fimmtudagur, mars 25, 2004

Hver er žķn žrį?

Allir kannast viš žaš aš žrį eša langa afar mikiš ķ eitthvaš.

Tökum dęmi: Segjum aš žér langi meira en nokkuš annaš, aš eignast tveggja sęta sportbķl. Vegna žess hve mjög žś žrįir, žį leggur žś į žig auka erfiši, bara til aš žessi draumur žinn verši aš veruleika. Og veistu, žaš er mjög lķklegt aš žś munir eignast bķlinn. Hvers vegna? Jś vegna žess hve mjög žś žrįšir.

Stundum er žaš žannig aš viš upplifum vandamįl, vandamįl sem eru af żmsum toga. Sum hver eru žess ešlis aš žau ķžyngja okkur verulega. Og okkur langar aš losna viš eša leysa vandamįliš. Viš žekkjum Guš og vitum aš hann er almįttugur. Og.........................hvaš gerum viš? Bišjum viš Guš um aš leysa mįliš? Jś um leiš og viš bišjum bęnirnar okkar žį minnumst viš į žaš sem okkur langar ķ eša vantar. En hversu djśp er žrįin?

Persónulega hef ég mun frekar upplifaš bęnasvör žegar ég hrópa til Gušs śr djśpi sįlar minnar en žegar ég tępi į žörfum mķnum um leiš og ég fer meš bęnirnar mķnar. Stundum er eins og aš viš viljum aš Guš leysi vanda okkar en samt įn žess aš viš leitum hans af öllu hjarta. Og svo skiljum viš ekki hvers vegna ekkert gerist.

Jesśs sagši ķ Matteus 5.6: Sęlir eru žeir, sem hungrar og žyrstir eftir réttlętinu, žvķ aš žeir munu saddir verša.
Hungrar žig og žyrstir žig eftir Guši eša eftir žvķ aš hann leysi vanda žinn? Ég skal lofa žér žvķ aš ef žś leitar fyrst Gušs, žį mun vandi žinn leysast.

Og aftur aš oršum Jesś og nś ķ Matteus 6.33: En leitiš fyrst rķkis hans og réttlętis, žį mun allt žetta veitast yšur aš auki.

Hver er žķn žrį?