Lítið bros
Fyrir stutttu stöðvaði ég bílinn við gangbraut vegna þriggja stúlkna, sennilega um það bil 8 ára, sem biðu þess að ganga yfir götuna. Þegar ég hafði stöðvað skokkuðu þær af stað, léttar á færi. Um leið og þær skokkuðu framhjá bílnum leit ein þeirra upp, brosti til mín og veifaði í þakklætisskyni.
Þetta bros og stutta kveðjan bjó til bros á andliti mínu og ég hugsaði með mér hvað mörg börn bera heimilum sínum fagurt vitni. Með mér varð til vissa um að þrátt fyrir bölsýnistal um spillta og lata æsku, upptekna af tölvuleikjum og interneti fremur en lærdómi, Guðstrú og góðum siðum. Þá endurspeglaði það tal aðeins áherslu fjölmiðla fremur en að almennt hefði orðið viðsnúningur á viðhorfum og metnaði foreldra fyrir hönd barna sinna sem og metnaði barnanna sjálfra.
Þó ekki vilji ég gera lítið úr því að hraði nútímans og tæknin sem hraðanum fylgir hafi haft neikvæð áhrif á æskuna sem og aðra, með þeim afleiðingum að gildin og trúin á almáttugan Guð hafi látið undan og að gegn slíkum áhrifum þurfi að berjast. Þá eru mörg börn eins og stúlkan sem brosti og veifaði og sendi lítinn sólargeisla inn um bílrúðuna. Með slíka framtíð þurfum við engu að kvíða. Hlúum að þeim gildum sem hafa byggt upp svo heilsteypta þjóð sem Íslendingar eru. Grunnur þeirra gilda er trúin á Jesúm Krist.
Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. Jeremía 6:16
Þetta bros og stutta kveðjan bjó til bros á andliti mínu og ég hugsaði með mér hvað mörg börn bera heimilum sínum fagurt vitni. Með mér varð til vissa um að þrátt fyrir bölsýnistal um spillta og lata æsku, upptekna af tölvuleikjum og interneti fremur en lærdómi, Guðstrú og góðum siðum. Þá endurspeglaði það tal aðeins áherslu fjölmiðla fremur en að almennt hefði orðið viðsnúningur á viðhorfum og metnaði foreldra fyrir hönd barna sinna sem og metnaði barnanna sjálfra.
Þó ekki vilji ég gera lítið úr því að hraði nútímans og tæknin sem hraðanum fylgir hafi haft neikvæð áhrif á æskuna sem og aðra, með þeim afleiðingum að gildin og trúin á almáttugan Guð hafi látið undan og að gegn slíkum áhrifum þurfi að berjast. Þá eru mörg börn eins og stúlkan sem brosti og veifaði og sendi lítinn sólargeisla inn um bílrúðuna. Með slíka framtíð þurfum við engu að kvíða. Hlúum að þeim gildum sem hafa byggt upp svo heilsteypta þjóð sem Íslendingar eru. Grunnur þeirra gilda er trúin á Jesúm Krist.
Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. Jeremía 6:16
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim