þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Fordómar???

Ég fór í Bónus í dag. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir tvennar sakir. Annað er að ég legg leið mína ekki oft í matvöruverslanir, sé ekki um þann þátt í heimilishaldinu, hitt var að ég hitti starfsmann sem ekki var mæltur á ástkæra ylhýra.

Ég var í kælinum og gat ekki með nokkru móti fundið lifrarkæfu svo ég vatt mér að starfsmanni og sagði, "fyrirgefðu, hvar finn ég lifrarkæfu." Var svarað til baka með axlaryppingum og einhverjum orðum sem ég skildi þannig að viðkomandi talaði ekki mitt ástkæra móðurmál. Ég lyfti brúnum og snéri mér pirraður að því að leita kæfunnar. Fór þar saman þrennt, hafa verið "neyddur" í verslunarleiðangur, að finna ekki lifrarkæfuna og fá ekki umbeðna aðstoð vegna þess að maðurinn talaði ekki MITT tungumál.

Eitt augnablik létu á sér kræla fordómar sem ég hélt að ég ætti ekki til. Var reyndar fljótur að slökkva á þeim, því það er gegn sannfæringu minni að fólk gjaldi fyrir, þjóðerni, litarhátt, trú, kynferði, kynhneigð og eða hvað svo sem kann að skilja okkur mannverurnar að.

Þessi viðbrögð mín urðu mér umhugsunarefni. Gæti hugsast að umræða undanfarinna daga hafi haft þau áhrif á mig að ég pirraðist eitt augnablik? Já, tel ég að rétt svar sé, því aldrei man ég eftir að hafa pirrast yfir neinu þessu líku. Miklu frekar bara brosað og sýnt umburðarlyndi. Sem að áliti mínu eru rétt viðbrögð.

Íslendingar, við þurfum að standa vörð um menningu okkar, trú og tungumál en við megum ekki láta umræðu um þau mál stjórnast af fordómum og alhæfingum, heldur vera ábyrg í orðum og athöfnum. Salómon sagði að dauði og líf væru á tungunnar valdi. [Orðskv. 18.21] Tökum mark á því.

Þó svo misjafn sauður sé í mörgu fé þá erum við öll sköpun Guðs og í hans augum erum við jöfn, engin framar öðrum. Þjóðernishyggja hefur steypt heilum þjóðríkjum í glötun. Tölum skynsamlega, verum upplýst, stöndum vörð um það sem er heilbrigt og gott.

Páll Postuli sagði: Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú. Gal. 3:28

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus ritaði:

Það væri samt auðveldara líf fyrir þessa útlendinga ef þeir lærðu okkar ylhýra sem og menninguna.

Mér finnst það sanngjörn krafa á þá sem hér vilja búa að læra mál og menningu. Ekki kannski upp á 10 en að minnsta kosti þann grunn sem er nauðsynlegur til að lifa sómasamlega af og virka innan samfélagsins. Þetta finnst mér.

Og í öðru lagi, ættir þú kannski að skammast þín fyrir svona fordóma?

Bestu kveðjur

Kiddi Klettur

6:09 PM  
Blogger Himmi "fyrrverandi" rapp ritaði:

"Útlendingavandamálid"

Gódann og blessadann.......

Ég bý í Kaupmannahøfn og hef fengid ad ganga í gegnum allann fordómapakkann hérna úti. Ég byrja á thví ad vera opinn og fordómalaus thegar ég flyt hingad. Og í dágódann tíma thar á eftir. Svo fór ég ad taka eftir hversu fordómafullt thetta fólk var á Dani og adra med hvítan húdlit. Mig thar med talinn. Tók líka eftir hvernig glæpir thessa fólks í Dønsku samfélagi virtust vera ljótari enn glæpir Danans. Svo kom óttinn upp og hirti mig frekar nett. Og thar byrjar minn rasismi. Sem sagt FORDÒMAR ERU ÒTTI. Og spurningin er hvernig ég ætla ad framkvæma á thennann ótta?? Fyrst um sinn var ég mjøg hardur í munninum gagnvart veru thessa fólks í okkar vestrænu menningu. Og taladi á móti theim vid hvert tækifæri sem baudst. Svo fór ég ad framkvæma á ord mín í fylleríum og annad slíkt thar sem ég man óljóst eftir ad vera umkringdur 12-15 útlendingum sem ætludu ad ganga frá mér. Og thad var eingøngu út af thví ad their voru villimenn. Ekki af thví ad ég var ad øgra theim. Ég sá ekki minn hlut í málinu frekar enn vanalega. Ég tók hatur mitt á thessu fólki med mér inn í edrúmennsku mína. Smátt og smátt fer ég ad fá hugarfarsbreytingu í edrúmennskunni. Og fyrir cirka ári sídan vakna ég upp vid thá stadreynd ad fordómar mínir eru 99% horfnir eftir ad vilji ædri máttar hefur fengid ad vinna med mig. Í dag er thad thannig ad ég elska form og útlit alls fólks alveg sama hvadan thad kemur. Ég fékk vakningu í kringum thá stadreynd ad eini munurinn á mér og næsta manni er útlit mitt og nafn. Vid erum annars øll eins. Ég er frekar viss um thad ad flestir jardarbúar hafi haft sømu hugsanir og sømu tilfinningar einhvers stadar á lífleidinni. Ég er alda á úthafi eins og næsti madur/kona. Og Gud er hafid. Fordómar mínir geta eingøngu komid upp ef ég er ad adgreina sjálfann mig frá umheimi mínum. Gera mig sérstakari enn alla adra. Sem er hluti af alkóhólísku hugarfari. Ef ad thad fólk sem velur ad flytja í hin og thessi lønd í heiminum, af einhverjum ástædum. Velur samtímis hvernig thad vill lifa lífi sínu eins og allir adrir sem hafa fædst í ríki Guds. Get ég ekki séd ad ég geti gert theim né sjálfum mér lífid betra med thví ad hafa handrit fyrir theirra líf í hausnum á mér. Ég vona ad thessi rit mín geti haft áhrif á hugarfar annara í sambandi vid thetta málefni. Vonandi gerist thad einhvern tíma ad mannskepnan vakni upp vid thá stadreynd ad vid erum ein vera. Bundin saman í gegnum samvisku okkar. Sem í raun er hid mennska internet. Tékkid á thessari mynd. www.zeitgeistmovie.com og sjáid hvad gerist thegar mannskepnan er adskilinn og sérstakari enn allir adrir.

Med kærri kvedju.

Himmi "fyrrverandi" rapp

11:17 AM  
Anonymous Nafnlaus ritaði:

???????????????????????????????????????NEW RIVER????!!
????????????????????????

12:37 PM  

Sendu inn athugasemd

<< Heim