mánudagur, mars 21, 2005

Allt á upphaf sitt í Guði

Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans.
Kólossubréfið 1:16

Í hans hendi er líf alls hins lifanda og andi sérhvers mannslíkama. Job. 12.10

Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður. Róm. 8.6

Jesús sagði: "Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það." Matt. 16:25

Heldur tölum vér leynda speki Guðs, sem hulin hefur verið, en Guð hefur frá eilífð fyrirhugað oss til dýrðar. I Kor. 2.7

Í honum höfum vér þá líka öðlast arfleifðina, eins og oss var fyrirhugað samkvæmt fyrirætlun hans, er framkvæmir allt eftir ályktun vilja síns. Efesus 1.11

Úr bókinni: Daily Inspiration For The Purpose Driven Life, eftir Rick Warren