Og sagan heldur áfram
Fyrir u.þ.b. sex mánuðum upplýsti ég lesendur síðunnar um að senn hæfist nýr kafli í sögunni okkar Sigrúnar. Yfirskrift kaflans er: "Að vera afi og amma." Og nú er komið að kaflaskilum, því kl. 00:30 kom í heiminn undurfalleg hnáta. Hún er 10 merkur og 49 cm, lík pabba sínum og með tærnar hennar mömmu sinnar. Edgar og Guðrún hafa þegar valið henni nafn og heitir hún því fallega nafni Klara og er því Klara Edgarsdóttir. Við Sigrún erum afar stolt og hamingjusöm með litlu dömuna. Okkur hlakkar til að takast á við nýtt hlutverk og getum ekki beðið eftir því að fara að dekra við litlu perluna sem við vitum að á eftir að krydda tilveru okkar og veita okkur ómældar gleði- og ánægjustundir.
4 Ummæli:
Innilega til hamingju með litlu afa og ömmu stelpuna ykkar! Af mömmu og pabba að dæma þá er rosa gaman að vera amma og afi!! Njótið þess í botn!
Innilega til hamingju. ÞEtta er skelfilegt að vinna núna á skrifstofunni með eintómum öfum og ömmum sem gera ekki annað en að monta sig af afkomendum sínum. Manni líður eins og manni gæti ímyndað sér að starfs menn á Grund líði.
Fallegt nafn á litlu dömunni. Byrjar líka á flottum staf.
Bestu óskir. Kiddi Klettur
Jæja kom að því..! Við hjónin bjóðum ykkur velkomin í afa og ömmu klúbbinn með innilegri hamingjuósk. Þið eigið eftir að komast að því hvað þetta er skemmtilegt hlutverk og gefandi.
Maður má spilla barnabörnunum með ofdekri þó það hafi ekki mátt við okkar börn.
Bkv Erling og Erla
Til hamingju með að vera orðin afi og amma :-)
Kv. Gunna á Selfossi
Sendu inn athugasemd
<< Heim