miðvikudagur, maí 12, 2004

Stjórnunarlexíur

Hér eru þrjú lærdómsrík atvikadæmi sem munu hjálpa ykkur að sjá hlutina í réttu ljósi:

Stjórnunaratvik 1
Krummi sat upp-í tré í Öskjuhlíðinni og gerði ekki neitt allan daginn.
Kanína sá krumma og spurði hann, "Get ég líka setið allan daginn og gert ekki neitt"? Krummi svaraði: Jú, af hverju ekki." Svo kanínan settist fyrir neðan tréð aðgerðalaus. Allt í einu birtist refur, stökk á kanínuna og át hana.

Lærdómur sögunnar er: Til að sitja og gera ekki neitt þarftu að vera kominn hátt upp.

Stjórnunaratvik 2
Kalkúnn var að spjalla við naut. "Ég vildi að ég kæmist upp í þetta tré," dæsti kalkúnninn, "en mig skortir orkuna til þess." "Jæja, af hverju nartarðu ekki í delluna úr mér?" svaraði nautið. "hún er hlaðinn orku."
Kalkúnninn nartaði í kúadelluna og fann að það gaf honum kraft til að komast uppá neðstu greinarnar. Daginn eftir át hann aðeins meiri dellu og náði uppá næstu grein. Hálfum mánuði síðar náði hann stoltur uppá topp í trénu. Fljótlega kom bóndinn auga á hann. Sótti byssu og skaut hann samstundis

Lærdómur sögunnar er: Þú getur náð toppnum með einhverri dellu
en það endist ekki.

Stjórnunaratvik 3
Lítill fugl var á flugi suður til heitari landa. En það var svo kalt að hann fraus og féll til jarðar á mitt tún. Þar sem hann lá þar kom belja framhjá og skeit yfir hann stórri kúadellu. Þar sem fuglinn lá frosinn undir skítnum fann hann hitann flæða í sig. Kúadellan var að þýða hann upp. Hann lá þarna heitur og sæll og fór að syngja af gleði. Köttur sem átti leið hjá veitti því athygli. Hann gekk á hljóðið, fann fuglinn, gróf upp og át hann!

Lærdómur sögunnar er:
1) Þeir sem hreyta í þig skít eru ekki allir óvinir þínir.
2) Þeir sem bjarga þér úr skítnum eru ekki allir vinir þínir.
3) Þegar þú ert í djúpum skít, er best að hafa hljótt um sig.

Og þannig var það nú......, mjög djúpt, fannst ykkur ekki?