sunnudagur, nóvember 28, 2004

Fimm mínútur í bordingu

Rakst á skemmtilega grein eftir Kristinn R. Ólafsson um "hrollvekjur" í málinu okkar. Ef þú hefur áhuga á Íslenskunni okkar, þá er greinina að finna á síðu 19 í Fréttablaðinu, sunnudaginn 28. nóvember. Þú getur einnig nálgast hana á Pdf skjali á síðu 39 hér. Það munaði litlu að ég skrifaði "Pdf formatti", sem hefði nú ekki passað þessum skrifum. :-)

Í tilefni skrifanna:
Úr bókmenntaprófi í 6. bekk: "Hvað merkir nafnorðið sammæðra?" Eitt svarið var: "Að nokkrar mæður eigi sama barnið."

Úr málfræðiprófi í 5. bekk: "Hvað nefnast íbúar Húnavatnssýslu einu nafni?" Eitt svarið var: "Sýslumenn".