Dansk Svenska English Barðsneshlaup á Facebook @ infó   s&s  
Aftur á forsíðu.
Vertu með í Barðsneshlaupi!
... BARÐSNESHLAUP
... HELLISFJARÐARHLAUP
... SKRÁNING
... BESTU TÍIMAR
... FRÉTTIR
... SÖGUR
... UMSAGNIR
... AÐSTANDENDUR
... SPURT & SVARAÐ
... MYNDIR
... VÍDJÓ
... PODCAST
BARÐSNESBÍÓ
Smelltu til að horfa á viðtal
Viðtal við Þorberg Barðsneskóng
STYRKTARAÐILAR
Fjölmargir koma að skipulagningu Barðsneshlaupsins. Hér eru nefndir helstu styrktaraðilarnir:
Íslandsbanki
Rúmfatalagerinn
SÚN Fjarðasport
Neistaflug
Ölgerðin
Björgunarsveitin Gerpir
Hlaup.is
Sundlaugin í Neskaupstað
SAGAN


Byggð um Suðurbæi, Viðfjörð og Hellisfjörð fór í eyði fyrir og um 1955. Bæjaröðin er þessi: Barðsnes, Gerði (Barðsnesgerði), Gerðisstekkur, Stuðlar, Borg, Viðfjörður, Hellisfjörður og Sveinsstaðir í Hellisfirði og liggur hlaupaleiðin um tún flestra eyðibýlanna.

Í Viðfirði var áður höfuðból og mjög reimt. Þar stendur reisulegur bær frá 1938 sem Guðjón Samúelsson arkitekt teiknaði. Þjóðleiðin til Neskaupstaðar lá yfir Dys og út í Viðfjörð til 1949 en þá var lagður vegur yfir Oddsskarð. Voru bílar og farþegar ferjaðir með bát frá Viðfirði til Neskaupstaðar.
Barðsnes 2005
eftir Þorlák Axel Jónsson

Ég hljóp Barðsneshlaup um verslunarmannahelgina 2005. Lengi vel var allt í sómanum, veðrið var frábært og sól skein í heiði. Leiðin var sæmilega greiðfær til að byrja með og fór svo batnandi þegar komið var inn í fyrsta fjörðinn af þrem en versnaði snögglega þegar hlaupið var niður svokallaðan Viðfjarðarmúla. Aftur batnaði leiðin í Hellisfirði en varð síðan torsótt yfir svonefndan Götuhjalla. Þá var farið að styttast og sá heim í Norðfjörð en þá tókst mér að villast.

Allir voru ferjaðir á gúmmíbáti frá Neskaupstað til Barðsness, það var skemmtileg upplifun. Tímasetningar stóðust, drykkjarstöðvar vel mannaðar og maður hafði ekki á tilfinningunni að maður bæri beinin þarnaí fjöllunum þó maður væri einn og yfirgefinn á ókunnum slóðum. Lengi vel er leiðin rækilega merkt - enda eins gott af því að það gæti klárað þrek hlaupara að leita leiðarinnar t.d. þegar hlaupið er ofan Viðfjarðarmúla eða niður Götuhjallann. En mér tókst þrátt fyrir merkingar að villast.

Við hlauparar ræddum það á eftir að þegar maður byrjar að villast, þá heldur maður áfram að villast og það var það sem gerðist. Fyrst lenti ég inni í girðingu þar sem var ekki bara ein stika heldur tugir eða hundruð slíkra, lenti á rafmagnsgirðingu og vippaði mér yfir hana, fann stikur á ný og stefndi "fram í Norðfjarðarsveit", sem var það eina sem ég vissi um framhaldið. Ég hafði skilið leiðarlýsinguna þannig að það ætti að finna þjóðveginn og fylgja honum svo í bæinn. Maður á bóndabæ sem ég var í þann mund að hlaupa framhjá, sagði mér að ég færi villur vegar og benti mér á hvar ég ætti að fara yfir ána. Þar lenti ég raunar uppi á "gríninu" með einhverjum golfleikurum og tók stefnuna á bílastæðið við golfvöllinn. Þeir sneru mér á rétta braut en þá tókst mér enn að villast og krækti fyrir flugvöllinn var mér sagt en hef enn ekki áttað mig á hvar ég hefði átt að hlaupa ef ekki þarna.

Sjálfur hef ég tekið þátt í að skipuleggja Akureyrarhlaup undanfarin ár og veit allt um það hversu erfitt er að átta sig á því hvar ókunnugir geti villst. Sjálfur er maður blindur á smugur sem engum heilvita manni ætti að detta í huga að fara um. En eins og máltækið segir "víða ratar Ingjaldsfíflið". Ég mæli með Barðsneshlaupi sem utanvegahlaupi. Það er erfiðara heldur en Þorvaldsdalshlaup þó það sé ekki mikið lengra.

Davíð Hjálmar Haraldsson setti saman eftirfaradi vísur um hlaup Þorláks:

Barðsneshlaup mun örðugt enn.
Er þar flest á hvolfi.
Við rafgirðingar rembast menn
og reyna sig í golfi.

Við flugvélar þeir fara í kapp,
á fjallaslóða tryllast
og Þorláki sem þangað skrapp
því miður tókst að villast.


Þessi pistill Þorláks er fenginn af vef Langhlauparadeildar UFA,
www.ufa.is
TÍMARNIR
Tímar í Barðsnes- og Hellisfjarðar-
hlaupi 2001 til 2012:
BARDSNES OFF ROAD RUN
The Bardsnes off road run is an annual 27 km adventure race in East-Iceland, held in and around the town of Neskaup-stadur the first Saturday in August. Read more
FRÉTTIR
7. ágúst 2007
Nýtt met í Barðsneshlaupi:
tvegga stunda múrinn hruninn!

Barðsneshlaup og Hellisfjarðarhlaup voru hlaupin laugardaginn 4. ágúst s.l. í mildu veðri. Aldrei áður hafa jafn margir tekið þátt; 28 hlauparar voru skráðir í og luku Barðsneshlaupi; 13 hlauparar í Hellisfjarðarhlaup. Tólf hlupu Barðsnes undir þremur tímum. Meira
SÖGUR ÚR HLAUPINU
„Sjö km inn í Viðfjörð, sex inn í Hellisfjörð, þó nokkrir km upp Götuhjallann og þaðan hellingur í bæinn. Svona skiptir maður leiðinni upp og reynir að áætla hversu hratt megi hlaupa svo maður drífi alla leið.“ Lesa
UMSAGNIR
„Það voru þreyttir en ánægðir menn sem báru saman bækur sínar í heitu pottunum að hlaupi loknu. Var það almennur rómur okkar, sem vorum að þreyta þetta hlaup í fyrsta sinni, að þetta væri eitthvert skemmtilegasta og fjölbreyttasta hlaup sem við hefðum tekið þátt í.“ Meira

eXTReMe Tracker
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR


Gisting Tvö hótel eru í Neskaupstað, en einnig ókeypis tjaldsvæði með ágætri þjónustu. Hótel Capitano býður Barðsneshlaupurum sérstakan afslátt af gistingu. Meira
Vefhönnun & umsjón: MÍNERVA - miðlun og útgáfa | vefstjóri: kristinn@minervamidlun.is
Vertu vinur! Vertu vinur Barðsneshlaupsins á Facebook