Reykjavík á nýrri öld

Fúskið við Miklubraut 6. janúar 2001

Landsamtök hjólreiðamanna (LHM) sendu frá sér athugasemd vegna breikkunar Miklubrautar. Var minnt á að stígurinn meðfram Miklubraut væri stofnstígur og því ætti að taka fullt tillit til þess í endurgerð hanns og þá sérstaklega þegar akbraut fer þvert á stíginn. (Sjá athugasemd á vef LHM) Ekki er að sjá að borgaryfirvöld hafi nokkurn áhuga á að stuðla að auknum hjólreiðum. Það er í raun merkilegt að nokkur skuli hjóla um þessar vegleysur sem stígakefi borgarinnar eru. Hvernig í ósköpunum er hægt að tala um  "Heilsuborgina Reykjavík" á sama tíma og ekki er hægt að ganga eða hjóla um hana slysalaust? Það skal tekið fram að myndirnar hér fyrir neðan eru af göngustígnum við Miklubraut. Hjólreiðabrautir eru EKKI til á Íslandi. Því verða hjólreiðamenn að vera út á akbrautum (þó það sé ekki öllum ökumönnum ljóst).  Hins vegar mega hjólandi notast við göngustíga en þá víkja fyrir gangandi umferð (sjá umferðarlög).  Í athugasemd LHM er tekið á þessu svo að við endurhönnun stígsins samhliða breikkun Miklubrautar yrði tekið tillit til hjólreiða sem samgöngutækis. Þetta var því gott prófmál á það hvort borgaryfirvöld ætluðu að standa við gefin loforð um að auka hjólreiðar í borginni. Við erum ekki aðeins að tala um helstu samgönguæð borgarinnar fyrir bíla heldur lika fyrir hjólandi og gangandi. Hér fyrir neðan verða sýnd nokkur "vinnuslys" á stuttum kafla við Miklubraut, frá Stakkahlíð að Grensásvegi. 

MVC-001F.JPG
MVC-001F.JPG

Við Stakkahlíð - Miklubraut. Fremst á myndini má sjá að ekki hefur verið gengið frá gangstéttarhellum eftir jarðvinnu sem unnin var mörgum mánuðum áður en þessi mynd var tekin. Handan götunar er skilti á miðjum stíg sem skapar hættu fyrir hjólandi umferð þar sem beygjan verður krappari. Engin umferðarskilti vara akandi umferð við gangandi og hjólandi umferð, þó svo trjárunnar myndi blindhorn á þessum stað. (sjást ekki á mynd)

MVC-002F.JPG
MVC-002F.JPG

Eitt stærsta vandamál sem hjólandi og gangandi standa frammi fyrir er kjánaleg hönnun gatnamóta og röng uppsetning umferðarljósa. Það að hafa umferðarljós handan götunnar en ekki aðeins við stöðvunarlínur verður þess valdandi að bílar stöðva sjaldnast við stöðvunarlínur heldur staðnæmast á gangbrautum og jafnvel öfugum megin við þær. Þetta er eitt þeirra alvarlegu dæma þar sem bílaumferð lýtur sínum eigin lögmálum í umferðinni, óháð því hvort önnur umferð sé til staðar eða ekki. Það er því ekki að undra þó virðing gagnvart umferðarlögum sé litil á Íslandi.

MVC-003F.JPG
MVC-003F.JPG

Á meðan á framkvæmdum stóð við breikkun Miklubrautar skapaði vinnuskúr frá verktökum slysahættu við þetta horn (sjá nánar á vef LHM). Svo virðist sem verktakar séu farnir og framkvæmdum sé lokið. En ekki bólar enn á endurbótum á stígnum sunnan Miklubrautar (sem sést á þessari mynd) samkvæmt teikningum . Breikkun akbrautarinnar er þó löngu lokið. Ekki eru sýnileg nein skilti sem gefa til kynna að endurbæta eigi stíginn og hvenær verklok séu áætluð. 

MVC-004F.JPG
MVC-004F.JPG

Þó breikkun Miklubrautar hafi gengið leiftursnöggt fyrir sig virtist ekki hafa verið til mannskapur til að vinna við stíginn. Þess í stað var nægur mannskapur látinn skera Reykjavík í sundur með girðingu en því verki var lokið þegar þessar myndir voru teknar. Því miður er Reykjavík hönnuð fyrst og fremst  fyrir mengandi manndrápsbíla.

MVC-005F.JPG
MVC-005F.JPG

Í athugasemd LHM var lagt til að stígurinn færi í göng undir Háaleitisbraut (sjá LHM vef). Ekki er sú framkvæmd sýnileg. Þess í stað liggur stígurinn í sveigjum og beygjum yfir Háaleitisbraut þar sem bílar troða á rétti gangandi og hjólandi (sjá mynd. MVC-002F.JPG og texta). Sá réttur ökumanna að mega taka hægri beygju fram hjá umferðarljósum er eitt af stærstu umferðarvandamálum Íslendinga. Ökumönnum er gefinn kostur á að troða á rétti annarra vegfarenda sem skapar ótvíræða slysahættu.

MVC-006F.JPG
MVC-006F.JPG

Svo virðist sem stígurinn eigi ekki að liggja í framhaldi af þessari skrautlegu umferðareyju, því búið er að steypa vegkantinn í fullri hæð og framhaldið er drulluflag. Vonandi verður frost á þessum stað um ókomna framtíð svo hægt verði að fara þar um þurrum fótum

MVC-007F.JPG
MVC-007F.JPG

Merkilegt, hvers vegna eru stígar ávalt lagðir af kófdrukknum mönnum? Eilífar sveigjur og beygjur til að gera þessar samgönguæðar tafsamar og svo gott sem ónothæfar. Hér virðist stígurinn eiga eftir að liggja í undarlegum sveig. Meira að segja fjarri þeim stað sem teikningar gáfu til kynna. Trjágreinarnar mynda síðan blindbeygju.

MVC-008F.JPG
MVC-008F.JPG

Í athugasemd LHM var bent á það að stígurinn meðfram Miklubraut væri stofnbraut. Því ætti hann að liggja beint yfir akbrautir sem lægju þvert á stíginn. Það átti því að taka á fyrrgreindum hægribeygju- og umferðarljósavanda. En að vanda virðist sem brjóta eigi á rétti gangandi og hjólandi með hefðarrétti einkabíla. Sú regla að göngubraut fari skemmstu leið yfir akbraut skapar aðeins slysahættu fyrir hjólandi umferð. Þar sem gangandi og hjólandi fara yfir hægribeygju akbrautar hefur nær undantekningarlaust vantað viðvörunarmerki. Á meðan bíllinn þarf aðeins að fara 10 metra fara hjólandi og gangandi 20 metra. Að sama skapi verða snjóruðningar erfiðari og tafsamari þ.e.a.s. ef rutt er á annað borð. 

MVC-009F.JPG
MVC-009F.JPG

Ómerktar holur, skurðir og ræsi eru ótrúlega algeng sjón á stígum. Það virðist helst sem fúskararnir grafi fyrst og geri helst ekkert fyrr en gröfin hefur valdið sem mestu tjóni mánuðum saman. Það vill svo til að þarna hefur verið fremur snjólétt svo slysagildran er ekki falin undir snjó.

MVC-011F.JPG
MVC-011F.JPG

Hér má nota sömu orð og eiga við mynd MVC-008F.JPG. Hönnunin beinist að því að troða á rétti gangandi og hjólandi og gera ferð þeirra lengri og tafsamari. Hér bað LHM um úrbætur en ástandið hefur aðeins versnað. Hér má þó sjá fyrstu endurbótina í þessari myndasyrpu sem tengist breikkun Miklubrautar. Sem sagt nýtt malbik í stað stígs sem var löngu orðinn ónýtur og ekkert viðhald hafði fengið í hálfa öld. LHM bað hins vegar um að stígurinn yrði fjögurra metra breiður og hækkaður upp um 10-20 cm yfir umhverfi sitt svo að vatn og snjó festi síður á honum. Þarna á þessum kafla er hann þriggja metrar breiður og niðugrafinn!

MVC-012F.JPG
MVC-012F.JPG

Á miðjum stíg fannst verkfræðingunum tilvalið setja rafmagnskáp. Úr hvaða skóla útskrifuðust þessir kjánar? Hægra megin við skápinn má sjá hvítan jeppa. Ef farið hefði verið að tillögum LHM hefði hann staðið við stöðvunarlinu og beggja vegna hliða hans hefðu staðið einu umferðarljósin sem hann ætti að taka tillit til. Svo virðist sem troða eigi á rétti gangandi og hjólandi og gera leið þeirra lengri og torfærari að vanda.

MVC-013F.JPG
MVC-013F.JPG

Ef fúskararnir á annað borð byrjuðu hvers vegna kláruðu þeir ekki verkið? Allt tætt upp en svo er allt skilið eftir sundurtætt aðeins til að skapa slysahættu. Flestir kjósa því að ferðast á einkabílum sem ávalt hafa greiða leið jafnvel þó svo að framkvæmdir standi yfir.

MVC-015F.JPG
MVC-015F.JPG

Enn og aftur sama gamla tuggan. Vegna færslu stígsins verður það til þess að leiðin verður lengri og kræklóttari þar sem hún þarf að liggja fram fyrir stöðvunarlinu ökumanna sem er allt of nálægt gatnamótum. Það verður svo spennandi að vita hvenær malbikað verður yfir mölina sem þarna má sjá við enda nýja stígsins

MVC-016F.JPG
MVC-016F.JPG

Lengi getur vont versnað. Í tillögum LHM var bent á að færa stíginn norður fyrir bensínstöðina og umferðarslaufuna að Kringluni (til vinstri á mynd). Svo virðist sem eitthvað hafi farið úskeiðið, því ástandið hefur aðeins versnað. Eins og staðan er þarna þá er best fyrir hjólreiðamanninn að skella sér út á akbrautina, fara inn á víðáttumikið bensínstöðvarplanið og halda leið sinni áfram út á Miklubrautina, að Kringlumýrarbraut eða fara eftir þröngum og varasömum göngustígnum. (sjá myndir fyrir neðan)

MVC-018F.JPG
MVC-018F.JPG

Þegar farið er frá bensínstöðini hafa hjólreiðamenn um tvennt að velja. Fara út á Miklubraut eða fara um þröngan göngustíg milli handriðs og vegriðs (2 metrar) þar sem þeir geta átt það á hættu að brjóta leggi eða rífa töskur á skrúfum sem standa út úr óvörðu og alltof lágu vegriðinu. (mynd MVC-019F.JPG hér fyrir neðan) Á myndini hér fyrir ofan má lika sjá tætt vegriðið á stað sem löngum hefur verið stórhættuleg hjólreiðfólki. (Sjá frekar á vef LHM)

)MVC-019F.JPG
MVC-019F.JPG
 Nokkuð athyglisvert ekki satt? Hér er hinsvegar stefna  Reykjavíkurborgar ?

Sendu álit þitt til Náttúru HÉR

 

Vefur Náttúru