Betra líf
"Ég hef farið í "naflaskoðun" og fundið út að það væri lausn á mörgum vandamálum að eiga fullt af peningum því þá gæti ég verið rausnarlegi og í kjölfarið liðið betur með sjálfan mig sem manneskju. Ef ég ætti fullt af peningum þyrfti ég ekki að einblína á innkomu mína en þess í stað einbeitt mér að því að njóta vinnunnar. Ef ég nyti vinnunnar án tillits til tekna mundi það smita út frá sér og fleiri mundu vilja vera í viðskiptum við mig. Þar með væri ég kominn í himneskan hring fjárhagslegs stöðugleika og hamingju. Ég veit ekki hvort þetta hljómar rökrétt fyrir ykkur en það gerði það fyrir mér.
Í dag hef ég komist að því að þetta er alröng forgangsniðurröðun. Númer eitt, tvö og þrjú er að njóta vinnunnar. Ef ég nýt þess að vinna vinnuna mína vel, ef ég hnika ekki frá eigin réttlætiskennd og ef ég samgleðst þeim sem ég vinn vel fyrir þá mun það alltaf á endanum skila mér því lífi sem ég sækist eftir. Innifalið í því sem ég sækist eftir er fjárhagslegt öryggi en það er ekki forsendan fyrir því."
Fréttablaðið 5. mars 2006 - Útdráttur úr bakþönkum Vernharðs Þorleifssonar
Í dag hef ég komist að því að þetta er alröng forgangsniðurröðun. Númer eitt, tvö og þrjú er að njóta vinnunnar. Ef ég nýt þess að vinna vinnuna mína vel, ef ég hnika ekki frá eigin réttlætiskennd og ef ég samgleðst þeim sem ég vinn vel fyrir þá mun það alltaf á endanum skila mér því lífi sem ég sækist eftir. Innifalið í því sem ég sækist eftir er fjárhagslegt öryggi en það er ekki forsendan fyrir því."
Fréttablaðið 5. mars 2006 - Útdráttur úr bakþönkum Vernharðs Þorleifssonar
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim