laugardagur, febrúar 26, 2005

Trúarbrögð og innræting

Á morgun, sunnudaginn 27. febrúar kl. 12 mun Egill Helgason fjalla m.a. um trúarbrögð og þá umræðu sem hefur verið um þau mál undanfarið, í þætti sínum Silfur Egils sem sýndur er á Stöð 2 í opinni dagskrá. Ég veit að viðhorf hans er að hann er ánægður með að lifa í kristnu þjóðfélagi, finnst það gott og vill enga breytingu þar á. Það verður eflaust fróðlegt að fylgjast með umræðunni og heyra viðhorf viðmælenda hans sem eru, Jón Valur Jensson og Sigurður Hólm Gunnarsson. Dagskrá þáttarins hljóðar svo: "Þeir ræða heitt deilumál - kristindómskennslu í skólum, innrætingu og trúboð, siðferðisuppeldi og fjölmenningu og ýmislegt þessu tengt."
Vek athygli á því að þátturinn er endursýndur um kvöldið, einnig mun verða hægt að nálgast hann á www.visir.is.