Í tilefni sveitastjórnarkostninga 27. maí 2006

Til upplýsingar:

Ég mætti á kynningarfund Sjálfstæðisflokksins (X-D) í Landsímahúsinu við Austurvöll í gærkvöldi (22. maí 2006) þar sem Vilhjálmur greindi frá stefnu sinni.

Ég spurði hann eftirfarandi spurningar:

Ég hef búið erlendis í ellefu ár og kynnst borgum eins og Houston þar sem einkabíllinn hefur fengið að móta landslagið.  Ég óttast að Reykjavík verði eins og Houston með tímanum.  Nú þegar er hálft borgarlandið farið undir malbik.

Ég veit að sjálfstæðisflokkurinn vill gera mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og setja Miklubraut í stokk við Lönguhlíð.

Hefur sjálfstæðisflokkurinn myndað sér skoðun á því hvenær nóg verður gert fyrir einkabílinn og kominn verður tími til að sporna við fæti?

Svarið sem ég fékk var (endursagt út frá púnktums sem ég hripaði niður):

Íslendingar hafa kosið einkabílinn.  Kannski er það vegna þess að hér eru veður válynd og menn geta ekki hugsað sér að labba 6-700 metra í strætó.

Á meðan þetta ástand varir þurfum við að greiða götu bílsins og gera góðar stofnbrautir, annars keyra menn bara hratt inni í íbúðarhverfum og skapa hættu.

Hjólandi og gangandi ættu samt að geta haft það gott í Reykjavík.

Við þekkjum engar patentlausnir til þess að minnka notkun einkabílsins, en við ætlum ekki að neyða fólk til að taka strætó.  R-listinn vildi að aðrir ættu ekki bíl en svo keyra allir flokksmenn um í bílum sjálfir.

Þetta var svarið.

Ég tók eftir því að þegar Vilhjálmur fór í gegnum kynningarglærurnar var neðsta paragraf á einni glærunni "Gera vel við gangandi og hjólandi" en Vilhjálmur hoppaði yfir þann lið í framsögu sinni.  Hann fór ítarlega í alla aðra liði á öllum glærunum.  Ég álykta að þetta sýni hvaða forgang þessi málaliður hefur hjá honum.

Kveðja, Kári Harðarson
 

Tengdir linkar á skoðun annara stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka á bættu aðgengi hjólreiðafólks

Þingsályktunartillaga Vinstri grænna (X-V) um hjólreiðabrautir í vegalög. og umfjöllun fjölmiðla.

Blaðagrein Kolbrúnar Halldórsdóttur (X-V) um hjólreiðabrautir í vegalög.

Blaðagrein Svandísar Svavarsdóttur  (X-V) um samgöngtæki 21. aldarinnar.

Fyrsta hjólreiðabrautin á Íslandi var pólitísk ákvörðun Árna Þórs Sigurðssonar.(X-V)

Svör Samfylkingafólks (X-S) fyrir prófkjörið í febrúar 2006.