Byggð um Suðurbæi, Viðfjörð
og Hellisfjörð fór í eyði fyrir
og um 1955. Bæjaröðin er þessi: Barðsnes,
Gerði (Barðsnesgerði), Gerðisstekkur,
Stuðlar, Borg, Viðfjörður, Hellisfjörður
og Sveinsstaðir í Hellisfirði og liggur
hlaupaleiðin um tún flestra eyðibýlanna.
Í Viðfirði var áður
höfuðból og mjög reimt. Þar
stendur reisulegur bær frá 1938 sem Guðjón
Samúelsson arkitekt teiknaði. Þjóðleiðin
til Neskaupstaðar lá yfir Dys og út
í Viðfjörð til 1949 en þá
var lagður vegur yfir Oddsskarð. Voru bílar
og farþegar ferjaðir með bát frá
Viðfirði til Neskaupstaðar.
Spurningar &
svör
Get ég tekið þátt í Barðsneshlaupi?
Já, því ekki það ef þú
kemst ómæddur (eða ómædd) fram
úr rúminu, fram í tölvu að skrá
þig í hlaupið. Það er hins vegar
skemmtilegra að vera í þokkalega góðu
líkamlegu ástandi þannig að þú
getir í það minnsta hlaupið og skokkað
á víxl.
Barðsneshlaupið er óvenju fjölbreytt og
skemmtilegt hlaup sem breiður hópur fólks
á öllum aldri getur tekið þátt
í, því þú getur hlaupið
eins og þú eigir lífið að leysa
eða bara gengið og skokkað á víxl;
hvort tveggja skilar þér örugglega í
mark samdægurs (óþarfi að taka tjaldið
með!).
Ég nenni ekki að hlaupa 27 km! - Eru önnur
hlaup í boði?
Nema hvað! Til að sem flestir geti notið þess
að taka þátt í skipulögðu hlaupi
um náttúruna hefur verið komið á
hálfu Barðsneshlaupi, sk. Hellisfjarðarhlaupi
sem er 13 km hlaup sem hlaupið er frá Hellisfirði
sömu leið og í Barðsneshlaupinu fyrir Hellisfjarðarmúlann
inn í Norfjörð og út til Neskaupstaðar;
þ.e. sömu leið og í seinni hluta Barðsneshlaupsins.
Hvað er Barðsneshlaup?
Barðsneshlaup er 27 km víðavangshlaup sem hlaupið
er frá Barðsnesi sunnan Norðfjarðarflóa
til Neskaupstaðar um firðina þrjá er ganga
inn úr flóanum - Viðfjörð, Hellisfjörð
og Norðfjörð.
Hvað er Hellisfjarðarhlaup?
Hellisfjarðarhlaup er 13 km hlaup sem hlaupið er frá
Hellisfirði fyrir Hellisfjarðarmúlann inn í
Norfjörð og út til Neskaupstaðar; þ.e.
sömu leið og í seinni hluta Barðsneshlaupsins.
Hvernig er hlaupabrautin?
Barðsneshlaupið er víðavangshlaup um fjölbreytt
land, móa, mýrar, fjörur og tún. Fyrstu
sjö kílómetrana er hlaupinn gamall traktorsruðningur,
þá kinda- og hestagötur en síðustu
4,5 kílómetrarnir eru malbikaður þjóðvegur.
Hlaupaleiðin er merkt stikum og símastaurum.
Nokkur hækkun er í hlaupinu. Farið er yfir
Viðfjarðarnes í 80 metra hæð og Götuhjalla
í 197 metrum. Ekki er mikið um eggjagrjót
eða hættur vegna bratta, en Götuhjallinn Norðfjarðarmegin
(niðurleið) er brattur vel. Í botnum fjarðanna
eru straumlitlar ár með malarbotni. Viðfjarðará
er brúuð en aðrar ár þarf að
vaða. Norðfjarðará getur orðið óvæð
og er þá ferjað yfir.
Hvernig kemst ég yfir á Barðsnesið
frá Neskaupstað fyrir hlaupið?
Þar sem hlaupið byrjar á Barðsnesi utanvert
í Norðfjarðarflóanum eru hlauparar ferjaðir
þangað fyrir hlaupið frá Neskaupstað
þar sem hlaupið svo endar. Lagt er frá Bæjarbryggjunni,
sem er beint fyrir neðan Hótel Egilsbúð,
klukkustund fyrir start. Siglingin er innifalin í skáningargjaldi.
Hvað ef ég þjáist af sjóveiki
og kemst því ekki sjóleiðina yfir á
Barðsnes?
Fyrir þá hlaupara sem ekki hugnast að sigla
út að startinu er í boði sérstakt
2fyrir1 Barðsneshlaup. Þá hlaupa menn og konur
út í Barðsnes fyrir startið og svo til
baka eftir start en greiða aðeins fyrir aðra leiðina.
Hvort á ég að byrja hlaupið í
fyrra eða seinna hollinu?
Startað er í tveimur hollum til að hlauparar
komi jafnar í mark. Þeir sem telja sig verða
lengur en þrjá tíma að hlaupa leiðina
ættu að leggja á stað með fyrra hollinu.
Venjulega er startað frá Barðsnesi kl. 10 og
11. Sigling frá Neskaupstað klukkutíma fyrir
start.
Hvað með heilsugæslu í hlaupinu?
Björgunarsveitin Gerpir hefur séð um að
ferja þátttakendur, aðstoð og öryggiseftirlit
frá sjó. Læknar og hjúkrunarfólk
Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað
annast heilsugæslu.
Eru drykkjarstöðvar á leiðinni?
Drykkjarstöðvar með vatni og íþróttadrykkjum
eru á fjórum stöðum; í Viðfirði,
Hellisfirði, á Götuhjalla og í Norðfjarðarsveit.
Vatn víða að hafa á leiðinni úr
fjallalækjum og því gott að hafa ílát
meðferðis.
Hver er Norðfirðingurinn þindarlausi?
Síðustu árin hefur ungur Norðfirðingur,
Þorbergur Jónsson, sigrað í Barðsneshlaupinu
með töluverðum yfirburðum. Á þeim
árum sem Þorbergur hefur hlaupið hefur hann
bætt tíma sinn mikið. Árið 2007
rauf hann svo tveggja stunda múrinn þegar hann
lauk hlaupinu á 1:57:55. Þrátt fyrir að
góðir og reyndir langhlauparar hafi gert atlögur
að þessum besta tíma hlaupsins hefur hann ekki
enn verið bættur og Þorbergur sigraður og
því eiga hlauparar landsins enn það skemmtilega
og ögrandi verkefni eftir að sigra heimamanninn.
Hvenær byrjaði Barðsneshlaupið og hvert
er upphaf þess?
Það var Ingólfur Sveinsson, læknir og
upphafsmaður hlaupsins, sem hljóp þessa leið
skipulega í fyrsta skipti við fjórða mann
sumarið 1997. Ingólfur er ættaður frá
Barðsnesi.
Tímar í Barðsnes-
og Hellisfjarðar-
hlaupi 2001 til 2012:
BARDSNES
OFF ROAD RUN
The
Bardsnes off road run is an annual 27 km adventure race
in East-Iceland, held in and around the town of Neskaup-stadur
the first Saturday in August. Read
more
FRÉTTIR
7.
ágúst 2007 Nýtt met
í Barðsneshlaupi:
tvegga stunda múrinn hruninn!
Barðsneshlaup og Hellisfjarðarhlaup voru hlaupin
laugardaginn 4. ágúst s.l. í mildu
veðri. Aldrei áður hafa jafn margir tekið
þátt; 28 hlauparar voru skráðir
í og luku Barðsneshlaupi; 13 hlauparar í
Hellisfjarðarhlaup. Tólf hlupu Barðsnes
undir þremur tímum. Meira
SÖGUR
ÚR HLAUPINU
Sjö
km inn í Viðfjörð, sex inn í
Hellisfjörð, þó nokkrir km upp Götuhjallann
og þaðan hellingur í bæinn. Svona
skiptir maður leiðinni upp og reynir að áætla
hversu hratt megi hlaupa svo maður drífi alla
leið. Lesa
UMSAGNIR
Það voru þreyttir
en ánægðir menn sem báru saman
bækur sínar í heitu pottunum að
hlaupi loknu. Var það almennur rómur
okkar, sem vorum að þreyta þetta hlaup
í fyrsta sinni, að þetta væri eitthvert
skemmtilegasta og fjölbreyttasta hlaup sem við
hefðum tekið þátt í.
Meira
HAGNÝTAR
UPPLÝSINGAR
Gisting Tvö hótel eru í
Neskaupstað, en einnig ókeypis tjaldsvæði
með ágætri þjónustu. Hótel
Capitano býður Barðsneshlaupurum sérstakan
afslátt af gistingu. Meira