Tillögur Sjálfstæðismanna í borgarstjórn:
12. sept. 2005.
15. Fulltrúar sjálfstæðismanna í framkvæmdaráði lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Í umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2002 – 2007 er kveðið á um að komið skuli fyrir sérstökum hjólreiðabrautum við nýjar götur í borginni og við endurnýjun eldri gatna þar sem því verður við komið. Ljóst er að aðstæður til hjólreiða þyrftu að vera betri við hina nýju Hringbraut og er lagt til að sérstök hjólreiðaleið með merktri hjólreiðabraut verði vörðuð meðfram hinni nýju braut og/eða Gömlu-Hringbraut.
Frestað að ósk fulltrúa R-listans. (Málið er enn í frestun.)
Framkvæmdaráð nóv. 2005
Kjartan Magnússon fulltrúi sjálfsstæðismanna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Framkvæmdaráð samþykkir að ráðast í átak í því skyni að bæta aðstöðu til leikja, íþróttaiðkunar og útivistar í Grafarholti. Íbúar í hverfinu hafa ítrekað kvartað yfir skorti á sparkvöllum og almennum leikvöllum inni í hverfinu. Þá vantar mikið upp á að göngu- og hjólreiðastígar í Grafarholti tengist öðrum hverfum með viðunandi hætti. Einnig hafa komið fram óskir um brettagarð. Úr þessu þarf að bæta og er óskað eftir greinargerð með heildstæðu yfirliti um þessi mál ásamt tillögum til úrbóta.
Að tillögu formanns framkvæmdaráðs var samþykkt að vísa tillögunni til Umhverfissviðs og Íþrótta- og tómstundarráðs.


Mál nr. 2004020040
10. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dags. 10.11.2005, varðandi Suðurgötu – Túngötu.
Samþykkt.
Kjartan Magnússon og Jórunn Frímannsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

(Sátum hjá þar sem ekki var orðið við óskum um að tekið yrði tillit til hagsmuna hjólreiðamanna við breytingar á gatnamótum.)
apríl 2004
Mál nr. 2004020040
8. Lagt fram að nýju bréf yfirverkfræðings verkfræðistofu RUT, dags. 15.04.2004, varðandi hönnun á norðurhluta Suðurgötu og hluta Túngötu.
Samþykkt.

Kjartan Magnússon, fulltrúi sjálfstæðismanna í samgöngunefnd óskaði bókað:
„Ég styð umræddar tillögur að öðru leyti en því að ég tel ekki rétt að setja biðskyldu á umferð um Túngötu gagnvart umferð um Suðurgötu og Aðalstræti. Tel ég að slíkt fyrirkomulag geti valdið ruglingi á gatnamótunum og haft óþægindi og slysahættu í för með sér, ekki síst fyrir umferð strætisvagna og hjólreiðamanna.“
Júní 2004 Mál nr. 2004020040
9. Suðurgata – yfirferð á stöðu málsins og kynning.
Formaður samgöngunefndar lagði til að útfærsla götunnar verði á þann veg að breidd akbrautar á Suðurgötu verði 5 ½ meter í stað 6 metra og gangstétt meðfram kirkjugarðinum verði breikkuð.
Samþykkt.

Kjartan Magnússon óskaði bókað:
Undirritaður ítrekar áður fram komnar óskir sjálfstæðismanna um að í tengslum við endurgerð Suðurgötu verði lögð hjólreiðabraut meðfram götunni. Er það í samræmi við umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2002-2007 þar sem segir að leitast skuli við að leggja hjólreiðabrautir í tengslum við endurnýjun gatna.
Framkvæmdaráð, maí 2006
21. Mál nr. 2006050050
Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Framkvæmdaráði leggja til að hjólastígur við Lönguhlíð verði afmarkaður betur frá götunni t.d. með því að hjólastígurinn liggi hærra en gatan. Íbúar hafa áhyggjur af fyrirkomulagi umrædds hjólastígs þar sem gert er ráð fyrir að hann verði í sama plani og umferðin og einungis afmarkaður með eins konar bólum.
Frestað.

22. Mál nr.2006010124
Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Framkvæmdaráði leggja til að farið verði í gerð gönguleiðar milli félagshúss Þróttar/Ármanns og Íþrótta og sýningarhallar í Laugardalnum í sumar. Jafnframt verði gengið frá gönguleið upp á Suðurlandsbraut, en gönguleið sem þar lá var eyðilögð þegar unnið var að uppbyggingu Íþrótta og sýningarhallarinnar í Laugardalshöll.
Frestað.


24. Mál nr. 2006050053
Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Framkvæmdaráð samþykkir að leita leiða til að bæta umferðaröryggi við svæði Íþróttafélags Reykjavíkur við Skógarsel. Mikilvægt er að bæta göngutengsl milli íþróttasvæðisins og nærliggjandi íbúðarhverfis og verði m.a. skoðuð smíði göngubrúar yfir Skógarsel eða gerð undirganga.
Frestað.

25. Mál nr. 2006050060
Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Framkvæmdaráð samþykkir að leita leiða til að bæta göngu – og hjólatengsl milli Háaleitishverfis og Hlíðarhverfis og felur sviðstjóra að skoða smíði göngubrúar yfir Kringlumýrarbraut, sunnan gatnamótanna við Háaleitisbraut.
Frestað.