þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Öreigar allra landa sameinist !

Það hafa ýmsar tillögur komið upp varðandi það hvernig almenningur geti lýst vanþóknun sinni á samráði olíufélaganna.

Tvær tillögur hef ég heyrt af sem vel mætti sameina í eina:

1. Versla eingöngu eldsneyti á bensínstöðvunum en versla annan varning á öðrum stöðum. Slíkt kæmi verulega við pyngju olíufélaganna.
2. Beina viðskiptum sínum til eins félags og þá viku í senn. Slíkt mundi jú setja veltu þeirra úr skorðum.

Þannig hversvegna ekki að versla eingöngu eldsneyti og flokka stöðvarnar eftir vikum.
Fyrsta vika: Eingöngu Skeljungur.
Önnur vika: Eingöngu Olís.
Þriðja vika: Eingöngu Esso.
Fjórða vika: Eingöngu Skeljungur............. o.s.frv.

Minni svo á Atlantsolíu fyrir þá sem búa í Kópavogi eða Hafnarfirði og svo náttúrulega þá sem nenna að aka þangað úr öðrum sveitarfélögum eftir eldsneyti.
Minni einnig á að sjálfsafgreiðslustöðvarnar s.s. Orkan, Ego og ÓB eru í eigu stóru félaganna þriggja.

Látum ekki traðka á okkur. Öreigar allra landa sameinist! (Klór, klór(í hausnum), þetta gamla slagorð átti bara eitthvað svo vel við).