Andleg þjálfun
Ég hef undanfarið verið að velta fyrir mér nauðsyn andlegrar þjálfunar og á ég þá við iðkun kristinnar trúar. Stundum hefur mér fundist brenna við að menn tækju á móti náðinni og gæfu líf sitt Kristi en gerðu svo ekkert meira með það.
Þá kannt þú að spyrja: Er það ekki nóg? Kom ekki Kristur til að frelsa heiminn og hafi maður tekið á móti honum er einhvers fleira þörf? Sagði ekki Drottin við Pál að náð hans nægði honum (I Kor. 12.9)?
Jú vissulega nægir náð Guðs til þess að maður verði hólpinn, um það snýst náðin. Ef við trúum þá erum við hólpinn (Róm. 10.9).
En er þá ekkert meira og er hjálpræði okkar engin hætta búin?
Mig langar að vitna í orð Páls í I Kor. 9.24-27 og biðja þig um að lesa textann:
Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig, að þér hljótið þau. Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vindhögg slær. Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum, til þess að ég, sem hef prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur verða gjörður rækur.
Páll er hér að tala um sjálfan sig við söfnuðinn í Korintu. Í þessum versum svarar Páll því sem ég er að velta fyrir mér. Hann þjálfar sjálfan sig, vegna þeirrar þjálfunar hleypur hann ekki stefnulaust, vegna þeirrar þjálfunar slær hann engin vindhögg og hann gerir sér grein fyrir því að þjálfi hann sig ekki, er honum bráð hætta búin.
Páll talar um náðina við mörg tækifæri í bréfunum sem hann skrifar og það er á hreinu að það eina sem við þurfum að gera er að þiggja náðina, hún er gjöf sem við getum ekki unnið okkur inn. En ef við ætlum halda lífi, þá þurfum við að þjálfa okkur.
Taktu þér tíma á hverjum degi til að koma fram fyrir Guð í bæn og ekki bara ef þig langar til þess. Talaðu við Drottinn og leyfðu honum að tala við þig. Taktu þér tíma á hverjum degi til að lesa í orðinu, því þó að orðið (Kristur) búi innra með þér, þá gaf Guð okkur ekki ritninguna til að láta hana rykfalla. Taktu orðið og gerðu það að hluta minnis þíns rétt eins og það sem þú lærðir í skóla er hluti af minni þínu og rifjast upp þegar þú þarft á því að halda. Ekki láta neinn letja þig til lesturs ritningarinnar og notaðu hverja stund til að fylla minni þitt orðinu.
Ég hvet alla sem lesa þessar línur að leggja bænina og orðið í grunninn sem þú stendur á. Æfðu þig, þjálfaðu þig, það er um líf og dauða að tefla, ef það var þannig hjá Páli er það þannig líka hjá okkur.
Guð blessi þig og gefi þér góðan dag !
Þá kannt þú að spyrja: Er það ekki nóg? Kom ekki Kristur til að frelsa heiminn og hafi maður tekið á móti honum er einhvers fleira þörf? Sagði ekki Drottin við Pál að náð hans nægði honum (I Kor. 12.9)?
Jú vissulega nægir náð Guðs til þess að maður verði hólpinn, um það snýst náðin. Ef við trúum þá erum við hólpinn (Róm. 10.9).
En er þá ekkert meira og er hjálpræði okkar engin hætta búin?
Mig langar að vitna í orð Páls í I Kor. 9.24-27 og biðja þig um að lesa textann:
Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig, að þér hljótið þau. Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vindhögg slær. Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum, til þess að ég, sem hef prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur verða gjörður rækur.
Páll er hér að tala um sjálfan sig við söfnuðinn í Korintu. Í þessum versum svarar Páll því sem ég er að velta fyrir mér. Hann þjálfar sjálfan sig, vegna þeirrar þjálfunar hleypur hann ekki stefnulaust, vegna þeirrar þjálfunar slær hann engin vindhögg og hann gerir sér grein fyrir því að þjálfi hann sig ekki, er honum bráð hætta búin.
Páll talar um náðina við mörg tækifæri í bréfunum sem hann skrifar og það er á hreinu að það eina sem við þurfum að gera er að þiggja náðina, hún er gjöf sem við getum ekki unnið okkur inn. En ef við ætlum halda lífi, þá þurfum við að þjálfa okkur.
Taktu þér tíma á hverjum degi til að koma fram fyrir Guð í bæn og ekki bara ef þig langar til þess. Talaðu við Drottinn og leyfðu honum að tala við þig. Taktu þér tíma á hverjum degi til að lesa í orðinu, því þó að orðið (Kristur) búi innra með þér, þá gaf Guð okkur ekki ritninguna til að láta hana rykfalla. Taktu orðið og gerðu það að hluta minnis þíns rétt eins og það sem þú lærðir í skóla er hluti af minni þínu og rifjast upp þegar þú þarft á því að halda. Ekki láta neinn letja þig til lesturs ritningarinnar og notaðu hverja stund til að fylla minni þitt orðinu.
Ég hvet alla sem lesa þessar línur að leggja bænina og orðið í grunninn sem þú stendur á. Æfðu þig, þjálfaðu þig, það er um líf og dauða að tefla, ef það var þannig hjá Páli er það þannig líka hjá okkur.
Guð blessi þig og gefi þér góðan dag !
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim