fimmtudagur, mars 11, 2004

Áhyggjur.

Jesús sagði í Mattheus 6.26-27: Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?

Halldór Lárusson, vinur minn og trúbóðir sagði: Daginn sem þú sérð fugla himinsins hrópa til Guðs á bænastund um fóður og fiður, þá er ástæða fyrir þig að hafa áhyggjur. Þangað til mátt þú vera áhyggjulaus.

Theodór Birgisson, vinur minn og samstarfsmaður skrifaði góðan pistil um áhyggjur, eða var það áhyggjuleysi? Pistilinn finnur þú hér.