Kotningar vorið 2006

Villtu hafa val um að komast á milli staða með vistvænum, hollum og sparsömum hætti?
Villtu auka rými fyrir bílinn þinn á akbrautunum án þess að breikka og stækka akbrautakerfið?
Villtu fá öruggar samgöngur fyrir sjálfan þig og börnin þín.
Villtu minnka loft- og háfaðamengun?
Ef þú villt arðbærustu samgöngur sem völ er á í þettbýli þá ættir þú að kynna þér skoðun stjórnmálaflokkana á hjólreiðabrautum.

 



Nú fer að liða að sveitastjórnarkosningum. Það er hið besta mál og ættu kosningar vera oftar en aðeins á fjögurra ára fresti.
En það eru farnar að renna tvær grímur á þau okkar sem staðið hafa að baráttu um bættar samgöngur til hjólreiðar í nærri tvo áratugi.
Enn eru til stjórnmálaöfl sem hafa ekki áhuga á því að bæta aðstöðu hjólreiðafólks þó svo sannað sé að það séu arðbærustu samgöngubætur sem hægt er að framkvæma í þéttbýli.

Hér koma nokkur atriði sem fólk ætti að hafa hugfast þegar það stendur í kjörklefa og vilja sjá betrumbætur fyrir alla vegfarendur.

Sjálfstæðisflokkurinn litur ekki á hjólreiðar sem valkosti til samgangna. Allt bendir til að það eina sem hæfi Samgönguráðuneyti Sjálfstæðisflokksins séu vélknúnar samgöngur. Þá líta þeir svo á að besta lausnin við mikilli bílaumferð sé að breikka og stækka akbrautir, liklega út í hið óendanleg. Sjálfstæðisflokkurinn er liklega eini flokkurinn á Íslandi sem telur almennt veðurfar svo vont og landslag svo hrikalegt að það sé hvorki hundi út sigandi eða fólki bjóðandi að hjóla á milli staða.
Í Sjálfstæðisflokknum starfar þó fólk sem hefur ágæta innsýn í vanda óvarinna vegfarenda. http://islandia.is/lhm/frettir/2006/xd.htm

En það góða fólk má sín þó lítils ef það er í andstöðu við hefðbundin gildi eða í anda flokksforustunnar. Skoðun flokksforustunnar sést best á ummælum Sturlu Böðvarssonar á Alþingi þar sem hann telur óvélvædda umferð sér óviðkomandi.
http://www.althingi.is/altext/130/04/l23114942.sgml
Þá er einnig lítill áhugi á því að gera vel við óvélvædda umferð.
http://www.althingi.is/altext/130/10/l08151325.sgml
Sjálstæðisflokkurinn hefur haft alla möguleika á því að koma hjólreiðum að í Samgönguáætlun og aðlaga umferðalög að breittu samgönguumhverfi en þeir hafa ekki viljað ræða það. Ráðherrar Sjálstæðisflokksins hafa allir sagt að hjólreiðabrautir séu á ábyrgð sveitafélaganna þar sem hvert sveitafélag hugsar með sínu nefi. Því er næsta víst að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson boðar ekki bjarta framtíð fyrir hjólreiðafólk.
http://islandia.is/lhm/frettir/2006/230606.htm og http://xd.is

Það tók Samfylkingunni 12 ár að komast að því að einkabílavæðing "allra" hefur neikvæð áhrif á borgarlífið. Það er því nú á síðasta ári að sjá má merkjanlega stefnubreyting til góðs fyrir okkur hjólreiðafólk í skipulagsmálum borgarinnar. Í Samfylkinguni er að finna fólk sem vill sjá breytingar í samgöngu- og skipulagsmálum en það hefði eins mátt gerast fyrr. Nú má sjá hjólreiðabrautir á teikniborðinu í Lönguhlíð og í Hlemmur+ skipulaginu. http://islandia.is/lhm/BrefLHM/2006/Hlemmur%20plus.pdf
Samfylkingin hefur göngu- og hjólreiðstíga á stefnuskrá sinni en eru þá í flestum tilfellum að fjalla um gangstéttir eins og þær hafa verið lagðar í tíð R-listans. Þó það sé hvergi fullnægjandi þá svöruðu flestir frambjóðendur í forvali Samfykingarinnar þessu:
http://www.islandia.is/nature/frettir/2006/xs.htm
Að sama skapi hafa hjólreiðamenn líka haft ágætan málsvara á Alþingi, hann Mörð Árnason hjólreiðamann.
http://www.althingi.is/altext/130/10/l08151325.sgml og
http://www.althingi.is/altext/131/11/l02170506.sgml
Meira: http://xs.is/

Vinstri grænir hefðu geta látið meira að sér kveða í tíð R-listans.  En stefna þeirra hefur verið að skýrast undanfarin misseri. Í dag má segja að þeir hafi skírustu stefnuna í málefnum hjólreiðafólks og bera þar höfuð og herðar yfir aðra flokka. Þar ber fyrst að nefna þingsályktunartillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur.
http://www.althingi.is/altext/130/s/0321.html Einhverra hluta vegna hefur núverandi stjórnarmeirihluti Alþingis ekki haft áhuga á því að veita þessari mikilvægu tillögu brautargengi. Kolbrún hefur lika lagt fram fyrirspurn
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=130&mnr=60 og skrifað blaðagrein
http://islandia.is/lhm/frettir/2004/121104.htm
Svandís Svavarsdóttur sem skipar fyrsta sæti VG í Reykjavík hefur lika skrifað blaðagrein.
http://islandia.is/lhm/greinasafn/2006/svandis090506.htm
Það var svo pólitísk ákvörðun Árna Þórs Sigurðssonar að leggja fyrstu hjólreiðabrautina.
http://islandia.is/lhm/Adgengi/fyrsta/hjolabrautin.htm
Meira: http://xv.is/

Frjálslyndi flokkurinn hefur sýnt hjólreiðum áhuga með því að mæta á uppákomur tengdum hjólreiðum. Flokkurinn hefur á að skipa fólki sem liklega gætu sýnt samgöngum hjólreiðafólks áhuga þegar komið er í stjórn. En stefnan mætti vera skírari. Hún er einhverskonar blanda stefnu Sjálfstæðisflokksins þar sem fyrst og fremst er hugsað um að greiða úr bílaumferð sem hingað til hefur bitnað á umferð gangandi og hjólandi og Vinstri grænna sem telja hjólreiðar ákjósanlegum samgöngumáta.
http://www.f-listinn.is/default.asp?sid_id=25549&tre_rod=002|008|&tId=1
Meira: http://xf.is

Framsóknarflokkurinn Enginn meðlimur flokksins hefur skrifað um hjólreiðar eða fjallað um hjólreiðar á opinberum vetvangi, svo vitað sé. Hann hefur ekki mætt á neinar ráðstefnur, uppákomur eða fundi á vegum hjólreiðasamtaka og auglýsir sig helst akandi um á Hummer.
Meira: http://www.framsokn.is/ og http://shadow.government.eu.org/exbje.gif

 

Á það skal minnst að Reykjavíkurborg hefur nýverið lagt fram og samþykkt ákaflega metnaðarfulla stefnumótun í samgöngumálum þar sem stefnt er að því að gera hjólreiðar að ákjósanlegum samgöngumáta. Það er mjög liklegt að henni verðið kastað fyrir róða ef nýtt stjórnmálaafl kemst að í borgini.
http://samgongur.is/template25400.asp?pageid=5071&newsid=8035
Það vill liklega enginn sjá Reykjavík eins og Huston.

Hér kemur svo "Athugasemd við umferðaröryggisáætlun" sem lýsir ágætlega aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart óvélvæddri umferð.
http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2004/athumferd.htm

Ef þú hefur eitthvað við þessa umfjöllun að athuga vinsamlegast sendið póst á lhm@islandia.is

Magnús Bergsson

 

Kjósum bætt aðgengi hjólreiðafólks Kjósum rétt þann 27. maí 2006