Líf og dauði á tungunnar valdi
Ég hitti unga konu í dag. Úr augum hennar skein ótti og kvíði. Ég staldraði við og spurði hvort ekki væri allt í lagi? "Ég veit það ekki," svaraði hún. "Nú, hvað er að," spurði ég? "Það er þetta með Toronto blessunina, ég er svo óörugg með það," svaraði unga konan. "Varstu að lesa eitthvað á netinu, spurði ég?" "Já ég var að lesa skrif, þar sem fullyrt var að þetta væri allt villa og kennslan væri bara rugl og sefjun!"
Ég skal játa að mér rann nokkuð í skap er mér varð hugsað til þeirra sem mikinn hafa farið í álíka skrifum.
Ég fann til með ungu konunni er ég horfði á angistina í augum hennar og skynjaði spurningarnar sem brunnu á hjarta hennar. Ég ákvað að gefa mér smá tíma og spjalla við hana og útskýra fyrir henni mína jákvæðu reynslu sem er á allt annan veg en fullyrt var. Ég bað hana líka um að skoða ávextina, m.a. annars þau neikvæðu áhrif sem skrifin sem hún hafði lesið, höfðu á hana og minna hana á að gott tré getur ekki borið af sér slæman ávöxt, ekki frekar en slæmt tré góðan ávöxt. Já en hverju á ég að trúa, er þetta bara ekki allt saman sama trúarruglið. Hún kvaddi.
Skrefin mín voru þung og hugsanir mínar sömuleiðis og mér kom í huga orð Jesú er hann sagði: "Hverjum þeim, sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem trúa, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn." (Markús 9:42) Mér kom einnig í hug svar Bill Johnson er hann var spurður að því hvernig í Guðs nafni hann gæti stutt Todd Bentley, og hugsaði með mér: Hafa þeir sem skrifa neikvætt um Toronto farið þangað og setið á ótal samkomum, hlustað á kennsluna og fylgst með því sem fram fer? Það hef ég! Hafa þeir lesið bækur og hlustað á ótal klukkustundir af útgefnu efni? Það hef ég! Skyldu þeir hinir sömu hafa dvalið þar í 3 vikur á námskeiði þar sem farið er í gegnum helstu þætti þess sem kennt er? Það hef ég! Skyldu þeir hafa kynnst leiðtogunum, borðað með þeim, átt við þá samfélag og notið persónulegra fyrirbæna þeirra? Það hef ég!
Á göngu minni sem trúaður maður, og sem meðlimur í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, hef ég átt því láni að fagna að hafa verið samferða fjölda kærleiksríkra og afar heilsteyptra einstaklinga sem miðað hafa trú sína og sannfæringu, byggða á Orði Guðs. Leiðtogar Toronto Airport Christian Fellowship í Torontoborg falla vel inn í þann hóp!
Minnumst orða Jesú er hann sagði: "Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars." (Jóh. 13:34-35) Við getum spurt spurninga og rætt málin, en við skulum varast að fella dóma og vera með fullyrðingar, það getur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég trúi því að unga konan sem ég hitti muni skoða ávextina í kringum sig og komast að þeirri niðurstöðu að þetta snýst allt um að fylgja Jesú en ekki um menn og þeirra skoðanir, hvorki mínar né annarra. Líf og dauði er á tungunnar valdi, tölum líf!
Ég skal játa að mér rann nokkuð í skap er mér varð hugsað til þeirra sem mikinn hafa farið í álíka skrifum.
Ég fann til með ungu konunni er ég horfði á angistina í augum hennar og skynjaði spurningarnar sem brunnu á hjarta hennar. Ég ákvað að gefa mér smá tíma og spjalla við hana og útskýra fyrir henni mína jákvæðu reynslu sem er á allt annan veg en fullyrt var. Ég bað hana líka um að skoða ávextina, m.a. annars þau neikvæðu áhrif sem skrifin sem hún hafði lesið, höfðu á hana og minna hana á að gott tré getur ekki borið af sér slæman ávöxt, ekki frekar en slæmt tré góðan ávöxt. Já en hverju á ég að trúa, er þetta bara ekki allt saman sama trúarruglið. Hún kvaddi.
Skrefin mín voru þung og hugsanir mínar sömuleiðis og mér kom í huga orð Jesú er hann sagði: "Hverjum þeim, sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem trúa, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn." (Markús 9:42) Mér kom einnig í hug svar Bill Johnson er hann var spurður að því hvernig í Guðs nafni hann gæti stutt Todd Bentley, og hugsaði með mér: Hafa þeir sem skrifa neikvætt um Toronto farið þangað og setið á ótal samkomum, hlustað á kennsluna og fylgst með því sem fram fer? Það hef ég! Hafa þeir lesið bækur og hlustað á ótal klukkustundir af útgefnu efni? Það hef ég! Skyldu þeir hinir sömu hafa dvalið þar í 3 vikur á námskeiði þar sem farið er í gegnum helstu þætti þess sem kennt er? Það hef ég! Skyldu þeir hafa kynnst leiðtogunum, borðað með þeim, átt við þá samfélag og notið persónulegra fyrirbæna þeirra? Það hef ég!
Á göngu minni sem trúaður maður, og sem meðlimur í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, hef ég átt því láni að fagna að hafa verið samferða fjölda kærleiksríkra og afar heilsteyptra einstaklinga sem miðað hafa trú sína og sannfæringu, byggða á Orði Guðs. Leiðtogar Toronto Airport Christian Fellowship í Torontoborg falla vel inn í þann hóp!
Minnumst orða Jesú er hann sagði: "Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars." (Jóh. 13:34-35) Við getum spurt spurninga og rætt málin, en við skulum varast að fella dóma og vera með fullyrðingar, það getur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Ég trúi því að unga konan sem ég hitti muni skoða ávextina í kringum sig og komast að þeirri niðurstöðu að þetta snýst allt um að fylgja Jesú en ekki um menn og þeirra skoðanir, hvorki mínar né annarra. Líf og dauði er á tungunnar valdi, tölum líf!
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim