Ávarp til samferðarmanns.
Góðan dag,
kæri samferðamaður,
gefðu þér tíma til að vera hamingjusamur.
Þú ert undur lífsins
á þessari jörð.
Þú ert einstakur, sérstakur,
óbætanlegur.
Veistu það?
Hvers vegna stendur þú ekki agndofa,
ert þú ekki glaður og undrandi
yfir sjálfum þér,
yfir öllum öðrum
í kringum þig?
Finnst þér það svo hversdagslegt
og sjálfsagt
að þú lifir,
að þú fáir að lifa,
til að syngja og dansa
og vera hamingjusamur?
Hvers vegna kastar þú burt tímanum
í tilgangslausa leit
að peningum og eignum?
Hvers vegna hefur þú svo miklar áhyggjur
yfir hlutunum frá í morgun og gær?
Hvers vegna vinnur þú að fánýti,
hvers vegna leiðist þér,
drukknar í tómleikanum
og sefur þegar sólin skín?
Taktu þér góðan tíma til að vera hamingjusamur.
Tíminn er engin hraðbraut
milli vöggu og grafar,
en staður
til að fá sér sæti í sólskininu.
Höfundur: Phil Bosmans.
Guðrún G. Jónsdóttir þýddi úr norsku.
Bosmans er hollenskur rithöfundur. Hann er prestur og byrjaði snemma að hjálpa þeim sem fóru halloka í lífinu. Sölulaun af bókum sínum notar hann til að hjálpa þessu fólki.
kæri samferðamaður,
gefðu þér tíma til að vera hamingjusamur.
Þú ert undur lífsins
á þessari jörð.
Þú ert einstakur, sérstakur,
óbætanlegur.
Veistu það?
Hvers vegna stendur þú ekki agndofa,
ert þú ekki glaður og undrandi
yfir sjálfum þér,
yfir öllum öðrum
í kringum þig?
Finnst þér það svo hversdagslegt
og sjálfsagt
að þú lifir,
að þú fáir að lifa,
til að syngja og dansa
og vera hamingjusamur?
Hvers vegna kastar þú burt tímanum
í tilgangslausa leit
að peningum og eignum?
Hvers vegna hefur þú svo miklar áhyggjur
yfir hlutunum frá í morgun og gær?
Hvers vegna vinnur þú að fánýti,
hvers vegna leiðist þér,
drukknar í tómleikanum
og sefur þegar sólin skín?
Taktu þér góðan tíma til að vera hamingjusamur.
Tíminn er engin hraðbraut
milli vöggu og grafar,
en staður
til að fá sér sæti í sólskininu.
Höfundur: Phil Bosmans.
Guðrún G. Jónsdóttir þýddi úr norsku.
Bosmans er hollenskur rithöfundur. Hann er prestur og byrjaði snemma að hjálpa þeim sem fóru halloka í lífinu. Sölulaun af bókum sínum notar hann til að hjálpa þessu fólki.
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim