The Passion of the Christ
Við Sigrún ásamt Guðna Pétri fórum á föstudagskvöldið að sjá myndina. Að sýningu lokinni mátti ég ekki mæla um langa stund. Til að mynda var góður vinur úr Samhjálp á myndinni og gekk okkur samferða út. Hann spurði: Hvernig fannst ykkur myndin? Þar sem ég átti ekki til lýsingarorð í orðaforða mínum er gæti á sanngjarnan hátt lýst henni, gat ég ekki annað en brosað og kinkað kolli, svo leit ég undan og treysti mér ekki í talað mál.
Ég hef séð margar Jesúmyndir. The Passion er ekki Jesúmynd, hún er eitthvað allt annað. Tilfinning mín var sú að ég væri á staðnum, væri að fylgjast með upptöku af krossfestingunni þegar hún átti sér stað. Hvaða tilfinningar bærðust innra með mér á meðan á sýningu myndarinnar stóð, get ég ekki lýst, reyni það ekki. En mikið var ég þakklátur því að geta horft á myndina, vitandi það að kvöl hans og pína var ekki til ónýtis mín vegna.
En hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Jesaja 53.5.
Ég hef séð margar Jesúmyndir. The Passion er ekki Jesúmynd, hún er eitthvað allt annað. Tilfinning mín var sú að ég væri á staðnum, væri að fylgjast með upptöku af krossfestingunni þegar hún átti sér stað. Hvaða tilfinningar bærðust innra með mér á meðan á sýningu myndarinnar stóð, get ég ekki lýst, reyni það ekki. En mikið var ég þakklátur því að geta horft á myndina, vitandi það að kvöl hans og pína var ekki til ónýtis mín vegna.
En hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Jesaja 53.5.
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim