Er Guð hinn sami í dag og hann var í gær?
Á Hvítasunnudag var ég á samkomu í Hvítasunnukirkjunni í Kirkjulækjarkoti. Alltaf er jafn gott að koma í heima-kirkjuna mína sem ég kalla en ég er fæddur og uppalinn í Kirkjulækjarkoti og ólst upp við það að sækja samkomur í kirkjunni sem afi minn, Guðni Markússon, veitti forstöðu.
Ein af minningunum sem ég hef af þeim samkomum er þegar Willy Hansen, Nýsjálenskur trúboði lagði yfir mig hendur og bað Guð að lækna mig af þrálátum höfuðverkjaköstum sem ég hafði þjáðst af allt frá því að ég mundi eftir mér. Til að gera langa sögu stutta, þá hef ég aldrei fengið höfuðverk síðan sem má rekja til annars en þreytu o.þ.h. Með öðrum orðum Guð læknaði mig.
Þegar þessi atburður gerðist hef ég líklega verið um 10 ára gamall, það eru sem sagt rúm 30 ár síðan. En er Guð hinn sami og þá?
Á samkomunni á Hvítasunnudag stóð upp og gaf vitnisburð sinn, bróðurdóttir mín sem þjáðst hefur í mörg ár af síþreytu og vefjagigt og vegna þess verið ófær um að sinna þeim hlutum sem þeim sem heilbrigðir eru, finnst sjálfsagt. Sem dæmi, hafi hún reynt að stinga niður skóflu hefur það kostað hana rúmlegu.
Fyrir u.þ.b. einum mánuði bað kanadísk kona fyrir henni til lækninga. Og líkt og var í mínu tilfelli, til að gera langa sögu stutta, þá hefur hún frá þeirri stundu verið full af krafti og orku og gert hluti sem hún hefur ekki getað gert í mörg ár. Sem dæmi skorið þökur án þess svo mikið sem að blása úr nös. Og telst þó þökuskurður til karlsmannsverka (Kristján athugi það). Guð er búinn að lækna hana, um það geta margir vitnað.
Guð er hinn sami í dag og hann var fyrir 30 árum, hann mun einnig vera hinn sami á morgun og hann verður um aldir alda.
Ein af minningunum sem ég hef af þeim samkomum er þegar Willy Hansen, Nýsjálenskur trúboði lagði yfir mig hendur og bað Guð að lækna mig af þrálátum höfuðverkjaköstum sem ég hafði þjáðst af allt frá því að ég mundi eftir mér. Til að gera langa sögu stutta, þá hef ég aldrei fengið höfuðverk síðan sem má rekja til annars en þreytu o.þ.h. Með öðrum orðum Guð læknaði mig.
Þegar þessi atburður gerðist hef ég líklega verið um 10 ára gamall, það eru sem sagt rúm 30 ár síðan. En er Guð hinn sami og þá?
Á samkomunni á Hvítasunnudag stóð upp og gaf vitnisburð sinn, bróðurdóttir mín sem þjáðst hefur í mörg ár af síþreytu og vefjagigt og vegna þess verið ófær um að sinna þeim hlutum sem þeim sem heilbrigðir eru, finnst sjálfsagt. Sem dæmi, hafi hún reynt að stinga niður skóflu hefur það kostað hana rúmlegu.
Fyrir u.þ.b. einum mánuði bað kanadísk kona fyrir henni til lækninga. Og líkt og var í mínu tilfelli, til að gera langa sögu stutta, þá hefur hún frá þeirri stundu verið full af krafti og orku og gert hluti sem hún hefur ekki getað gert í mörg ár. Sem dæmi skorið þökur án þess svo mikið sem að blása úr nös. Og telst þó þökuskurður til karlsmannsverka (Kristján athugi það). Guð er búinn að lækna hana, um það geta margir vitnað.
Guð er hinn sami í dag og hann var fyrir 30 árum, hann mun einnig vera hinn sami á morgun og hann verður um aldir alda.
0 Ummæli:
Sendu inn athugasemd
<< Heim