Að segja eða þegja.
Hamingjusamlega gift kona opnaði slúðurblað nokkurt sem hún gjarnan keypti öðru hvoru og las sér til skemmtunar. Án þess að hafa litið á forsíðu blaðsins fletti hún því án þess að reka augun í neitt áhugavert, aðeins slúður um það hver var hvar og svo framvegis. Skyndilega var sem hjarta hennar stöðvaðist. Undir fyrirsögninni, ,,Ástin blómstrar?, var mynd af þjóðþekktum eiginmanni hennar og samstarfskonu hans.
Íslendingar sýna mikinn áhuga og vilja til að lesa um náungann, hvort sem það er um ófarir hans, eignastöðu eða annað. Vegna þessa áhuga, gerir lögmál markaðarins slúðurritum eins og Séð og Heyrt, kleift að vera á markaðinum.
Flestir Íslendingar hafa gripið tímaritið, hvort sem það hefur verið úr blaðastandi stórverslana eða á biðstofu heimilislæknisins. Á síðum blaðsins er fjallað um allt á milli himins og jarðar þó fyrirferðarmest sé slúður, þar sem staðreyndir virðast fremur byggðar á sandi en bjargi. Fjallað er um viðkvæm persónuleg mál einstaklinga án þess að því er virðist hugsað hafi verið út í afleiðingar skrifanna fyrir einstaklinganna eða fjölskyldur þeirra.
Gæti verið að börn þekktra einstaklinga verði fyrir stríðni, jafnvel einelti vegna umfjöllunar um framhjáhald eða óviðeigandi hegðun sem er ef til vill framkvæmd undir aðstæðum þar sem dómgreind er skert. Og ekki þurfum við að velta lengi fyrir okkur hverjar afleiðingarnar eru á sálarlíf einstaklinga sem lesa um hliðarspor maka eða ástvinar í fjölmiðli. Við erum að tala um svefnlausar nætur, þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og jafnvel tilraunir og þá erum við aðeins að snerta toppinn á ísjakanum og höfum ekkert minnst á æru- og atvinnumissi. Og svo skjóta blaðamenn sér á bak við, að aðeins sé verið að fjalla um staðreyndir.
En er ástæða til aðgerða? Er hugsanlegt að þröngva ritstjóra og útgáfu til að gæta betur að siðferði í umfjöllun blaðsins, eða er ef til vill nægjanlegt að höfða til betri siðferðisvitundar í þeirri von að siðferði og skynsemi yfirtaki hagnaðarvon og sölumennsku. Líklegt, eða hvað? Er kannski eina lausnin að fá Snorra Óskarsson til að bannfæra og loka blaðinu*1. Hvað er til ráða?
Eina leiðin til að hafa áhrif á ritstefnu blaðsins er að koma við budduna þeirra, þ.e. að sniðganga blaðið, kaupa það ekki. Skora ég á þá sem mislíkar ritstefna blaðsins að kaupa það ekki, það er eina leiðin til að breyta efnistökum þess.
Tilvísun: *1 Greinarhöfundur trúir á mátt bænarinnar og er tilvitnunin ekki meint sem háð, enda þekki ég Snorra og ber fyrir honum mikla virðingu. Hér er skírskotað til endaloka tímaritsins ,,Samúel?, en Snorri lokaði því blaði í Jesú nafni í beinni útsendingu á RÚV. Skömmu síðar varð blaðið lýst gjaldþrota og var útgáfu þess hætt.
Íslendingar sýna mikinn áhuga og vilja til að lesa um náungann, hvort sem það er um ófarir hans, eignastöðu eða annað. Vegna þessa áhuga, gerir lögmál markaðarins slúðurritum eins og Séð og Heyrt, kleift að vera á markaðinum.
Flestir Íslendingar hafa gripið tímaritið, hvort sem það hefur verið úr blaðastandi stórverslana eða á biðstofu heimilislæknisins. Á síðum blaðsins er fjallað um allt á milli himins og jarðar þó fyrirferðarmest sé slúður, þar sem staðreyndir virðast fremur byggðar á sandi en bjargi. Fjallað er um viðkvæm persónuleg mál einstaklinga án þess að því er virðist hugsað hafi verið út í afleiðingar skrifanna fyrir einstaklinganna eða fjölskyldur þeirra.
Gæti verið að börn þekktra einstaklinga verði fyrir stríðni, jafnvel einelti vegna umfjöllunar um framhjáhald eða óviðeigandi hegðun sem er ef til vill framkvæmd undir aðstæðum þar sem dómgreind er skert. Og ekki þurfum við að velta lengi fyrir okkur hverjar afleiðingarnar eru á sálarlíf einstaklinga sem lesa um hliðarspor maka eða ástvinar í fjölmiðli. Við erum að tala um svefnlausar nætur, þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og jafnvel tilraunir og þá erum við aðeins að snerta toppinn á ísjakanum og höfum ekkert minnst á æru- og atvinnumissi. Og svo skjóta blaðamenn sér á bak við, að aðeins sé verið að fjalla um staðreyndir.
En er ástæða til aðgerða? Er hugsanlegt að þröngva ritstjóra og útgáfu til að gæta betur að siðferði í umfjöllun blaðsins, eða er ef til vill nægjanlegt að höfða til betri siðferðisvitundar í þeirri von að siðferði og skynsemi yfirtaki hagnaðarvon og sölumennsku. Líklegt, eða hvað? Er kannski eina lausnin að fá Snorra Óskarsson til að bannfæra og loka blaðinu*1. Hvað er til ráða?
Eina leiðin til að hafa áhrif á ritstefnu blaðsins er að koma við budduna þeirra, þ.e. að sniðganga blaðið, kaupa það ekki. Skora ég á þá sem mislíkar ritstefna blaðsins að kaupa það ekki, það er eina leiðin til að breyta efnistökum þess.
Tilvísun: *1 Greinarhöfundur trúir á mátt bænarinnar og er tilvitnunin ekki meint sem háð, enda þekki ég Snorra og ber fyrir honum mikla virðingu. Hér er skírskotað til endaloka tímaritsins ,,Samúel?, en Snorri lokaði því blaði í Jesú nafni í beinni útsendingu á RÚV. Skömmu síðar varð blaðið lýst gjaldþrota og var útgáfu þess hætt.
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim