Byggð um Suðurbæi, Viðfjörð
og Hellisfjörð fór í eyði fyrir
og um 1955. Bæjaröðin er þessi: Barðsnes,
Gerði (Barðsnesgerði), Gerðisstekkur,
Stuðlar, Borg, Viðfjörður, Hellisfjörður
og Sveinsstaðir í Hellisfirði og liggur
hlaupaleiðin um tún flestra eyðibýlanna.
Í Viðfirði var áður
höfuðból og mjög reimt. Þar
stendur reisulegur bær frá 1938 sem Guðjón
Samúelsson arkitekt teiknaði. Þjóðleiðin
til Neskaupstaðar lá yfir Dys og út
í Viðfjörð til 1949 en þá
var lagður vegur yfir Oddsskarð. Voru bílar
og farþegar ferjaðir með bát frá
Viðfirði til Neskaupstaðar.
Umsagnir hlaupara
Barðsnesið í blíðu
Barðsneshlaupið afstaðið með fjórum
fulltrúum Skokkhóps Hamars sem tóku þátt
í þessu skemmtilega utanvegarhlaupi, hlaupnar eru
tvær vegalengdir 27 km og 13 km. Pétur tók
af gömlu vana 27 kílómetrana en þá
er hlaupið frá bænum Barðsnesi eftir kindastígum,
gömlum vegaslóðum og mýrar inn Víðfjörð
þá inn Hellisförð, upp í ca 200
metra hækkun og tekur þar við frekar bratt og
grýtt undirlendi. Að öllu jöfnu er hægt
að sjá frá Barðsnesinu og yfir á
Neskaupsstað en í gær var svarta þoka
og sást ekki handaskil eða öllu heldur landaskil.
Í upphafi hlaups þarf að ferja hlaupara á
gúmíbátum þangað sem hlaupið
sem þeir ætla að taka þátt í
byrjar, í þokunni í gær gerðist
það að einn báturinn villtist og fann ekki
Barðsnesið og að sjálfsögðu var
hann Pétur minn í þeim báti og hafði
mikið gaman af, enda alltaf gaman að lenda í
æfintýrum sem enda vel. Guðrún Rósa,
Karol og Lísa fóru 13 km og var silgt með
okkur skvísurnar í Hellisfjörð þangað
sem hlaupið okkar átti að byrja og eftir að
hlauparar höfðu hnappað sig saman við startið
heyrðist í fjarska hrópað RÆÆÆS.
Skemmtilegt hlaup hófst með þessum hætti
og komu Karol og Lísa í mark "Knife Equal"
eins og Gunni og Felix komu að orði sem legst út
sem hnífjafnar og deila því silfur og brons
saman. Guðrún Rósa sem var að fara sitt
allra fyrsta keppnishlaup kom svo í humátt á
eftir í góðum gír og á alveg
örugglega eftir að fara aftur.
Kveðja Lísa
ES: Til gamans má geta að
ég veit að mér verður boðið
út að borða í kvöld þar sem
Pétur sem missti af gullinu var dreginn út í
útdráttarverðlaununum og fékk út
að borða fyrir tvo.
ES.ES: Myndir frá hlaupinu og verðlaunaafhendingu
hér.
- Úr bloggi á vef skokkhópsins Hamars
1. ágúst 2010
Lífsreynsla
Vildi þakka fyrir frábæra umgjörð
um hlaupið. Þetta var dásamleg lífsreynsla
og krefjandi
- Fjalar Jóhannsson, hljóp Barðsnes 2008
Kveðjur frá Svíþjóð
Thank you for a lovely race. I´ll never forget it.
Best regards,
- Rune & Margaretha Svensson
Vilshult, Sweden (hlupu 2006)
Blóð, sviti og tár
Ég tók þátt í Barðsneshlaupinu
um síðustu helgi. Þetta er alveg magnað
hlaup og útheimti blóð,svita og tár
... eða allt að því ... Ég þyrfti
endilega að koma þökkum til þeirra sem
fengu mig af því að hlaupa í þykku
hettupeysunni, enda hefði ég líka ekki komist
á leiðarenda í henni, slík var veðursældin.
- Bjarki Steinn, hljóp 2006.
Á ókunnum en öruggum slóðum
Allir voru ferjaðir á gúmmíbáti
frá Neskaupstað til Barðsness, það
var skemmtileg upplifun. Tímasetningar stóðust,
drykkjarstöðvar vel mannaðar og maður hafði
ekki á tilfinningunni að maður bæri beinin
þarnaí fjöllunum þó maður
væri einn og yfirgefinn á ókunnum slóðum.
Ég mæli með Barðsneshlaupi sem utanvegahlaupi.
- Þorlákur Axel Jónsson, hljóp
2005.
Af skokki og sundi skógarvarðar
Þór Þorfinnsson skógarvörður
á Hallormsstað hefur á undanförnum
árum brugðist við árlegum hnífsbrögðum
fjárveitingavaldsins með því að
hlaupa í stað þess að aka. Það
er líka svo mikið náttúruvænna.
Hann lætur sig ekkert muna um að skokka á
fundi í Egilsstaði, kaffi í Klaustur eða
annað það sem er innan við dagleið.
Í sumar [2005] tók hann svo þá
ákvörðun að reyna sig í öðrum
og óþróaðri byggðarlögum
og skráði sig í ófæruhlaup
það sem Norðfirðingar efna til árlega
og kallast Barðsneshlaup. Í því eru
hlaupnir á þriðja tug kílómetra
frá Barðsnesi um Viðfjörð og Hellisfjörð
til Norðfjarðar. Í Hellisfirði háttar
svo til að árósinn í fjarðarbotni
er hyldjúpur en þokkalegt vað skömmu
ofar. Okkar maður var ekki kunnugur staðháttum
og fór því stystu leið eftir sjávarkambinum
og beint út í ósinn. Þegar vatnaði
undir hökuna, hvarflaði að honum sú hugsun
að hann gæti drukknað ef hann héldi áfram.
Sneri hann því aftur til sama lands, hljóp
spölkorn upp með ánni og lagði aftur í
ána. Aftur náði vatnið honum í
höku, en í þetta skiptið greip hann
sundtökin og svamlaði yfir og tók síðan
til fótanna áleiðis til Norðfjarðar,
rennblautur og kaldur. Vatnsbrúsarnir sem hann hafði
borið í beltisstað flutu niður eftir ánni
og sáust ekki meir. Það sem eftir var leiðarinnar
varð hann því að sjúga úr
fötum sínum til að slökkva þorstann.
Þess má svo geta að seinna um daginn þurfti
að senda hraðbát björgunarsveitarinnar
í Hellisfjörð eftir sumardvalargesti sem var
í andnauð eftir óstjórnlegan þriggja
tíma hlátur og að á næsta ári
verður skipulögð keppni bæði í
Barðsneshlaupi og Hellisfjarðarsundi.
Í Barðsneshlaupið brá ég mér,
Brattur um hlíðar spretti
Átti samt ekki von á því
Að þurfa að synda yfir Hellisfjörð
!
[Bragarháttur þessi er víst kallaður
stafl á Héraði.]
- www.tinytota.blogspot.com
Torfæruhlaup
Barðsneshlaupið er um margt sérstakt hlaup.
Fyrir það fyrsta eru hlauparar ferjaðir frá
marklínu hlaupsins í Neskaupstað á
slöngubát yfir fjörðinn á Barðsnesið
þaðan sem hlaupið er. Þegar svo hlauparar
eru komnir af stað þurfa þeir að renna
um mýrar og mold, hlaupa í urð og grjóti,
stökkva yfir læki og vaða ár, hlaupa
um holt og hæðir. En það er einmitt þessi
temmilega torfæra braut sem gerir Barðsneshlaupið
svo skemmtilegt og fallegt er landið.
- Kristinn Pétursson, hljóp 1999 og 2003.
Fjölbreytt og skemmtilegt
Það voru þreyttir en ánægðir
menn sem báru saman bækur sínar í
heitu pottunum að hlaupi loknu. Var það almennur
rómur okkar, sem vorum að þreyta þetta
hlaup í fyrsta sinni, að þetta væri
eitthvert skemmtilegasta og fjölbreyttasta hlaup sem
við hefðum tekið þátt í og
að frábærlega vel hafi verið að öllu
staðið af hendi heimamanna. Ingólfi, sem er
upphafsmaður þessa hlaups eru hér með
færðar sérstakar þakkir fyrir að
hafa hvatt okkur að mæta.
- Hreyfingarhlauparar, hlupu 2000.
Alvöru víðavangshlaup
Þetta hlaup var öðruvísi en öll
hin! Frá Barðsnesi var hlaupið meðfram
ströndinni eins og land liggur um hina þrjá
firði sem ganga inn frá Norðfjarðarflóa:
Viðfjörð, Hellisfjörð og Norðfjörð.
Ca. 27 km um mjög fjölbreytt land. Alvöru víðavangshlaup
yfir móa og mela og um þröngar og krókóttar
kinda- og hestagötur. Gott fyrir fótvissa en þurfti
að hafa einbeitinguna í lagi. Lítið
um brekkur nema Götuhjalli upp frá Hellisfirði
um 200 m hækkun.
- Trausti Valdimarsson, hljóp árin 2000 - 2004.
Ævintýranleg sigling
Siglingin yfir að Barðsnesi með björgunarbátnum
Hafbjörginni var ævintýri líkust
og einhver skemmtilegasta og óvanalegasta aðkoma
að hlaupi í okkar minnum.
- Hópur hlaupara frá Hreyfingu sem hljóp
árið 2000.
TÍMARNIR
Tímar í Barðsnes-
og Hellisfjarðar-
hlaupi 2001 til 2012:
BARDSNES
OFF ROAD RUN
The
Bardsnes off road run is an annual 27 km adventure race
in East-Iceland, held in and around the town of Neskaup-stadur
the first Saturday in August. Read
more
FRÉTTIR
7.
ágúst 2007 Nýtt met
í Barðsneshlaupi:
tvegga stunda múrinn hruninn!
Barðsneshlaup og Hellisfjarðarhlaup voru hlaupin
laugardaginn 4. ágúst s.l. í mildu
veðri. Aldrei áður hafa jafn margir tekið
þátt; 28 hlauparar voru skráðir
í og luku Barðsneshlaupi; 13 hlauparar í
Hellisfjarðarhlaup. Tólf hlupu Barðsnes
undir þremur tímum. Meira
SÖGUR
ÚR HLAUPINU
Sjö
km inn í Viðfjörð, sex inn í
Hellisfjörð, þó nokkrir km upp Götuhjallann
og þaðan hellingur í bæinn. Svona
skiptir maður leiðinni upp og reynir að áætla
hversu hratt megi hlaupa svo maður drífi alla
leið. Lesa
UMSAGNIR
Það voru þreyttir
en ánægðir menn sem báru saman
bækur sínar í heitu pottunum að
hlaupi loknu. Var það almennur rómur
okkar, sem vorum að þreyta þetta hlaup
í fyrsta sinni, að þetta væri eitthvert
skemmtilegasta og fjölbreyttasta hlaup sem við
hefðum tekið þátt í.
Meira
HAGNÝTAR
UPPLÝSINGAR
Gisting Tvö hótel eru í
Neskaupstað, en einnig ókeypis tjaldsvæði
með ágætri þjónustu. Hótel
Capitano býður Barðsneshlaupurum sérstakan
afslátt af gistingu. Meira