 ÞAÐ TÓKST!!!! Það tók borgina síðan aðra viku að fjarlægja sandbingina og snyrta svæðið eftir sig.

Ef þetta hefði verið Miklubrautin fyrir akandi umferð haldið þið að svona hefði verið staðið að málum?

Á sama tíma og framkvæmdin átti sér stað við Grensásveg / Miklubraut var borgin með gröft og skurð við Reykjavíkurhöfn. Sú framkvæmd tók mun skemmri tíma en þá notaði borgin stálplötu yfir skurðin svo bílar kæmust leiðar sinnar.

Hvers vegan voru ekki notaðar stálplötur á göngustígnum við Miklubraut?

Því miður þá eru það opinberir aðilar sem hindra framgang hjólreiða á Íslandi, ekki veður eða landslag eins og haldið hefur verið fram.

Til baka á Hjólreiðar Ísland