Byggð um Suðurbæi, Viðfjörð
og Hellisfjörð fór í eyði fyrir
og um 1955. Bæjaröðin er þessi: Barðsnes,
Gerði (Barðsnesgerði), Gerðisstekkur,
Stuðlar, Borg, Viðfjörður, Hellisfjörður
og Sveinsstaðir í Hellisfirði og liggur
hlaupaleiðin um tún flestra eyðibýlanna.
Í Viðfirði var áður
höfuðból og mjög reimt. Þar
stendur reisulegur bær frá 1938 sem Guðjón
Samúelsson arkitekt teiknaði. Þjóðleiðin
til Neskaupstaðar lá yfir Dys og út
í Viðfjörð til 1949 en þá
var lagður vegur yfir Oddsskarð. Voru bílar
og farþegar ferjaðir með bát frá
Viðfirði til Neskaupstaðar.
Barðsnesfréttir
3. ágúst 2010 Fjörlegt fjórtánda
hlaup:
Þoka tefur start og bíll hlaupara Barðsnes-
og Hellisfjarðarhlaup voru þreytt um fjörur,
holt og móa Norðfjarðarflóa laugardaginn
31. ágúst um verslunarmannahelgina síðastliðnu.
Þátttaka var ágæt að þessu
sinni, en 42 hlauparar skiluðu sér í mark
í 27 km Barðsneshlaupi og 20 hlauparar í 13
km Hellisfjarðarhlaupi sem nú var hlaupið í
fimmta skipti.
Það var Reyðfirðingurinn
Valur Þórsson sem fyrstur kom í mark í
Barðsneshlaupi á tímanum
2:16:45, en Rigmor Napóleonsdóttir var fyrst kvenna
á tímanum 2:38:30. Í Hellisfjarðarhlaupi
var Ránar Jónsson fyrstur á tímanum
1:02:16, en Ragnheiður Þórarinsdóttir
fyrst kvenna á tímanum 1:10:35.
Það
helst bar til tíðinda þetta árið
að þoka tafði fyrir Barðsneshlaupurum þegar
siglt var með þátttakendur á slöngubát
björgundarsveitarinnar Gerpis út í Barðsnes,
en einnig vildi svo óheppilega til að bíll
keyrði utan í hlaupara á síðasta
legg hlaupsins á malbikinu inn í Neskaupstað.
Frétt á Ruv.is hljóðar svona:
Austfjarðaþokan lætur
ekki að sér hæða. Seinkun varð á
Barðsneshlaupinu, sem er hluti Neistaflugshátíðarinnar
í Neskaupstað, því bátur sem
sá um að ferja keppendur yfir Norðfjarðarflóann,
lenti á villigötum í þokunni. Allir
komust þó yfir og enginn villtist á sprettinum
til Neskaupstaðar.Keppandi í Barðsneshlaupinu við Norðfjörð,
sem varð fyrir bíl í gær, lauk hlaupinu.
Hann fór hins vegar á sjúkrahúsið
að því loknu, og þá kom í
ljós að hann var með skorinn vöðva
og brot úr bílljósinu í lærinu.
Hann verður á sjúkrahúsinu til morguns.
Aðstandendur Barðsenshlaupsins óska öllum
þátttakendum til hamingju með hlaupin, þakka
þeim fyrir þátttökuna þetta árið
og vona að þeir verði með að ári.
> Tímar í Barðsnes- og Hellisfjarðarhlaupi
eru á Hlaup.is
> Myndir frá hlaupinu í ár má
sjá í vefgallerýi Jóns
Guðmundssonar og á Flickr síðu Steinunnar
Þóru Einarsdóttur > Hlusta á
viðtal
við Norðfirðinginn Pjetur St. Arason sem varð
fyrir bíl en kláraði samt hlaupið með
brot af bílljósi í lærinu >
Lesa blogg um hlaupið þetta
árið
Bestu tímar
síðustu ára BARÐSNESHLAUP
27 km
1:57:55 Þorbergur Ingi Jónsson (2007) - Brautarmet
karla
2:08:03 Valur Þórsson (2005)
2:09:00 Halldór Hermann Jónsson (2007)
2:12:28 Kári Steinn Karlsson (2006)
2:13:35 Guðmann Elísson (2003)
2:16:55 Sigurður P Sigmundsson (2001)
2:18:20 Ingvar Haukur Guðmundsson (2007)
2:19:12 Sveinn Ásgeirsson (2003)
2:22:29 Trausti Valdimarsson (2003)
2:23:08 Stefán Sigtryggsson (2006)
2. júlí 2010 Fjórtánda hlaupið
31. júlí 2010
Barðsneshlaup er í ár þátttakandi
í samstarfsverkefninu Hlauparöð
66 Norður ásamt Úlfljótsvatnshlaupi,
Þorvaldsdalsskokki, Vesturgötunni
og Jökulsárhlaupi. Mun 66N veita verðlaun
fyrstu 3 konum og körlum, en auk þess verða að
loknu Barðsneshlaupi dregin útdráttarverðlaun
úr potti með nöfnum hlaupara allra hlaupanna
og eiga þeir þar mesta möguleika sem hafa tekið
þátt í flestum fyrrnefndum hlaupum í
fullri lengd.
Skráning í Barðsneshlaup og Hellisfjarðarhlaup
fer fram á Hlaup.is.
Þátttökugjöld eru óbreytt frá
fyrra ári: Barðsneshlaup 27 km
kostar kr. 3000 fram til 20. júlí, en eftir það
kr. 4000 allt til kl. 16:00 þann 30. júlí. Hellisfjarðarhlaup 13 km kostar kr. 2000
til 20. júlí. Eftir það 3000 kr.
Hótel Capitano býður
Barðsneshlaupurum góðan afslátt af gistingu
sem fyrr.
9. mars
2010 Myndir frá 2009
Nokkrar myndir eru komnar úr Barðsneshlaupinu 2009,
nánar tiltekið frá því er seinna
hollið startaði. Endilega sendið okkur myndir ef
þið eigið.
Barðsnes- og Hellisfjarðarhlaup var hlaupið að
vanda á laugardaginn um verslunarmannahelgi á
Neistaflugi í Neskaupstað. Þetta var þrettánda
hlaupið og það fjölmennasta til þessa:
40 hlauparar komu víða að og hlupu 27 km. Fimmtán
hlupu hins vegar Hellisfjarðarhlaup.
Veður var dágott; hvorki of heitt né kalt,
en brautin blaut. Fyrstur í mark var Stefán Sigtryggsson
á 02:29:38, en hin þrautvana Rannveig Oddsdóttir
setti nýtt brautarmet kvenna á 02:42:20.
Aðstandendur hlaupsins óska öllum þátttakendum
til hamingju með hlaupið og þakka öllum starfsmönnum
hlaupsins fyrir þeirra framlag - ekki síst liðsmönnum
Björgunarsveitarinnar Gerpis sem fór heilar fjórar
ferðir með hlaupara út í Barðsnes.
30. júlí 2009 13. Barðsneshlaupið framundan
Nú styttist heldur betur í Barðsnes- og Hellisfjarðarhlaup
og eins gott að hvíla lúin og vel æfð
beinin fyrir átökin á laugardags-morguninn
næskomandi. Fyrra hollið í Barðsneshlaupi
startar kl. 10 (þeir sem hlaupa þetta á yfir
3 tímum), það síðara kl. 11 - á
sama tíma og Hellisfjarðarhlauparar sem hlaupa 13
km.
Muna svo að skrá sig fyrir kl. 16 föstudaginn
31. júlí. Ekki er hægt að skrá
sig á bryggjunni eins og hingað til.
29.
júlí 2009 Íslandsbanki
styrkir Útibú Íslandsbanka á
Norðfirði hefur gerst aðalstyrktaraðili Barðsneshlaupsins.
Er það vel og sýnir að bankinn hleypur
í takti við fólkið í landinu og
okkur sem höfum yndi af því að hlaupa
um mýrar, fjörur, fjalllendi og móa Norðfjarðarflóans.
Aðstandendur hlaupsins þakka fyrir sig.
29.
júlí 2009 Kvikmynd
um Barðsneshlaupið
Föstudagskvöldið 31. júlí kl. 20:00
verður forsýning á heimildar-kvikmyndinni
BARÐSNES í húsnæði Björgunarsveitarinnar
Gerpis að Nesgötu 4 í Neskaupstað. BARÐSNES
er kvikmynd eftir þá Kristin Pétursson og
Jón Knút Ásmundsson og fjallar um Barðsneshlaupið
og stofnanda þess, Ingólf Sveinsson, hlauparana
og náttúru Norðfjarðarflóans.
Kvikmyndin tekur tæplega eina klst. í sýningu,
allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.
10. júlí 2009 Skráning í hlaup
Búið er að opna fyrir skráningu í
Barðsnes- og Hellisfjarðarhlaup sem fara fram laugardaginn
1. ágúst um verslunarmannahelgina næstu.
Hægt er að skrá sig á Hlaup.is til kl.
16:00 föstudaginn 31. júlí og greiða
þátttökugjald með greiðslukorti. Þeir
sem vilja greiða með millifærslu geta það
einnig, en skrá sig þá með tölvupósti.
8. júlí
2009 Færeyingar boðnir
velkomnir - frítt! Ákveðið
hefur verið að bjóða Færeyingum sem
sérstaklega velkomnum gestum að taka þátt
í hlaupinu þetta árið. Allir Færeyingar
fá frítt í Barðsnes- og Hellisfjarðarhlaup,
en auk þess hefur Magni Kristinsson á Hótel
Capitano boðið fría gistingu í þremur
herbergjum fyrir færeyska hlaupara ( 6 rúm).
Þetta er hugsað sem þakklætisvottur
fyrir vináttu og höfðingsskap Færeyinga
þegar þeir óbeðnir réttu okkur
myndarlegt og hagstætt lán fyrst eftir efnahagshrunið
í haust þegar aðrar þjóðir
vildu lítið við okkur tala. Þeir eru klassafólk,
góðir grannar og náskyldir okkur að fornu
og nýju, ekki síst Austfirðingum. Og svo viljum
við gjarnan fleiri góða ferðamenn austur.
Ingólfur Sveinsson í
viðtali úti í Barðsnesi daginn fyrir
hlaupið 2007.
26. júní 2009 Podcast
Nú er unnið að því hörðum
höndum að klippa efni sem tekið var upp í
Barðsneshlaupinu 2007. Ef allt gengur eftir verður heimildarmyndin
um hlaupið sýnd í Neskaupstað um verslunarmannahelgina
næstu.
Meðal efnis í kvikmyndinni er viðtal við
Ingólf Sveinsson forsprakka hlaupsins. Eitt af því
sem ekki verður notað er skemmtileg og fróðleg
lýsing hans á leiðinni sem hlaupin er. Þetta
er hins vegar stórgott útvarpsefni og því
er þessi frásögn Ingólfs gerð aðgengileg
hér. Meira
22. maí 2009 Barðsnes
nálgast: Enn tími til æfinga
Nú eru rúmir tveir mánuðir í
Barðsneshlaup og enn nægur tími fyrir hlaupara
að koma sér í gott hlaupaform fyrir Barðsnes-
eða Hellisfjarðarhlaup. Innan skamms verða settar
inn á vefinn upplýsingar um hlaupin sem fram fara
í Norðfirði laugardaginn 1. ágúst
- á Neistaflugi sem fyrr.
23.
ágúst 2008 Þorbergur
enn á ferð
Reykvíkingar og nærsveitungar sprettu úr
spori í dag (og þeir utanbæungar sem nennu
höfðu að mæta á þennan fyrsta
lið menningarnætur í höfuðstaðnum)
í 3ja, 10, hálfu- og heilmaraþoni - að
ógleymdu Latabæjarhlaupi - í bankahlaupinu
mikla. Hlaupið var í sannkölluðu Barðsnesveðri;
12 stiga hita, yfirvofandi súld og logni.
Methafi Barðsneshlaupsins og Íslandsmeistari 10 kílómetranna,
Þorbergur Ingi, var þarna mættur og hljóp
hálft maraþon. Skemmst er frá því
að segja að okkar maður varð fyrstur Íslendinga
í mark á tímanum 01:13:16. Þorbergur
bar nokkuð af löndum sínum, því
hann var annar í hlaupinu en næsti Íslendingur
var í 5ta sæti. Við óskum Þorbergi
til hamingju og treystum því að hann mæti
í næsta Barðsneshlaup.
18.
ágúst 2008 Myndir
Vefstjóri hefur komið upp myndasíðu, en
því miður eru aðeins gamlar myndir í
boði enn um sinn því honum hafa engar nýrri
borist. Hann ítrekar því enn og skorar á
hlaupara og/eða aðstandendur þeirra að senda
inn myndir. > Sjá myndir
hér
5. ágúst 2008 Fjöldi hlaupara aldrei meiri
Barðsneshlaupið fór fram á laugardaginn
2. ágúst við ágætar aðstæður.
Metþátttaka var í hlaupinu, en 37 hlupu
heilt hlaup, þ.e. 27 km frá Barðsnesi, og 20
hlupu 13 km frá Hellisfirði.
Allir keppendur komust í mark og margir að hlaupa
í fyrsta sinn og að sögn mjög hrifnir af
hlaupinu og hlaupaleiðinni. Sigurvegari í ár
er Norðfirðingurinn Valur Þórsson, en Valur
var einn af fjölmörgum brottfluttum Norðfirðingum
sem tóku þátt að þessu sinni.
Þorbergur Jónsson Barðsneskóngur
var ekki með í ár , enda staddur erlendis.
Hann náði sínum besta tíma á
síðasta ári, rétt undir tveimur tímum,
en tími Vals núna var tveir tímar og tíu
mínutur. Sjá má viðtal við Þorberg
hér í vefnum.
Undirbúningsnefnd hlaupsins þakkar þátttakendum
fyrir gott samstarf og skemmtilega keppni. Þá vill
hún þakka starfsmönnum, styrktaraðilum,
Sævari Hreinssyni og Björgunarsveitinni Gerpi kærlegar
fyrir alla aðstoð, enda aðkoma þessara aðila
forsenda þess að hægt sé að bjóða
upp á Barðsnes- og Hellisfjarðarhlaup með
þeim hætti sem gert er ár hvert um verslunarmannahelgi.
2. ágúst 2008 Metskráning, ekkert annað!
12. hlaupið
Þetta verður ekki leiðinlegt hlaup í dag.
Aldrei fleiri skráðir og lítur út fyrir
fullkomið hlaupaveður. Góða ferð og góða
skemmtun!
31. júlí 2008 Fjölmargir búnir að
skrá sig
Nú eru aðeins tveir dagar í Barðsneshlaup.
Skráning hefur tekið mikinn kipp þessa vikuna
og stefnir allt í mjög góða þátttöku
í hvort tveggja Barðsnes- og Hellisfjarðarhlaupi.
Hlauparar koma víða að: Bandaríkjunum,
Þýskalandi, Lúxemborg ... og meira að
segja Kópavogi.
Vefstjóri vekur athygli á viðtali við
Þorberg Inga Barðsnesmethafa sem nýkomið
er í vefinn. Viðtalið er úr væntanlegri
kvikmynd Kristins Péturssonar um hlaupið. Sjá
hér
4. júlí 2008 Barðsnesið bíður!
Barðsneshlaup fer venju samkvæmt fram á laugardegi
um verslunarmannahelgi. Hver einasti langhlaupari með vott
af sjálfsvirðingu lætur ekki hjá líða
í sínu lífshlaupi að taka a.m.k. einu
sinni þátt í hinu fjörlega 27 km fjöru-
og fjallahlaupi sem byrjar úti á miðju Barðsnesi,
liggur um þrjá firði og endar inni í
miðjum bæ Neskaupstaðar. Fæstir láta
eitt hlaup nægja!
Semsagt: Barðsnes- og Hellisfjarðarhlaup fara
fram að morgni laugardagsins 2. ágúst n.k.
Meira
Barðsneshlaupið er óvenju fjölbreytt og
skemmtilegt hlaup sem breiður hópur fólks
á öllum aldri getur tekið þátt
í, því þú getur hlaupið
eins og þú eigir lífið að leysa
eða bara gengið og skokkað á víxl;
hvort tveggja skilar þér örugglega í
mark samdægurs (óþarfi að taka tjaldið
með!).
Vertu til þegar Barðsnesið kallar á þig
2. ágúst 2008!
7. ágúst 2007 Nýtt met í Barðsneshlaupi:
tvegga stunda múrinn hruninn!
Barðsneshlaup og Hellisfjarðarhlaup voru hlaupin laugardaginn
4. ágúst s.l. í mildu veðri. Aldrei
áður hafa jafn margir tekið þátt;
28 hlauparar voru skráðir í og luku Barðsneshlaupi;
13 hlauparar í Hellisfjarðarhlaup. Tólf hlupu
Barðsnes undir þremur tímum.
> Sjá tímana úr
13 km og 27 km
> Sjá kynningu á
heimildarmynd í vinnslu
Helst bar til tíðinda í þessu 11. Barðsneshlaupi
að Norðfirðingurinn þindarlausi, Þorbergur
Ingi, bætti tíma sinn um tvær og hálfa
mínútu eða svo og komst þar með
vel undir tveggja stunda múrinn sem daginn áður
virtist ætla að standa mun lengur, alltént
samkvæmt viðtali vefstjóra við hlauparann.
Tími Þorbergs er svo góður að ætla
mætti að hann standi hér eftir - mætti,
segi ég, því fast á hæla Þorbergs
kom yngri bróðir hans og tók annað sætið
örugglega. Bróðirinn Halldór var á
mun betri tíma en sá eldri skilaði í
sínu fyrsta hlaupi, en þetta var hans fyrsta hlaup
og segir aðspurður að það verði líka
það síðasta. Við sjáum til með
það.
Í MARK Á NÝJU METI
Aðspurður eftir hlaupið sagðist Þorbegur
hafa stillt úrið sitt þannig að það
pípti ef hann missti tempóið í
hlaupinu upp fyrir tvo tímana. Úrið
gerði sitt og Þorbergur gott betur; kom í
mark á einni klst og tæpum 58 mínútum!
Þróunin í hlaupum Þorbergs:
2007: 1:57:55
2006: 2:03:58
2005: 2:00:29
2004: 2:02:28
2003: hljóp ekki
2002: 2:09:35
2001: 2:12:49
18. júlí 2007 Skráðu þig í
hlaupin hér í
vefnum og sparaðu pening!
Búið er að virkja netskráningu í
Barðsneshlaup og Hellisfjarðarhlaup. Þú
sparar pening með því að skrá þig
á netinu og greiða þátttökugjald
með millifærslu eigi síðar en degi fyrir
hlaup.
Nú er líka hægt að senda aðstandendum
hlaupsins póst beint úr vefnum.
27. júní 2007 Nýtt efni í Barðsnesvefinn
Vefstjóri hefur tekið saman síðu sem inniheldur
nokkrar spurningar sem kunna að brenna á hlaupurum
og náttúrlega svör við þeim >
Sjá Q&A í hausi vefjarins.
Hlauparar og aðrir áhugamenn eru hvattir til að
leggja inn fleiri spurningar.
Einnig er komin inn síða um gistingu
í Neskaupstað og væntanleg er samantekt
á 30 bestu tímum í Barðsneshlaupi.
23. júní 2007 Nú er að herða æfingar!
Jæja, nú líður að Barðsneshlaupi
2007. Við minnum á að nú verður öðru
sinni boðið upp á s.k. Hellisfjarðarhlaup
sem er um 13 km og því u.þ.b. hálft
Barðsneshlaup. Styttri hlaup verða ekki í boði.
Innan skamms verður hægt að ganga frá skráningu
hér í vefnum. Skipulag hlaupanna verður annars
sem hér segir:
Barðsneshlaup 27 km
Laugardagur, 4. ágúst. Startað í tveimur
hollum, þ.e. kl. 10 (bátur til Barðsness kl.
9) og kl. 11 (bátur bátur til Barðsness kl.
10). Hellisfjarðarhlaup 13 km
Laugardagur, 4. ágúst. Tími og bátur
gefið upp síðar.
5. apríl 2007 Nu snakker vi dansk!
Barðsneshlaupið er komið á kortið hjá
ævintýragjörnum hlaupurum út um allan
heim og því verður Barðsnesvefurinn að
gera sig skiljanlegan á sem flestum tungum. Við höfum
því tekið saman upplýsingar um hlaupið
á dönsku.
7. nóvember 2006 Umfjöllun í sænska
Runner's World
Barðsneshlaupið er að komast á kortið
hjá ævintýragjörnum hlaupurum hér
og þar í heiminum. Að minnsta kosti hjá
frændum vorum í Skandinavíu. Vefstjóra
barst fyrirspurn frá sænskum hlaupara sem hafði
lesið um hlaupið í sænsku útgáfunni
af Runner's World. Var hann umsvifalaust fenginn til að
senda okkur greinina og fær hér góðar
þakkir fyrir.
25. október 2006 Um Barðsneshlaupið á
ensku
Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir erlendis frá
um Barðsneshlaupið. Staðið hefur til að
setja upp kynningu á hlaupinu á ensku og nú
hefur loksins orðið úr því: komin
stutt kynning sem vonandi verður ítarlegri þegar
þýðingardeildin er farin að skila fullum
afköstum.
TILBÚIN Í HLAUPIÐ
Keppendur í 13 km hlaupi - hálfu Barðsneshlaupi
- við upphaf hlaups í fagurri náttúru
Hellisfjarðar.
7. ágúst 2006 Góð mæting í
Barðsneshlaup
Barðneshlaup var hlaupið í tíunda sinn
laugardaginn 5. ágúst síðastliðinn.
Hlaupið tókst í alla staði vel og var
þátttaka góð. Hlýtt var í
veðri en sólin spör á geisla sína.
Sem sagt, hið hentugasta veður til langhlaupa.
Það var heimamaðurinn þindarlausi, Þorbergur
Jónsson, sem sigraði að vanda. Honum tókst
þó ekki að bæta tíma sinn frá
2005 (2:00:29) og því eiga hlauparar landsins enn
það skemmtilega og ögrandi verkefni eftir að
sigrast á tveggja tíma múrnum.
Það voru 26 hlauparar sem luku hlaupi, en hér
fyrir neðan má sjá tíma þeirra.
Tímaverðir voru þær Þorbjörg
Traustadóttir og Guðrún Ásgeirsdóttir,
en Jón Einar Marteinsson sá um tímaskráningu.
Minni á að ekki er seinna vænna en að fara
að leggja drög að hlaupinu næsta sumar, þann
4. ágúst 2007!
2. ágúst 2006 Tíunda Barðsneshlaupið Nú er komið að því
að Barðsneshlaup verði hlaupið í tíunda
sinn. Barðsneshlaup er 27 km víðavangshlaup frá
Barðsnesi, sunnan Norðfjarðarflóa til Neskaupstaðar
um firðina þrjá sem ganga inn úr flóanum,
það er Viðfjörð, Hellisfjörð
og Norðfjörð. Björgunarsveitin Gerpir ferjar
þátttakendur frá Neskaupstað að
Barðsnesi, aðstoðar og fylgist með frá
sjó. Læknar og hjúkrunarfólk Fjórðungssjúkrahússins
í Neskaupstað annast heilsugæslu.
Tvö hlaup í boði
Að þessu sinni verða tvær vegalengdir í
boði um sömu brautina. Fyrst er það að
sjálfsögðu Barðsneshlaupið með sína
27 km, en síðan er nú í fyrsta skipti
boðið upp á 13 km hlaup sem kemur í
staðinn fyrir 10 km hlaupið sem hingað til hefur
verið hlaupið inni í bænum. Nú verða
sem sagt hlaupnir 13 km og hefst hlaupið í Hellisfirði.
Hlauparar verða ferjaðir frá Bæjarbryggjunni,
en hlauparar eru beðnir um að athuga með tímasetningu
hlaupsins hjá skipuleggjendum.
BARÐSNESHLAUP 27 km, laugard, 5. ágúst,
bátur kl. 9 og 10, start á Barðsnesi kl. 10
og 11.
HELLISFJARÐARHLAUP 13 km, laugard. 5. ágúst,
tímasetning báts og hlaups uppgefið á
staðnum.
Ræsing
Barðsneshlaupið fer fram laugardaginn 5. ágúst
og hefst á Barðsnesi. Ræsing hlaupsins er tvískipt.
Þeir hlauparar sem reikna með að ljúka
hlaupi á þremur klst. eða þar yfir verða
ræstir kl.10.00. Hinir sem reikna með að
ljúka hlaupi á innan við þremur klst.
verða ræstir kl. 11.00.
Þessi tvískipting hefur gefið góða
raun og gerir hlaupið skemmtilegra bæði fyrir
þátttakendur og þá sem fylgjast með
því hlauparar koma þá í mark
á svipuðum tíma.
Fyrirkomulag
Þar sem startað er í tveimur hollum er fyrri
hópurinn ferjaður frá Bæjarbryggjunni
í Neskaupstað yfir að Barðsnesi kl. 9, en
síðari hópurinn kl. 10.
Þátttökugjald og verðlaun
Þátttökugjald er kr. 2000 fyrir þá
sem skrá sig fyrir hádegi á föstudag,
4. ágúst, en annars kr. 3000 og greiðist á
Bæjarbryggjunni þaðan sem ferjað er yfir
á Barðsnes.
Farandbikar er veittur fyrir bestan árangur kvenna og
karla í hlaupinu. Útdráttarverðlaun
eru einnig veitt. Aldursflokkaskipting er um 40 og 60 ára
aldur. Bikar gefinn til minningar um Norðfirðinginn
Bassa í Garði veitist þeirri sveit kvenna,
karla eða blandaðri sveit sem hefur bestan tíma
í hlaupinu samanlagt.
Meðal útdráttarverðlauna er kvöldverðarhlaðborð
fyrir tvo í Gistihúsinu á Egilsstöðum
sem stendur við Lagarfljót. Einnig þríréttuð
máltíð fyrir tvo á Hótel Eddu
í Neskaupstað. Þar er ágætt útsýni
yfir fjörðinn og stóran hluta af hlaupaleiðinni.
1. ágúst 2006 Barðnesvefurinn fær nýtt
útlit
Vefur Barðsneshlaupsins hefur nú fengið nýtt
útlit. Það er Kristinn Pétursson hjá
MÍNERVU - miðlun og útgáfu sem hefur
fært vefinn í nýjan búning og mun
hann einnig annast ritstjórn vefjarins. Verður nú
meira lagt upp úr því að hafa ýmiskonar
fróðleik um hlaupið í vefnum.
TÍMARNIR
Tímar í Barðsnes-
og Hellisfjarðar-
hlaupi 2001 til 2012:
BARDSNES
OFF ROAD RUN
The
Bardsnes off road run is an annual 27 km adventure race
in East-Iceland, held in and around the town of Neskaup-stadur
the first Saturday in August. Read
more
FRÉTTIR
7.
ágúst 2007 Nýtt met
í Barðsneshlaupi:
tvegga stunda múrinn hruninn!
Barðsneshlaup og Hellisfjarðarhlaup voru hlaupin
laugardaginn 4. ágúst s.l. í mildu
veðri. Aldrei áður hafa jafn margir tekið
þátt; 28 hlauparar voru skráðir
í og luku Barðsneshlaupi; 13 hlauparar í
Hellisfjarðarhlaup. Tólf hlupu Barðsnes
undir þremur tímum. Meira
SÖGUR
ÚR HLAUPINU
Sjö
km inn í Viðfjörð, sex inn í
Hellisfjörð, þó nokkrir km upp Götuhjallann
og þaðan hellingur í bæinn. Svona
skiptir maður leiðinni upp og reynir að áætla
hversu hratt megi hlaupa svo maður drífi alla
leið. Lesa
UMSAGNIR
Það voru þreyttir
en ánægðir menn sem báru saman
bækur sínar í heitu pottunum að
hlaupi loknu. Var það almennur rómur
okkar, sem vorum að þreyta þetta hlaup
í fyrsta sinni, að þetta væri eitthvert
skemmtilegasta og fjölbreyttasta hlaup sem við
hefðum tekið þátt í.
Meira
HAGNÝTAR
UPPLÝSINGAR
Gisting Tvö hótel eru í
Neskaupstað, en einnig ókeypis tjaldsvæði
með ágætri þjónustu. Hótel
Capitano býður Barðsneshlaupurum sérstakan
afslátt af gistingu. Meira