Verslunarferðin
Ég var eitt sinn á gangi eftir Laugaveginum er ég rakst á búð sem ég hafði aldrei tekið eftir áður. Á skilti sem stillt var út í glugga búðarinnar las ég, Himnasælgæti.
Forvitni mín var vakin, svo ég gekk nær til að skyggnast inn, þegar ég nálgaðist þá sveifluðust dyrnar upp á gátt. Mér brá svolítið en gekk samt inn.
Þegar inn var komið hugsaði ég með mér, mér hlýtur að vera að dreyma, því allt í kringum mig og um alla búðina voru englar auk fjölda fólks sem gekk með búðarkörfur og týndi vörur ofaní þær.
Einn engilinn brosti til mín og rétti mér körfu og sagði, má ég ekki bjóða þér að litast um, kannski sérðu eitthvað sem þér líkar. Enn eins og í leiðslu yfir því sem ég sá, brosti ég hikandi, þáði körfuna og gekk inn eftir búðinni.
Maður á mínum aldri vatt sér að mér og sagði. Veistu hér er bara allt sem maður þarfnast og ef maður getur ekki borið allt, eða þarf meira af einhverju þá getur maður bara komið aftur, maðurinn var augljóslega mjög spenntur. Ég kinkaði kolli og muldraði eitthvað kurteislega en áhugi minn var vakinn.
Ég byrjaði á því að fá mér skammt af þolinmæði og kærleikurinn var þar í sömu hillu. Neðar í ganginum sá ég pakka sem stóð á Skilningsríkur, ég náði mér í 1 stk. og hugsaði með mér, þetta þarf ég hvert sem ég fer.
Nú var ég orðinn verulega spenntur og hugsaði með mér, ég verð að láta fleiri vita af þessari búð en fyrst ætlaði ég að ná mér í það sem ég þyrfti fyrir mig.
Ég náði mér í box af visku, tvo poka af trú og mannúð var þar skammt frá. Og Heilagur Andi, ég gat ekki misst af honum, hann var allstaðar að finna.
Nú var ég virkilega kominn í stuð og leit brosandi í kringum mig. Engill kinkaði til mín kolli, rétti út aðra höndina, kreppti hnefann og setti þumalfingurinn upp, augljóslega ánægður með mig.
Ég náði mér í skammt af styrk og svo hugrekki, til þess að hjálpa mér á göngunni. Nú var karfan að fyllast en ég varð að ná mér í meira.
Þá mundi ég eftir náðinni, ég þarfnast hennar og um leið og ég tók náðina, kaus ég endurlausn, hvorutveggja var ókeypis. Um leið fylltist hjarta mitt tilfinningu sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður og ég átti bágt með að halda aftur af tárunum og hjarta mitt fylltist gleði og fögnuði.
Karfan var orðin troðfull svo ég gekk að afgreiðsluborðinu til að borga fyrir vörurnar og hugsaði með mér, líklega er ég kominn með allt sem ég þarfnast til að gera vilja Meistarans.
Á leið minni að kassanum tók ég eftir bæninni og kom henni fyrir í körfunni, því að ég vissi að ég mundi þarfnast hennar í öllu því sem ég mundi mæta í lífinu.
Ég sá einnig frið og gleði og setti undir höndina því karfan var full. Þegar ég var að vera kominn að borðinu tók ég eftir lof- og þakkargjörð og setti undir hina höndina.
Ég hrúgaði þessu á afgreiðsluborðið, leit á engilinn sem stóð bjartur og brosandi við afgreiðsluborðið. Hvað skulda ég, spurði ég hann. Ekkert, taktu þetta bara með þér hvert sem þú ferð, svaraði hann.
Nei sagði ég vantrúaður, í alvöru hvað skulda ég? Hann leit djúpt í augu mér og kærleikur skein úr hverjum andlitsdrætti. Vinur sagði hann og rétti mér vörurnar, Jesús greiddi gjaldið fyrir þig.
Ég tók við vörunum og gekk út, í hjarta mínu var friður sem ég hafði aldrei fundið áður og ég áttaði mig á því að sagan af Jesú á krossinum var sönn, því innra með mér var líf sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður.
Frá því að þetta gerðist eru nokkur ár, ég hef stundum kíkt í búðina og er alltaf jafn þakklátur fyrir að hafa gengið þar inn er ég kom fyrst. Því þar fann ég nokkuð sem ég vil aldrei sleppa og jafnast ekki á við nokkuð sem ég hef kynnst áður. Nefnilega trúna á Jesúm Krist.
Höfundur ókunnur.
Þýtt og endursagt: Heiðar Guðnason.
Forvitni mín var vakin, svo ég gekk nær til að skyggnast inn, þegar ég nálgaðist þá sveifluðust dyrnar upp á gátt. Mér brá svolítið en gekk samt inn.
Þegar inn var komið hugsaði ég með mér, mér hlýtur að vera að dreyma, því allt í kringum mig og um alla búðina voru englar auk fjölda fólks sem gekk með búðarkörfur og týndi vörur ofaní þær.
Einn engilinn brosti til mín og rétti mér körfu og sagði, má ég ekki bjóða þér að litast um, kannski sérðu eitthvað sem þér líkar. Enn eins og í leiðslu yfir því sem ég sá, brosti ég hikandi, þáði körfuna og gekk inn eftir búðinni.
Maður á mínum aldri vatt sér að mér og sagði. Veistu hér er bara allt sem maður þarfnast og ef maður getur ekki borið allt, eða þarf meira af einhverju þá getur maður bara komið aftur, maðurinn var augljóslega mjög spenntur. Ég kinkaði kolli og muldraði eitthvað kurteislega en áhugi minn var vakinn.
Ég byrjaði á því að fá mér skammt af þolinmæði og kærleikurinn var þar í sömu hillu. Neðar í ganginum sá ég pakka sem stóð á Skilningsríkur, ég náði mér í 1 stk. og hugsaði með mér, þetta þarf ég hvert sem ég fer.
Nú var ég orðinn verulega spenntur og hugsaði með mér, ég verð að láta fleiri vita af þessari búð en fyrst ætlaði ég að ná mér í það sem ég þyrfti fyrir mig.
Ég náði mér í box af visku, tvo poka af trú og mannúð var þar skammt frá. Og Heilagur Andi, ég gat ekki misst af honum, hann var allstaðar að finna.
Nú var ég virkilega kominn í stuð og leit brosandi í kringum mig. Engill kinkaði til mín kolli, rétti út aðra höndina, kreppti hnefann og setti þumalfingurinn upp, augljóslega ánægður með mig.
Ég náði mér í skammt af styrk og svo hugrekki, til þess að hjálpa mér á göngunni. Nú var karfan að fyllast en ég varð að ná mér í meira.
Þá mundi ég eftir náðinni, ég þarfnast hennar og um leið og ég tók náðina, kaus ég endurlausn, hvorutveggja var ókeypis. Um leið fylltist hjarta mitt tilfinningu sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður og ég átti bágt með að halda aftur af tárunum og hjarta mitt fylltist gleði og fögnuði.
Karfan var orðin troðfull svo ég gekk að afgreiðsluborðinu til að borga fyrir vörurnar og hugsaði með mér, líklega er ég kominn með allt sem ég þarfnast til að gera vilja Meistarans.
Á leið minni að kassanum tók ég eftir bæninni og kom henni fyrir í körfunni, því að ég vissi að ég mundi þarfnast hennar í öllu því sem ég mundi mæta í lífinu.
Ég sá einnig frið og gleði og setti undir höndina því karfan var full. Þegar ég var að vera kominn að borðinu tók ég eftir lof- og þakkargjörð og setti undir hina höndina.
Ég hrúgaði þessu á afgreiðsluborðið, leit á engilinn sem stóð bjartur og brosandi við afgreiðsluborðið. Hvað skulda ég, spurði ég hann. Ekkert, taktu þetta bara með þér hvert sem þú ferð, svaraði hann.
Nei sagði ég vantrúaður, í alvöru hvað skulda ég? Hann leit djúpt í augu mér og kærleikur skein úr hverjum andlitsdrætti. Vinur sagði hann og rétti mér vörurnar, Jesús greiddi gjaldið fyrir þig.
Ég tók við vörunum og gekk út, í hjarta mínu var friður sem ég hafði aldrei fundið áður og ég áttaði mig á því að sagan af Jesú á krossinum var sönn, því innra með mér var líf sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður.
Frá því að þetta gerðist eru nokkur ár, ég hef stundum kíkt í búðina og er alltaf jafn þakklátur fyrir að hafa gengið þar inn er ég kom fyrst. Því þar fann ég nokkuð sem ég vil aldrei sleppa og jafnast ekki á við nokkuð sem ég hef kynnst áður. Nefnilega trúna á Jesúm Krist.
Höfundur ókunnur.
Þýtt og endursagt: Heiðar Guðnason.
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim