Aðalfundur LHM 24. febrúar 2005.


Mættir voru: Morten Lange, Sólver Hafsteinsson, Óskar D Ólafsson, Magnús Þór Hallgrímsson, Björn Finnsson; Gísli Héðinsson, Kári Brynjólfsson, Brynjólfur Magnússon, Elvar Örn Reynisson, Sigurður M. Gétarsson, Valur Þór Gunnarsson, Auður Ýr Sveinsdóttur, Arnþór Logi Arnarsson, Heimir Viðarsson, Helga Margrét Schram, Ragnar I Sveinsson, Fjölnir Björnsson, Þórhildur Kristjánsdóttir, Magnús Bergsson, auk eins sem skilaði ólæsilegu nafni. Sjá myndir

1. Fundarstjóri og ritari kosinn.
     a. Fundarstjóri: Magnús Bergsson
     b. Ritari: Auður Ýr Sveinsdóttir

2. Ársskýrsla
     a. Sigurður fór yfir helstu atriði ársskýrslu
          1. Spurningar um styrk frá RVK
          2. Útgáfu bæklinga ofl.

     b. Kosning um ársskýrslu. Allir samþykkir.

3. Reikningar bornir fram og samþykktir af öllum.
     a. Athugasemdir:
         1. Rangt í lið 1 undir Athugasemdir/skýringar: LHM fékk aðeins 5% af félagsgjöldum ÍFHK árið 2004, ekki 10%.
         2. Hugmynd um að verða aðili að European Cyclist Federation. Þarf að skoða betur og leggja undir stjórn. Óskar Dýrmundur benti á að það er gífurleg þekking innan þessara samtaka sem við gætum nýtt okkur og vafalaust hægt að fá styrki til að taka þátt og verða aðilar að þessu samtökum.
         3. Hugmynd um að styrkja sambönd okkar við dönsku og norsku hjólreiðasamtökin.


4. Óskar Dýrmundur með erindi um starf sitt sem formaður starfshóps RVK um hjólreiðar.
    a. Hópurinn var skipaður: 1 fulltrúi frá umhverfis- og heilbrigðisnefnd RVK. 1 fulltrúi frá skipulags- og bygginganefnd. 1 fulltrúi frá samgöngunefnd.
      b. Kraftur í starfinu sl. Sumar. Bornar fram bráðabrigðatillögur til vinnslu en starfi haldið áfram.
         1. Lagt til að búið verði til göngu- og hjólreiðakort m. hæðarlínum
         2. Taka upp merkingar sbr. Danmörku
        3. Koma upp gatnakerfi f. hjólreiðar. Hjólreiðabrautir á Miklabraut/Suðurlandsbraut  /Snorrabraut /Langahlíð og fl. götum.
         4. Rýnihópur v. samgönguviku.
      5.Gengur treglega að fá viðbrögð við því hvernig hjólreiðabrautir muni líta út í samgöngukerfinu.
         6. Reykjavíkurborg horfir til Danmerkur varðandi stefnu um hjólreiðamál.

     c.Samskipti v. sveitafélög. Óskar hefur óskað eftir að ýtt verði eftir tengingum milli sveitafélögum.
   d. Mikilvægt fyrir LHM að vera í góðu sambandi við umhverfisráð RVK. Lykilráð, starfandi jákvætt fólk í garð hjólreiðafólks.

5. Hugarflug. Auður Ýr. Hugmyndir um helstu baráttumál LHM, nýjar hugmyndir, leiðbeiningar, útgáfa og kynningar, ráðstefnur sem LHM hefur áhuga á að sækja, önnur mál.
     a. Auður mun taka saman niðurstöður hugarflugsins.

6. Kosning stjórnar
     a. Morten bauð sig fram sem forseti LHM Samþykkt af öllum.
     b. Í stöður meðstjórnenda og varamanna buðu Arnþór Logi Arnarson, Magnús Bergsson, Heimir Viðarsson, Auður Ýr Sveinsdóttir, Sigurður Grétarsson, Elvar Örn Reynisson, Brynólfur Magnússon, Fjölnir Björgvinsson sig fram. Stöður verða ákveðnar á næsta stjórnarfundi.
     c. Tillaga Sigurðar um Björn Finnsson sem skoðanamaður reikninga f. árið 2005 var samþykkt af öllum.

7. Aðalfundifundi slitið kl. 23.00

 


 

Opin fundur í kaffihúsinu Litla ljóta andarunganum 7. febrúar 2005

Þeir sem mættu voru: :
Brynjólfur Magnússon, Magnús Bergsson, Morten Lange og Helga Margrét Schram (Hún er að vinna að lokaritgerð í landafræði sem mun fjalla um hjólreiðar)

- Morten sagði frá því að sótt var um 150 þúsund krónur til að fara á Velo-City ráðstefnuna í Dublin í lok maí, 150 þ. til kynningarefnis í tengslum við Starfshóp Reykjavíkur, 200 þ. til að gera könnun á reiðhjólaumferð. Af þessum 500 fáum við 300, og mun það borgast út í mars. Það er loksins komið á hreint að það kostar xxx á ráðstefnuna, og þá sýnist Morten að þetta kosti rúmlega 80.000 ISK í heildina. Spurning hvort viðkomandi sem fer fær "allt" dekkað og hvort við þurfum að skila Reykjavíkurborg það sem við ekki notum. Morten hefur fengið að vita að samtökin geti nokkuð frjálslega forgangsraðað verkefnum sem fjárveitingin nær til

- Morten er til í að bjóða sig fram til formanns LHM, en segist þekkja til sinna galla, t.d. tímaleysi, og ekki vera lipur talsmaður (útvarpsviðtöl oþh) og ýmsir aðrir. Það er velkomið ef aðrir vilja bjóða sér fram.

- Rætt var um átakið "Hjólað í vinnuna" . LHM ætti að reyna að nýta sér tækifærið betur í ár til þess að kynna starfsemina. Á starfsfundi hjá ÍSÍ var stungið upp á að liðstjórar fá þess kost að haka við að þeir vilja fá fréttir frá LHM sömuleiðis frá ÍFHK og HFR ef svo beri við

- Mögulegt samstarf við Hjólaræktinni hjá Útivist ofl..

- Rætt var um aðstoð HFR og áður ÍFHK við Reykjavíkurmaraþon. Margsinnis hefur komið til tals að leiðarlýsing hafi ekki verið skýr. HFR ætlar að taka á þessum málum við aðstandendur Reykjavíkurmaraþons að. Kannski vantar hvata fyrir sjálfboðaliða?.

- Þingsálýktunartillaga Kolbrúnar biður afgreiðslu í samgöngunefnd. Stjórnarliðar, Sjálstæðis- og framsóknarflokks eru ótrúlega áhugalausir (Sjá nánar Hér og Hér og Hér og á forsíðu). Óvíst að þeir hafi kynnt sér þingsályktunartillöguna eða út á hvað hún gengur. Í andsvörum samgönguráherra talar hann um kostnað við gerð hjólreiðabrauta þó það komi þingsálykunini ekkert við. Hjólreiðafólk þarf að fylgja þingsálytunini eftir með blaðagreinum, viðræðum í ljósvakamiðlum og alþingismenn  Hvetja þarf Lýðheilsustöð til að senda umsögn við tillöguni: Mikilvægt að þ.ál.till. nái fram að ganga á yfirstandandi vorþingi.

- Maggi B. og Morten hittu samgönguráðherra fyrir jól. Þeir ætla að reyna fá fund með Heilbrigðisráðherra og öðrum ráðherrum við fyrsta tækifæri. Fundur með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra var ekki uppbyggjandi. Samgönguráðherra telur að það sé ekki hefð fyrir hjólreiðum á Íslandi og því þurfi ekki sérstaklega að bæta aðstöðu hjólreiðamanna. Honum voru afhendar ýmsar skýrslur s.s. Norska arðsemisskýrslan, Athugasemd LHM við umferðaröryggisáætlun, Samantekt Evrópsu ráðherranefndarinnar um hjólreiðar og blaðagrein frá Óðinsvéum sem fjallar um þau jákvæðu áhrif sem hjólreiðaátak hefur haft á borgarbúa. Sturla sagðist ætla að afhenda þetta Samgönguráði til umfjöllunar og fékk frá okkur netföng svo hægt verði að hafa samband við okkur. Þess ber þó að geta að enn hefur ekki verið haft samband við LHM né heldur virðast ráuneytismenn hafi farið inn á vefsvæði LHM

- Kolbrún Halldórsdóttur ætlaði á næstu dögum að koma með fyrirspurn á Alþingi um hjólreiðabrautir meðfram Vesturlandsvegi. Það gæti orðið spennandi að vita hverju Sturla mundi svara eftir að hafa fengið heimsókn hjólreiðamanna

- Finna þarf efni fyrir ritgerð Helgu t.d. DVD um hjólreiðaskipulag í Kaupmannahöfn, grein um UK National Cycle Network, en það átak hefur bætt heilsu manna. Ýmsar greinar um gagnsemi þess að fækka akreinum og lækka hraða, sérstaklega í bæjarkjörnum. "Walkable Communities" - Aðgerðir og árangur Dan Burden. Helga afhenti fundarmönnum grein úr Transport Policy sem fjallar um aðferðir til að tæla bílafólk frá því að nota bíla í styttri ferðir. (samtekt. vef og link PDF)

- Helga spurði hvort Umferðarstofa (US) hafi eitthvað sinnt hjólreiðum. Morten er nýráðinn fulltrúi Landssamtakana í Umferðarráði. Verkefni Mortens gætu verið að semja umferðareglur fyrir göngustígum á meðan hjólreiðar væru þar leyfðar í bland við gangandi vegfarendur. Gott mál fyrir Morten að berjast fyrir í umferðarráði er að hönnun gatnamóta verði bætt. Núverandi hönnun  hvetja ökumenn til að brjóta umferðareglur s.s. að fara yfir stöðvunarlínu og stöðva á miðri gangbraut. Á flesta staði vantar gangbrautir. Rökin sögð vera að þær skapa falskt öryggi. Landsamtök þurfa að leggja áherslu á að götuvitar verði lagðir niður handan gatnamóta og verði aðeins við stöðvunarlinur. Þá fyrst verður hægt að leggja hjólreiðabrautir í samræmi við jafnræðisreglu og þær reglur sem gilda í nágrannalöndum okkar. Starfshópur Reykjavíkurborgar er einmitt með málin til skoðunar. Hugsanlega verði gerð tilraun við gatnamót  Grensás og Miklubrautar. Þá þurfa bílstjórar að vera réttum megin  við stöðvunarlínu til að sjá græna ljósið. Magnús B. ætlar að gefa álít til starfshópsins um tengingar milli sveitarfélaga, snjóruðning og hjólreiðabrautir í götustæði. Einnig koma með tillögur að úrbótum við blindhorn á göngustíga s.s.spegla við undirgöng og nokkur atriði í viðbótar .
Hugmynd kom um að Landssamtökin sendi US stuðningsyfirlýsingu vegna framsetningu auglýsinga í sjónvarpi sem hafi fengið gagnrýni fólks.

- Rætt var um ökumenn sem drepið og slasað hafa  hjólandi og gangandi vegfarendur. Um aðgerðarleysi réttarkerfisins, sérkennilega dóma sem þeir hafa fengið og að þeir hafa ekki misst bílprófið eða fengið dóma mörgum mánuðum síðar nema þá helst eftir fjölmiðlaumfjöllun.

- Rætt var um slys á hjólreiðamönnum, á götu og á stigum. Væri fróðlegt að hafa betri mynd af slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum ekki síst á göngustígum. Gögn um alvarlegri slysin hljóta að vera til á sjúkrahúsum. Líka þau sem ekki verða flokkuð sem umferðaróhöpp. Gögnin eru hugsanlega til hjá Umferðastofu. Athuga þarf hversu áreiðanleg þau gögn geta verið sem til eru.

- Rætt var um nýtt leiðakerfi Stræto sem er í burðarliðnum. Haukur hjá Lýðheilsustöð er í sambandi við þá. Nefndin sem vinnur að verkefninu "Hjólað til vinnu" ætti lika að athuga samstarf. Hugmyndir eru uppi um reiðhjólastæði við skiptistöðva ofl. Haraldur Sigurðsson sem hefur unnið ferðavenjakönnun er líka með í undibúningnum. Hugmynd um festingar fyrir reiðhjól í strætó hafa verið viðraðar.

- Til eru sérstakir sjálfvirkir teljarar fyrir hjólreiðaumferð. Maggi B. segir þá ekki ýkja dýra nema menn ætli að hanna um þá sérstök skilti eins og víða má finna í Danmörku. Magnús B ætlar að reyna fá það í gegn innan Starfshóp RVK að reiðhjólateljarar verði settir upp sem víðast í Reykjavík svo fylgjast megi starx með árangri af því að bæta samgöngur í borgini

- Tillaga um lagabreytingu fyrir ársþingið. Vegna ótrúlega dræmrar þattöku hjólreiðafólks í ársþingum LHM (og t.d. dræmrar þáttöku á fundum sem þessum) þá ætti að færa ársþingið til á dagatalinu t.d eftir páska, þegar hjólreiðar eru ofar í huga manna.

- Reykjavíkurborg er með vinnu í gangi um að tryggja gönguleiðir í skólum. Landssamtökin ættu að benda á að þar ætti lika að taka tillit til hjólreiða.

Fundi slitið kl. 23:30


 

Fundur stjórnar LHM.

10. janúar 2005

Mál á dagskrá:

1        Hjólamenn og Hjólreiðanefnd ÍSÍ.

1.1.   Hafa þeir áhuga á því að gerast aðilar að LHM?

2        Dagskrá og fyrirkomulag Ársþings LHM.

3        Ráðstefna í Dublin.

3.1.   Þátttaka LHM í ráðstefnunni.

3.2.   Styrkir

3.3.   Undirbúningur f. ferðina.

4        Fjármál

5        Umræða um baráttumál innan umferðarráðs

5.1.   Yfirlestur lesefnis fyrir bílpróf þar sem réttur hjólreiðamanna er kynntur.

5.2.   Hvað með að taka upp norsku regluna að þeir sem taki bílpróf hjóli einn dag í umferðinni.

5.3.   Breiðari vegaxlir á umferðamiklum götum á landsbyggðinni

5.4.   Almenn endurskoðun umferðalaga.

5.5.   Hækkun bílprófsaldurs?

6        Verkefni LHM í hjólanefnd RVK

7        Ættu LHM að funda með Umhverfisráðherra og Heilbrifðisráðherra vegna þingsályktunartillögunar?