Sá yðar sem syndlaus er............
Í kvöld þá horfði ég á viðtal við Þórólf Árnason borgarstjóra í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Ég verð að játa að mér blöskraði aðgangur spyrlanna að manninum. Þó svo að maðurinn hafi gerst sekur (allir eru saklausir uns sekt er sönnuð) um þátttöku í samráði olíufélaganna, þá er lágmark að menn fái tækifæri (næði) til að svara þeim ásökunum sem þeir eru bornir. Í þættinum var atgangurinn slíkur að ég gat ekki annað en fundið til samúðar með manninum, varð reyndar hugsað til setningar Frelsarans er hann sagði "Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum". Enda kom mér ekki á óvart að í könnun sem framkvæmd var um leið og á þættinum stóð þá voru 65% þátttakenda sem vildu sjá Þórólf áfram sem borgarstjóra og er ég viss um að í þeim hópi voru einstaklingar sem blöskruðu aðfarirnar og sendu "samúðaratkvæði".
Þó svo að maðurinn sé í stóru pólitísku embætti og þurfi vissulega að axla ábyrgð, þá þarf hann einnig að njóta sannmælis og fá tækifæri til að skýra sinn þátt í málinu. Það fékk hann ekki í ofangreindum þætti. Ég sá ekki Kastljósið en vona að þar hafi honum verið sýnd lágmarks kurteisi.
Í framhaldi af þessum vangaveltum fór ég að velta fyrir mér störfum mannsins sem borgarstjóri og verð ég að játa að ég hef ekkert við störf hans að athuga í embætti borgarstjóra, hvorki sem borgarbúi eða forstöðumaður stofnunar sem á mikil samskipti við borgina.
Sínum kristilegt hugarþel í verki og leyfum manninum í það minnsta að svara fyrir sig, burt séð frá því hvar hver og einn stendur í pólitík.
Þó svo að maðurinn sé í stóru pólitísku embætti og þurfi vissulega að axla ábyrgð, þá þarf hann einnig að njóta sannmælis og fá tækifæri til að skýra sinn þátt í málinu. Það fékk hann ekki í ofangreindum þætti. Ég sá ekki Kastljósið en vona að þar hafi honum verið sýnd lágmarks kurteisi.
Í framhaldi af þessum vangaveltum fór ég að velta fyrir mér störfum mannsins sem borgarstjóri og verð ég að játa að ég hef ekkert við störf hans að athuga í embætti borgarstjóra, hvorki sem borgarbúi eða forstöðumaður stofnunar sem á mikil samskipti við borgina.
Sínum kristilegt hugarþel í verki og leyfum manninum í það minnsta að svara fyrir sig, burt séð frá því hvar hver og einn stendur í pólitík.
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim