fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Mikilvægur dagur!

19. febrúar, árið 196X, er mér og mínum drengjum afar mikilvægur dagur. Á þessum degi fyrir XX árum fæddist lítil hnáta sem síðar hlaut nafnið Sigrún Drífa Jónsdóttir. Þegar þessi stúlka óx úr grasi og komst til vits og ára, hlotnaðist henni mikil gæfa. Ég veit að þið þurfið ekki að hugsa ykkur um eitt augnablik til þess að átta ykkur á því hvað ég er að meina. Jú auðvitað þegar hún hitti sinn ekta mann, þ.e. MIG. En sex árum seinna, eða 2. júní 1990, hlotnaðist mér enn meiri gæfa, það var þegar hún, frammi fyrir sr. Halldóri Gröndal og fjölda fólks sem samankomið var í Dómkirkjunni, sagðist vilja eiga sveitastrákinn í blíðu og stríðu. Og saman höfum við nú fetað götuna í bráðum 20 ár og 19. febrúar núna í 19 skiptið, er dagur sem fyrir mig, markar daginn, þegar kórónan mín varð til.

Salómon spurði: ,,Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Þessi orð Salómons get ég staðfest og einnig svarað spurningunni hans: ,,Ég fékk hana".

Sigrún mín, til hamingju með daginn!