mánudagur, ágúst 16, 2004

Það er sól í sálu minni í dag.

Það er sól í sálu minni í dag og sumarmorgun
rós og ég er jafnan himinsæll, því Jesús er mitt ljós.

Kór: Eilíft sólskin, eilíft sólskin, meðan áfram rennur
tímans hjól. Til mín Jesú auglit brosir blítt, eins
og björtust morgunsól.

Það er sæla í minni sál í dag, hún syngur þakkargjörð,
og Jesús heyrir hjartans tón, sem hér ei næst á jörð.

Það er vor svo dýrðarbjart í dag, því Drottinn
er mér nær. Í hug mér anga himinblóm og hörpu dúfan slær.

Það er unun, ást og von í dag í anda mínum hér,
ég hefi fjársjóð helgan, sem á himni geymdur er.

Elisa Hewitt - S.S.
Hörpustrengir - Sálmur 4


Frábær texti sem mig langaði að deila með ykkur.