fimmtudagur, mars 10, 2005

Kemur okkur við !!!!!!!!

Ég verð að segja eins og er að ég sem hef talið mig lifa og búa í lýðræðislegu þjóðfélagi, þar sem frelsi og jafnrétti þegnanna er í hávegum haft, þó á því séu undantekningar. En þegar opinberir aðilar eru farnir að færa þjóðfélag okkar aftur um tugi ára, þá er mér og vonandi fleirum nóg boðið.

Nú ætlar R-listinn að bjóða okkur Reykvíkingum upp á það að leggja fram 30 lóðir í Breiðholti þar sem umsækjendur (kannski 2 til 3 þúsund) verða settir í pott og svo dregin úr pottinum 30 nöfn. Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum: Fylgst verður með að þeir sem dregnir verða úr pottinum, framselji ekki lóðirnar, sem er til að koma í veg fyrir brask en sú áhætta er til komin vegna stefnu R-listans í lóðamálum. Þeir sem fá úthlutað verða að byggja sjálfir og búa í húsunum!

Finnst ykkur þetta í lagi? Er fólki bara alveg sama um það hvert opinber yfirvöld borgarinnar eru að fara með borgarbúa? Það er eins og við búum í gamla Sovíet en ekki á Íslandi árið 2005. Hvernig verður þetta? Munu kannski opinberir eftirlitsmenn koma reglulega í heimsókn og fylgjast með því hverjir búa í húsunum? Verða þinglýstar einhverjar kvaðir sem munu gera eigendum þessara lóða og húsa erfiðara um vik með að höndla með sínar eignir en öðrum borgarbúum?

Þetta varðar okkur öll, látum frá okkur heyra!

P.s.

Í Norðlingaholti eru álögur á meðalstóra íbúð 5 til 6 m. á meðalstóra íbúð í blokk, 10 til 11 m. á rað- og parhús og 15 m. á einbýli. Hvert fer þessi kostnaður? Jú út í verðlagið. Og hefur hvaða áhrif? Jú, veldur verðbólgu. Og kemur það okkur við?

1 Ummæli:

Blogger Kletturinn ritaði:

Algerlega sammála þér. Auðvitað ætti að vera nóg framboð á lóðum fyrir venjulegt fólk sem vill byggja sér hús.

Skyldi kannski matarmiðaskömmtun vera á næsta leyti?

9:39 AM  

Sendu inn athugasemd

<< Heim