Ég krefst.........
Þó að ég sé nú alltaf að rembast við að vera ópólitískur þá má ég til með að leggja orð í belg varðandi lóðabrask borgarinnar.
Skýringin á því að lóðir eru að fara á allt að 17 milljónir í dag er ekki aukið aðgengi að lánsfé. Skýringin á því að "Jón Jónsson" sem hugsanlega fengi úthlutað lóð í dag myndi hrósa happi og selja hana með hagnaði (braska með hana) er bara ein. Ástæða þessa er bara ein og mér finnst ótrúlegt að heyra borgarstjóra koma fram æ ofan í æ og reyna að telja borgarbúum trú um eitthvað annað.
Ástæðan er LÓÐASKORTUR. Punktur ! Hvers vegna ekki að koma fram og segja: "Við vitum að við þurfum að auka lóðaframboð og munum stefna að því að framboð verði nægt fyrir árið 200X?" Og fólk yrði sátt.
Þegar lóðaframboð var nægt á árinu 1992, þá fékk ég úthlutað lóð. Ég gat ekki braskað með hana, framboð var nægt og því enginn grundvöllur fyrir því, enda var það ekki ætlunin. Ég fékk úthlutað lóð til þess að byggja mér hús og það gerði ég. Að ég skyldi fá lóð og geta byggt sjálfur á henni (keypti ekki verktaka, heldur fékk frábæra menn í vinnu), er grundvöllur þeirrar húsnæðisstöðu sem ég og fjölskylda mín búum við í dag.
Sem betur fer náði elsti drengurinn minn og konan hans að kaupa sér sína fyrstu íbúð áður en verðsprengjan náði hámarki, þau eru því nokkuð vel sett. En hvað með yngri strákana mína, hvernig verður fasteignaumhverfið þegar kemur að því að þeir ætli að kaupa sér sína fyrstu íbúð? Ef fer sem horfir verður nánast útilokað fyrir þá að byrja nema þá kannski að braska eitthvað. Og er það sem verið er að stefna að, eru borgaryfirvöld að ala upp braskara?
Sem borgarbúi krefst ég þess að gripið verði til ráðstafana til þess að verð á fasteignum verði aðgengilegt á ný. Fyrsta skrefið er að lóðaframboð í Reykjavík verði nægt!
Tek það fram að ég er ánægður með margt sem R-listinn hefur gert og staðið fyrir, m.a. hafa þeir sýnt mikinn skilning hvað varðar stöðu þeirra sem minna mega sín og eiga þar Vinstri grænir, sérstakt hrós skilið sem og einn varaborgarfulltrúi framsóknarflokksins.
Skýringin á því að lóðir eru að fara á allt að 17 milljónir í dag er ekki aukið aðgengi að lánsfé. Skýringin á því að "Jón Jónsson" sem hugsanlega fengi úthlutað lóð í dag myndi hrósa happi og selja hana með hagnaði (braska með hana) er bara ein. Ástæða þessa er bara ein og mér finnst ótrúlegt að heyra borgarstjóra koma fram æ ofan í æ og reyna að telja borgarbúum trú um eitthvað annað.
Ástæðan er LÓÐASKORTUR. Punktur ! Hvers vegna ekki að koma fram og segja: "Við vitum að við þurfum að auka lóðaframboð og munum stefna að því að framboð verði nægt fyrir árið 200X?" Og fólk yrði sátt.
Þegar lóðaframboð var nægt á árinu 1992, þá fékk ég úthlutað lóð. Ég gat ekki braskað með hana, framboð var nægt og því enginn grundvöllur fyrir því, enda var það ekki ætlunin. Ég fékk úthlutað lóð til þess að byggja mér hús og það gerði ég. Að ég skyldi fá lóð og geta byggt sjálfur á henni (keypti ekki verktaka, heldur fékk frábæra menn í vinnu), er grundvöllur þeirrar húsnæðisstöðu sem ég og fjölskylda mín búum við í dag.
Sem betur fer náði elsti drengurinn minn og konan hans að kaupa sér sína fyrstu íbúð áður en verðsprengjan náði hámarki, þau eru því nokkuð vel sett. En hvað með yngri strákana mína, hvernig verður fasteignaumhverfið þegar kemur að því að þeir ætli að kaupa sér sína fyrstu íbúð? Ef fer sem horfir verður nánast útilokað fyrir þá að byrja nema þá kannski að braska eitthvað. Og er það sem verið er að stefna að, eru borgaryfirvöld að ala upp braskara?
Sem borgarbúi krefst ég þess að gripið verði til ráðstafana til þess að verð á fasteignum verði aðgengilegt á ný. Fyrsta skrefið er að lóðaframboð í Reykjavík verði nægt!
Tek það fram að ég er ánægður með margt sem R-listinn hefur gert og staðið fyrir, m.a. hafa þeir sýnt mikinn skilning hvað varðar stöðu þeirra sem minna mega sín og eiga þar Vinstri grænir, sérstakt hrós skilið sem og einn varaborgarfulltrúi framsóknarflokksins.
3 Ummæli:
Mikið er ég sammála þér varðandi lóðaskortinn. Borgin ætti að sjá sóma sinn í að hafa nægt framboð svo þeir sem vilja búa í borginni geti gert það en þurfi ekki að leita til nágrannasveitafélaga til að byggja sér þak yfir höfuðið. Það er allavega staðan í dag fyrir þá sem geta ekki borgað 17 millur fyrir skikann. Þótt við Erling ættum 4ra herbergja íbúðina okkar skuldlausa þá myndi það ekki duga fyrir lóð, pælið í því!!!! Vona bara að þeir sem ráða einhverju í þessari borg lesi svona skrif sem víðast. Hef ekkert álit á R listanum og vona að þeir falli í næstu kosningum.
Annars, hafðu það gott og njóttu lífsins.....Við Erling gerum það allavega. Kveðja, Erla
Misvitrir er ekki einu sinni orðið. Flón, færi þeim betur. Algjörlega með eindæmum að heyra borgarfulltrúa R listans með borgarstjórann í fararbroddi lýsa því yfir að það sé enginn lóðarskortur í Reykjavík. Hvernig getur þetta gerst að Reykvíkingar kjósi svona vanskapnað yfir sig sem R listinn er. Hrmpffffff....
Ja þið segið nokkuð!!!!
Sendu inn athugasemd
<< Heim