Dauði harðstjóra
Það hefur verið fróðlegt a fylgjast með viðbrögðum hinna ýmsu leiðtoga varðandi aftöku Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Flestir vestrænir leiðtogar, bæði stjórnmála- og trúar hafa lýst því yfir að aftakan hafi verið mistök og hafa lýst sig mótfallna henni. Sem betur fer eymir enn eitthvað af réttlátri siðferðiskennd en siðferðiskennd vesturlandabúa virðist fara hratt hnignandi án þess að ég ætli nánar út í þá sálma.
Þegar ég horfði á frétt af aftökunni, var eins og eitthvað innra með mér hrópaði. Ég fylltist andstyggð og viðbjóði og hver einasta taug hrópaði, þetta er rangt, þetta er rangt. Vissulega var Saddam harðstjóri sem fór illa með þegna sína og hikaði ekki við að myrða og pynta, ef svo bar undir. En réttlætir morð morð? Ef svo væri, værum við þá ekki komin margar aldir aftur í tímann þegar eðlileg viðbrögð voru að vega mann og annan í hefndarskyni? Að mínu mati er ekkert sem réttlætir dauðarefsingar og mig undrar að hinir sömu og vilja banna fóstureyðingar á grunni þess að ekki skuli mann myrða, skuli svo með hinni hendinni leggja blessun sína yfir dauðarefsingar. Slíkt er kallað tvöfalt siðgæði.
Eðlilegt málsmeðferð á máli Saddam hefði verið að yfir honum hefði verið réttað af Alþjóða Stríðsglæpadómstólnum, s.s. eins og alþjóðalög gera ráð fyrir. Þar hefði hann verið látin svara til saka fyrir alla þá glæpi sem hann framdi í forsetatíð sinni, fengið ráttláta málsmeðferð og í framhaldi vonandi refsingu í samræmi við brot sín.
Að lokum vil ég vil taka mér í munn orð Karls Sigurbjörnssonar biskups og segja: "Ég hef megnustu andstyggð og óbeit á dauðarefsingum, eins og þorri Íslendinga. Kirkjuleiðtogar og kirknasamtök um allan heim hafa fordæmt dauðarefsingar sem villimannlegar og ómannúðlegar. Með aftöku sakamannsins er í raun verið að segja að það sé ekkert rúm fyrir iðrun og endurnýjun hugarfars og lífernis."
Þegar ég horfði á frétt af aftökunni, var eins og eitthvað innra með mér hrópaði. Ég fylltist andstyggð og viðbjóði og hver einasta taug hrópaði, þetta er rangt, þetta er rangt. Vissulega var Saddam harðstjóri sem fór illa með þegna sína og hikaði ekki við að myrða og pynta, ef svo bar undir. En réttlætir morð morð? Ef svo væri, værum við þá ekki komin margar aldir aftur í tímann þegar eðlileg viðbrögð voru að vega mann og annan í hefndarskyni? Að mínu mati er ekkert sem réttlætir dauðarefsingar og mig undrar að hinir sömu og vilja banna fóstureyðingar á grunni þess að ekki skuli mann myrða, skuli svo með hinni hendinni leggja blessun sína yfir dauðarefsingar. Slíkt er kallað tvöfalt siðgæði.
Eðlilegt málsmeðferð á máli Saddam hefði verið að yfir honum hefði verið réttað af Alþjóða Stríðsglæpadómstólnum, s.s. eins og alþjóðalög gera ráð fyrir. Þar hefði hann verið látin svara til saka fyrir alla þá glæpi sem hann framdi í forsetatíð sinni, fengið ráttláta málsmeðferð og í framhaldi vonandi refsingu í samræmi við brot sín.
Að lokum vil ég vil taka mér í munn orð Karls Sigurbjörnssonar biskups og segja: "Ég hef megnustu andstyggð og óbeit á dauðarefsingum, eins og þorri Íslendinga. Kirkjuleiðtogar og kirknasamtök um allan heim hafa fordæmt dauðarefsingar sem villimannlegar og ómannúðlegar. Með aftöku sakamannsins er í raun verið að segja að það sé ekkert rúm fyrir iðrun og endurnýjun hugarfars og lífernis."
2 Ummæli:
Vá hvað ég er ótrúlega sammála!!
Heyr heyr!
Kiddi Klettur
Sendu inn athugasemd
<< Heim